Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hægir á útlána
aukning’u inn-
lánsstofnana
Útlán innlánsstofnana hækkuðu um 1,3% í siðasta mánuði, samkvæmt nýj-
um tölum frá Seðlabankanum.
ÚTLAN innlánsstofnana hækkuðu
um 1,3% í síðasta mánuði, samkvæmt
nýjum tölum frá Seðlabankanum.
Tólf mánaða hækkun var 25% og hef-
ur þá verið leiðrétt fyrir samruna Is-
landsbanka og FBA, en áður var
FBA ekki inni í þessum tölum. Tólf
mánaða útlánaaukning í október var
26,6% og í september 26,8%.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að útlánaaukning
síðustu 12 mánaða sé mikil, en þó
virðist sem byrjað sé að draga úr út-
lánunum á undanfömum mánuðum.
„Ég held þó að frekari staðfestingu
þurfi á næstu mánuðum áður en full-
komin vissa er fyrir því að farið sé að
draga úr útlánaaukningunni," segir
Birgir Isleifur, og bætir því við að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
breytingu á vaxtastefnu, enn verði
beitt því peningalega aðhaldi sem
verið hafi.
Spurður að því hvort sú ákvörðun
Seðlabanka Bandaríkjanna á þriðju-
dag að breyta væntingum sínum úr
Samvinnuferðir
-Landsýn
Hlutafé
lækkað
til jöfn-
unar taps
SAMÞYKKT var að lækka
hlutafé Samvinnuferða-Land-
sýnar hf. um 80 milljónir til
jöfnunar taps á hluthafafundi
félagsins í gær.
Jafnframt var samþykkt að
auka hlutafé félagsins um 350
milljónir króna með útgáfu
f nýrra hluta á genginu 1,0. Hlut-
j hafar falla frá forkaupsrétti að
' 150 milljónum króna af aukn-
ingunni. Fram hefur komið að
fjárfestingarfélagið Gilding
mun kaupa 150 milljónir króna
af þessu nýja hlutafé. Eins var
stjóm félagsins veitt heimild til
að hækka hlutafé félagsins um
allt að 30 milljónir króna með
útgáfu nýrra hluta í þeim til-
gangi að bjóða starfsmönnum
kauprétt að aukningunni. Hlut-
hafar falla frá forkaupsrétti að
þessari aukningu.
Stjórn Samvinnuferða-Land-
sýnar hf. hefur ákveðið sölu-
tímabilið, þar sem sala til for-
gangsréttarhafa stendur, frá 3.
janúar 2001 til 12. janúar 2001.
Ef til almennrar sölu kemur þá
mun almennt sölutímabil hefj-
) ast 15. janúar 2001 og standa til
I 16. janúar 2001. Stjómin hefur
i falið Frjálsa fjárfestingarbank-
anum að annast útboðið.
vaxtahækkun í vaxtalækkun, án þess
þó að lækka vexti, hafi áhrif hér segir
Birgir ísleifur svo ekki vera. Hér sé
töluvert meiri verðbólga en í Banda-
ríkjunum þó að vonir standi til að
verðbólgan sé á niðurleið hér. Verð-
bólgan hafi verið um 6% í vor en sé nú
um 4,5%.
Ekki tilefni til breyttrar stefnu
Samkvæmt upplýsingum frá fjái’-
málaráðuneytinu í fyrradag segir að
þróun í ríkisfjármálum sé skýr vís-
bending um að þenslan í efnahagslíf-
inu sé í rénun og endurspegli meðal
annars minni eftirspum en í fyrra.
Birgir ísleifur segir aðspurður að
þetta þýði ekki að um skoðanaágrein-
ing sé að ræða milli fjármálaráðu-
neytis og Seðlabanka um það á hvaða
stigi þenslan sé hér. En Seðlabankinn
telji að vísbendingamar um að úr
þenslu hafi dregið séu ekki það sterk-
ar að tilefni sé til breytinga á vaxta-
stefnu. Auk þess sé, svo dæmi sé tek-
ið, enn um mikla útlánaaukningu að
SAMHERJI hf. og BGB-Snæfell hf.
verða sameinuð miðað við 30. des-
ember nk., með fyrirvara um sam-
þykki stjóma félaganna og samþykki
hluthafafundar í BGB-Snæfelli hf., að
því er segir í tilkynningu sem barst í
gær frá Samherja hf. til Verðbréfa-
þings Islands. Þar kemur fram að
stofnefnahagsreikningur ásamt sam-
runaáætlun muni ekki verða tilbúinn
fyrr en í fyrsta lagi um miðjan febrú-
ar næstkomandi og í Ijósi þessa hafi
Samherji hf. ákveðið að senda Verð-
bréfaþingi íslands 6 mánaða uppgjör
BGB-Snæfells hf. til að veita þeim,
sem áhuga kunna að hafa, innsýn í
efnahag þess félags þann 30. júní síð-
astliðinn.
Fram kemur að samkvæmt sex
mánaða uppgjöri hafi tap BGB-Snæ-
fells hf. á fyrri hluta ársins numið 7,6
milljónum króna.
Tekið er fram að það sé hins vegar
ljóst að rekstur BGB-Snæfells hf. hafi
verið erfiður síðara hluta ársins, m.a.
vegna gengisþróunar og olíuverðs
sem hafi reynst félaginu óhagstæðar.
Þá hafi verið unnið að endurskipu-
lagningu og tap af aflagðri starfsemi,
niðurfærslu krafna ofl. nemi allt að
300 milljónum króna. Við mat á virði
félagsins hafi verið tekið tillit til þessa
kostnaðar við endurskipulagningu.
í tilkynningu Samherja hf. segir að
í umræðum á fjármálamarkaði að
undanfömu hafi þess misskilnings
gætt að nú þegar lægi fyrir samþykki
um sameiningu BGB-Snæfells hf. og
Samherja hf. og í framhaldi af því hafi
félagið verið gagm-ýnt fyrir að birta
ekki stofnefnahagsreikning samein-
aðs félags. Þessi gagnrýni sé byggð á
ræða, þó að hún kunni að vera á nið-
urleið. Þá sé verðbólga einnig helm-
ingi meiri en í helstu viðskiptalöndum
okkar. Meðan svo sé sjái Seðlabank-
misskilningi því staðreyndin sé sú að
samrunaáætlun liggi ekki fyrir, en
hins vegar hafi komið fram að stefnt
sé að því að sameining félaganna taki
gildi eigi síðar en um næstu áramót.
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís-
lands, sagði aðspurður í samtali við
Morgunblaðið að þingið hefði óskað
eftir frekari upplýsingum frá Sam-
heija hf. í kjölfar fréttar sem birtist í
október um fyrirhugaða sameiningu
við BGB-Snæfeli hf. Dráttur hafi orð-
ið á því að félagið skilaði þessum upp-
lýsingum til þingsins og þær í raun
ekki legið fyrir fyrr en með tilkynn-
ingunni sem barst í gær.
„Það er ljóst að Verðbréfaþing þarf
að skerpa vinnureglur sínar og grípa
inn ekki tilefni til að breyta um stefnu
að því er snertir aðhald í peningamál-
um. Hins vegar sé fylgst grannt með
og staðan metin mjög reglulega.
fyrr til ráðstafana ef nauðsynlegt
þykir til þess að knýja fram upplýs-
ingar,“ sagði Finnur. Hann bendir á
að ef félag sinnir ekki upplýsinga-
skyldu sinni er unnt að setja hluta-
bréf þess tímabundið á athugunar-
lista, birta opinbera yfirlýsingu um
vanrækslu félagsins, setja skilyrði
um viðskipti með hlutabréfin eða
stöðva þau, sekta félagið eða afskrá
hlutabréfin tímabundið eða jafnvel
varanlega. Þingið geti þvi gripið til
ýmissa aðgerða ef félag tregðast við
að veita markaðnum eðlilegar upplýs-
ingar.
Finnur sagði einnig að vart hefði
orðið gagnrýni á Verðbréfaþing
vegna hlutabréfakaupa Samherja hf.
í Þýskalandi. Það virtist vera álit
Oddi hf
Afrýjar
ákvörðun
samkeppn-
isráðs
PRENTSMIÐJAN Oddi hf.
undirbýr að áfrýja ákvörðun
samkeppnisráðs frá síðustu
viku, þar sem yfirtakan á
Steindórsprenti-Gutenberg
ehf. var ógilt, að sögn Þor-
geirs Baldurssonar, forstjóra
Odda. Hann segir að stjórn-
endur prentsmiðjunnar hafi
ráðfært sig við ýmsa aðila og
telji að eðlileg þróun geti ekki
orðið á prentmarkaði hér á
landi ef ákvörðun samkeppn-
isráðs verði ofaná. „Ég lít
þannig á að með þessu sé ver-
ið að koma í veg fyrir það al-
mennt að fyrirtæki á okkar
markaði geti stækkað og náð
hagkvæmni til að keppa við
margfalt stærri fyrirtæki er-
lendis, sem ná mun meiri
hagkvæmni en smárekstur
framtíðarinnar hér, ef fram
fer sem horfir,“ segir Þor-
geir.
sumra aðila á markaðnum að þingið
hefði með einhverjum hætti átt að
bregðast við í því máli. Það væri hins
vegar skoðun sín og annarra starfs-
manna Verðbréfaþings að um væri að
ræða mál hluthafa í Samherja hf.
„Telji einstakir hluthafar að stjóm
félags sé að taka ákvarðanir sem
hugsanlega séu ekki þóknanlegar öll-
um hluthöfum, þá er það hluthafanna
að grípa til þeirra ráðstafana sem
þeim eru tryggðar í hlutafélagalögum
og samþykktum viðkomandi félags.
Hlutverk Verðbréfaþings er að sjá til
þess að viðskipti fari fram eftir sett-
um reglum og að félag sinni upplýs-
ingaskyldu sinni þannig að fjái’festar
geti byggt ákvarðanir sínar á traust-
um grunni," sagði Finnur.
Hlutabréfakaup Samherja hf.
Hefði ekki fengið hagstæðara verð
SAMHERJI hefði ekki fengið það
mikla magn af hlutabréfum í félag-
inu, sem það keypti nýlega, á hag-
stæðara verði en greitt var fyrir þau,
að sögn Finnboga Jónssonar, stjórn-
arformanns félagsins, aðspurður um
athugasemdir við þau viðskipti í
Morgunkorni FBA í fyrradag. í
Morgunkorni FBA sagði meðal ann-
ars að það væri umhugsunarefni fyr-
ir hluthafa Samherja og aðila á
markaði hvemig framkvæmd við-
skiptanna var. Félagið hafi farið þá
leið að kaupa mikið magn af bréfum
af einum hluthafa á verði sem var
8,5% yfir markaðsverði.
„Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum ákvað stjórn Samherja hf. að
auka ekki hlutaféð í félaginu jafn
mikið og raunverulega hefði þurft til
þess að mæta væntanlegri samein-
ingu við BGB-Snæfell,“ segir Finn-
bogi. „Ástæðan fyrir því að stjórnin
tók þessa ákvörðun var sú að hún
mat að þessi leið væri mun hagstæð-
ari fyrir hluthafa félagsins heldur en
að mæta sameiningunni að fullu með
aukningu á hlutafé. Fyrir félagið
sjálft hefði verið miklu einfaldara að
nýta þær 1.100 milljónir sem farið
hafa til kaupa á eigin bréfum í annað,
t.d. að lækka skuldir. Það er því
nokkuð sérstakt í mínum huga að fá
slíka einkunnargjöf sem greiningar-
deild íslandsbanka gaf félaginu í
tengslum við þessa ákvörðun. Stað-
reyndin er sú að við þurftum að
kaupa mjög stóran hlut í félaginu og
ég tel ljóst að við hefðum ekki fengið
bréf á lægra verði en því sem við
greiddum fyrir þau. Samtals höfum
við keypt 118 milljónir króna að
nafnverði og er meðalverðið í þeim
viðskiptum 9,43. Við metum þetta
verð mjög hagstætt miðað við mark-
aðsaðstæður, innra virði félagsins og
getu félagsins til arðgreiðslna í fram-
tíðinni."
KVENNA
ATHVART
Ofbeldi er
aldrei réttlætanlegt
Opið allan sólarhringinn • Sími: 561 1205 • Grænt númer: 800 6205
Rekstur BGB-Snæfells
erfíður síðari hluta ársins