Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljósmynd/Pórður Pórðar
Skógarsjóður gefur starfs-
mönnum Isfélagsins jólatré
Maður og ung kona slösuð eftir harðan árekstur
Mildi þykir að ekki fór verr
Morgunblaðið/Sigursteinn
Fólkið í bílnum hafði stigið út áður en áreksturinn varð. Ljóst má telja
að þau hefðu ýmist stórslastast eða látist hefðu þau verið í bflnum.
SKÓGARSJÓÐUR afhenti í vikunni
starfsmönnum ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum 117 jólatré að gjöf en
mikið tjón varð sem kunnugt er á
dögunum á húsnæði ísfélagsins í
Eyjum af völdum eldsvoða.
Að sögn Þórðar Þórðarsonar,
formanns stjórnar Skógarsjóðsins,
eru jólatrén úr Heiðmörk, stafafura
og greni - allt falleg og góð tré.
Björn afhenti trén í Vest-
mannaeyjum í vikunni ásamt Jón-
ínu Pálsdóttur starfsmanni sjóðs-
ins. Bjöm Þorgrímsson tók við
gjöfinni fyrir hönd starfsmanna ís-
félagsins.
TVENNT er með alvarlega áverka
eftir harðan árekstur rétt austan við
Þjórsá á fimmtudagskvöld. Maður
og ung kona liggja á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi mikið slösuð. Þá
voru tveir karlmenn fluttir á heil-
brigðisstofnunina á Selfossi en þeir
eru mun minna slasaðir.
Tildrög slyssins eru þau að fólks-
bíll hafði bilað í vegarkanti og var
hann Ijóslaus. Jeppa hafði verið lagt
fyrir framan hann til að lýsa upp
svæðið. Ökumaður jeppans og far-
þegi hugðust gefa bílnum rafstart
þegar önnur fólksbifreið skall af
miklu afli aftan á bilaða bílnum.
Areksturinn var gríðarharður og
þeyttist bilaði bfllinn á jeppann sem
fór við það þvert yfír veginn og
hafnaði ofan í skurði. Ökumaður
jeppans varð á milli en farþeginn
slapp á óskiljanlegan hátt að sögn
lögreglunnar á Hvolsvelli. Hann
kenndi sér eymsla í hné en sagðist
ætla að leita sér læknishjálpar sjálf-
ur. Ökumaður jeppans og stúlka
sem var farþegi í þriðja bílnum voru
bæði flutt á slysadeild Landspítala -
háskólasjúkrahúss í Fossvogi mikið
slösuð.
Fjórir höfðu verið í bilaða bílnum
en þau höfðu öll stigið út úr honum
þegar slysið varð. Augljóst má telja
að þau hefðu stórslasast eða látist
hefðu þau verið í bílnum þegar
áreksturinn varð.
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
Felags framhaldsskólakennara
Utspilið vonbrigði
og naumast tilviljun
ELNA Katrín Jóns-
dóttir, formaður Fél-
ags framhaldsskóla-
kennara, segir að út-
spil samninganefndar
ríkisins á fundi í gær
hafí verið mjög óvænt.
Það valdi miklum von-
brigðum og geti naum-
ast verið tilviljun ein.
„Viðræður undan-
farinna daga höfðu
snúist um fjölmörg at-
riði sem varða til-
færslur, atriði sem
varða launabreytingar
almennt og mikilvæga
þætti um ákveðna ein-
földun á vinnutíma-
kafla kjarasamninganna, um mark-
miðssetningu í nýjum kjara-
samningi og hvemig megi hugsa sér
nýtt samspil þessara þátta,“ segir
Elna Katrín.
Ekkert að því að einfalda
kjarasamninginn
„Kjarasamningur okkar er mjög
ítarlegur og sundurliðaður og ekk-
ert að því að leitast við að einfalda
hann með einhverjum
hætti. í því sambandi
má vel velta þeirri
spurningu upp hvaða
hlutir era best komnir
í kjarasamningi og
hverjir í reglugerðum
og stjórnvaldsfyrir-
mælum eða hreinlega í
sérstakri markmiðs-
setningu kjarasamn-
ingsins."
Að sögn Elnu Katr-
ínar var þessari um-
ræðu alls ekki lokið, en
í heild hafi samninga-
viðræður gengið nokk-
uð vel og jafnvel hafi
hillt undir að saman
næðist um gerð nýs kjarasamnings.
„Þess vegna spyr ég mig, hvað
getur komið samninganefnd ríkisins
til að kasta óvænt inn á borð tillögu
um að henda nánast vinnutímakafla
kjarasamningsins út af borðinu?
Þetta fer einfaldlega ekki saman við
það sem áður hefur verið rætt.
Þetta er í senn afar ódiplómatískt og
eiginlega mjög undarlegt uppátæki.
Það var ekki eins og samninga-
nefndin byði upp á viðræður um
málið, þetta var einhliða útspil og í
engu samræmi við fyrri viðræður.“
Skilur ekki hvað mönnum
gengur eiginlega til
Elna Katrín segir að hún geti ekki
ímyndað sér að samninganefnd rík-
isins hafí komið hörð viðbrögð kenn-
ara á óvart. „Mér er næst að halda
að þetta útspil hafi því ekki verið til-
viljun, en hins vegar get ég ekki
skilið hvað mönnum gengur eigin-
lega til með að leggja í þá áhættu að
eyðileggja samningalotu þar sem
hillti undir samkomulag. Það lá allt-
af fyrir að niðurstaðan úr þessari
lotu réði því hvort skólar fara af stað
í byrjun janúar eða miklu seinna.“
Hún segist þó ekki trúa því að
málin séu öll komin aftur á byrj-
unarreit. „Þetta var hins vegar mikil
afturför og hefur í för með sér gríð-
arleg vonbrigði fjölmargra, ekki að-
eins kennara. Ég vona að samning-
urinn við Verslunarskólann verði
hvati í þessum efnum, en sá samn-
ingur er hins vegar ekkert tengdur
samningum ríkisins og getur því að-
eins verið til viðmiðunar."
ÓVÆNT slitnaði upp úr viðræðum
samninganefndar Félags framhalds-
skólakennara og samninganefndar
rödsins síðdegis í gær eftir langa og
stranga samningalotu, þegar frekar
var búist við að saman væri að nást
eftir nærri sjö vikna verkfall fram-
haldsskólakennara. Fulltrúar kenn-
ara segja að rfldð hafí komið með
óvænt og óaðgengilegt útspil á síð-
ustu stundu í viðræðunum í gær og
krafist þess að allur vinnutímakafli
kjarasamninga framhaldsskólakenn-
ara félli brott utan ákvæði um há-
markskennsluskyldu.
í yfírlýsingu, sem framhaldsskóla-
kennarar sendu ft’á sér í gær, kemur
fram að samningsaðilar hafi undan-
fama daga átt samningaviðræður,
sem kennarar litu á sem alvörutilraun
tii þess að ná kjarasamningi og koma
framhaldsskólunum aftur af stað. í
þeim samningaviðræðum haíi að mati
kennara miðað ágætlega og jafnvel
talið að samningur væri í sjónmáli.
„Meginlínur höfðu skýrst um
möguleika varðandi launabreytingar,
tilfærslur milli launaþátta og talsvert
verið rætt um markmið í nýjum
samningi, m.a. um einföldun kjara-
samnings og breytingar á störfum til
að mæta þörfum framhaldsskóla mið-
að við breytt starfsumhverfi og nýja
aðalnámskrá.
Félag íramhaldsskólakennara lýsir
miklum vonbrigðum með framkomu
SNR og telur að með óvæntum og
óaðgengilegum tillögum stefni
fulltrúar ríkisins kjaradeilunni aftur í
harðan hnút. Telja verður tvísýnt
miðað við stöðuna í dag að kjarasamn-
ingar náist í tæka tíð til þess að hefja
megi skólastarf á eðlilegum tíma eftir
áramót,“ segir í yfirlýsingunni.
„Það voru fyrst og fremst erfið at-
riði í tengslum við vinnutíma sem
urðu til þess að við steyttum á skeri,“
sagði Þórir Einarsson rfldssáttasemj-
ari við Morgunblaðið eftir fundarslit í
gær. Hann boðaði strax fund að nýju
þriðja í jólum.
„Það var ekki gott fyrir málið í
heild að svona fór. Það var búið að
leggja mikla vinnu í þessar samninga-
viðræður," sagði Þórir.
Gunnar Bjömsson, formaður
samninganefndar í-fldsins, kvaðst
mjög undrandi á hörkulegum við-
brögðum kennara, eins og hann orð-
aði það.
„Ég get ekki skilið þessi viðbrögð
og útganga samninganefndarinnar
kom okkur algjörlega í opna skjöldu,"
sagði hann.
„Hugmyndir okkar um breytingu á
vinnutímakaflanum eru í fullu sam-
ræmi við það sem Verslunarskólinn
hefur verið að bjóða. Við erum að
reyna að auka sveigjanleikann í skóla-
starfinu og erum meira að segja til-
búnir að ganga lengra hvað varðar
kennsluafsláttinn. Þessi einarða af-
staða kennara kemur mér vægast
sagt á óvart.“
Gunnar segir að samningur Versl-
unarskólans og kennara hafi sem slík-
ur ekki mikil áhrif á samninganefnd
ríkisins. „Versló er að semja við 70
kennara en við 1300. í sjálfu sér gæt-
um við náð sambærilegum samning-
um ef við værum aðeins að semja fyr-
ir hönd svipaðra skóla, eins og MA
eða MR. Hins vegar er fjölbreytni
skólanna svo mildl hjá okkur og fjöldi
þátta sem þarf að taka tillit til. Ég
nefni sem dæmi verknám og öldunga-
deiidir," sagði hann.
Eftir að hnýta lausa enda í viðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaga
að undirritun samn-
milli jóla og nýárs
Stefnt
ings
SAMNINGANEFNDUM grunn-
skólakennara og sveitarfélaga tókst
ekki það ætlunarverk sitt að ljúka
kjarasamningum grunnskólans fyrir
jól og var gert hlé á viðræðunum í
gærkvöldi. I sameiginlegri yfirlýs-
ingu kemur fram að samningsaðilar
séu ásáttir um að gefa sér betri tíma
til að hnýta alla lausa enda áður en
nýr samningur verður undirritaður.
Stefnt er að því að ljúka samninga-
gerðinni milli jóla og nýárs.
í yfiriýsingunni segir að lokið sé
þriðja áfanga viðræðuáætlunar
samningsaðila. „Samkomulag hefur
tekist í stórum dráttum um þau at-
riði sem aðilar stefndu að í þessum
áfanga. Viðræður Skólastjórafélags
íslands við launanefnd sveitarfélaga
eru skemur á veg komnar. Samn-
ingsaðilar eru ásáttir um að gefa sér
betri tíma til að hnýta alla lausa enda
áður en nýr samningur verður und-
irritaður, taka sér jólafrí og stefna að
því að ljúka samningsgerðinni milli
jóla og nýárs,“ segir í yfirlýsingunni.
Viðræðuáætlun
hefur staðist
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður samninganefndar launa-
nefndar sveitarfélaga, sagði við
Morgunblaðið, að til þessa hafi
viðræðuáætlun aðila staðist. „í henni
fólst að við myndum í fyrsta áfanga
ljúka sameiginlegri stefnumörkun
og það tókst. í næsta áfanga ætluð-
um við að jarðtengja þessi stefnumið
og það tókst. í þriðja áfanganum
ætluðum við síðan að freista þess á
einni viku að ljúka gerð kjarasamn-
ings. Slíkt er afskaplega flókið verk
og nú þegar við gerum stutt jólahlé á
viðræðunum stöndum við upp með
sameiginlegar hugmyndir og vitum í
stórum dráttum hvað við ætlum okk-
ur að gera. Aðeins er eftir að hnýta
ýmsa lausa hnúta,“ sagði hann.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formað-
ur samninganefndar Félags grunn-
skólakennara, sagðist telja að aðilar
þyrftu tvo til þijá daga í viðbót til að
sigla málum endanlega í höfn. Ekki
hafi þótt ástæða til að halda fólki frá
fjölskyldum sínum á Þorláksmessu
eða aðfangadag og því hafi sú leið
verið valin að taka stutt hlé fyrir
lokasprettinn.
„Þau ágreiningsefni sem hafa
komið upp í þessum viðræðum hafa
verið leyst jafnharðan og við erum
þess fullviss að jafn vel mun ganga í
næstu viku. Þá ætlum við að semja,“
sagði Guðrún Ebba.
Elna Katrín
Jónsdóttir
Óvænt slitnaði upp úr viðræðum
framhaldsskolakennara og rikisins
Afstaða kenn-
ara kemur
ríkinu á óvart