Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 27

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 27 LISTIR Minnið er eigin- leikinn að gleyma BÆKIJR Þjdd skáldsaga FÁFRÆÐIN eftir Milan Kundera. Friðrik Rafns- son þýddi. Mál og menning, Reykja- vfk 2000.153 síður. MINNIÐ er eiginleikinn að gleyma, sagði glöggur maður. Sem betur fer, segja sumir, enda hvern- ig færi fyrir manni sem myndi allt sem á misjafna daga hans hefði drifið. Hinir metnaðarfullu eru ef til vill ekki jafn glaðir. Nýjasta skáldsaga Milans Kund- era, Fáfræðin, fjallar um þetta tvíeggjaða eðli minnisins. Hún fjallar um það hvernig takmarkanir þess gera manninn að manni en ekki vél. Einstaklingurinn mótast af minni sínu eða minnisleysi. Kundera fjallar um hinn brottflutta í þessu ljósi. Hvað man hinn brott- flutti og hvernig hafa minningar hans áhrif á tilfinningar hans til heimahaganna, heimþrána og sökn- uðinn. Aðalsöguhetjurnar, írena og Jósef, eru landflótta Tékkar eins og Kundera sjálfur. Þau hafa búið erlendis í tuttugu ár, árin frá því að kommúnískri hernámsstjórn var komið á eftir innrás Rússa 1968 fram til falls kommúnismans 1989. Þau eru bæði á leiðinni heim í fyrsta sinn þetta ár og hittast af tilviljun á flugvelli. Þau höfðu kynnst stuttlega í heimalandinu og það blossa upp gamlar ástríður. En ekkert er eins og það var. Ekkert er eins og þau minnti. Og þau muna ekkert eins heldur. Þótt þau hafi myndað tengsl þegar þau kynntust fyrst þá hefur tíminn og fjarlægðin og götóttar minningarn- ar gert þau að ókunnum mann- eskjum nú; sameiginleg reynsla og forn tengsl eru ekki nóg því „þau eiga ekki sömu minningar“. Á sama hátt hafa tengsl þeirra við heimalandið rofnað. Irena og Jósef átta sig á því að þau eru orð- in útlendingar í eigin landi, ókunn og framandi þeim sem þau áður tengdust. Söknuðurinn sem hafði rekið að minnsta kosti írenu heim aftur var ekki endurgoldinn af þeim sem heima sátu, ekki frekar en í sögunni um Odysseif. Og í því afhjúpast einn af leyndardómum saknaðarins: „Þau tuttugu ár sem Odysseifur var í burtu áttu íbúar Iþöku heilmargar minningar um hann en söknuðu hans ekkert. Hins vegar þjáðist Ódysseifur af söknuði en mundi nánast ekki neitt.“ Og eins og Ódysseifur komast írena og Jósef að því að líf þeirra og fjár- sjóður voru ekki fólgin í „Heim- ferðinni miklu", sem hlaðin er menningarsögulegu en að því er virðist fölsku gildi, heldur í flakk- inu sem þau höfðu verið á í tuttugu ár, í hrakningnum. Það eru fjölmargir túlkunar- möguleikar í þessari sögu Kund- era. Auðvitað er freistandi að lesa þessar pælingar um hraknings- menn nútímans allt frá Ódysseifi til Irenu og Jósefs saman við Kund- era sjálfan sem eins konar flökku- skálds eða hrakningsskálds, rithöf- undar sem hefur í raun hafnað sinni íþöku og sínu íþökumáli til þess að segja okkur „dolföllnum Fekeum" frá ævintýrum sínum. Samkvæmt reynslu Ódysseifs verð- ur nefnilega enginn skáld í heima- landi sínu, enda aðeins útlendingar sem krafðir eru sagna. Inn í þessa sögu fléttar Kundera svo öðrum sögum og hugleiðingum um tengd efni, aðferð sem hefur einkennt skáldsögur hans lengi en er nú útfærð á róttækari hátt en áður. Auk minnisins og náskyldrar fáfræðinnar, saknaðarins og heim- þrárinnar er tíminn mikilvægt þema í bókinni og spurningin um endurtekninguna, möguleika henn- ar eða ómöguleika. I henni er svo óvæntur útúrdúr um Jónas Hall- grímsson og danska slátrarann sem jarðaður var í stað hans á Þingvöllum. Fáfræðin er þriðja bók Kundera sem rituð er í því knappa formi sem rúmast hefur ágætlega í Syrtluflokki Máls og menningar. Knappleikinn virðist henta þessum annars margorða höfundi vel en vefur þessara þriggja bóka hefur verið afar þéttur. í Fáfræðinni leikur Kundera sér með vísanir innan textans, endurtekningar og leiðarstef sem virka eins og lím á milli frásagnarinnar og ritgerða- hluta hennar. Einnig má Ijóst vera að þessar knöppu sögur eru mun aðgengilegri en hinar löngu. Kund- era er því í góðum ham í Fáfræð- inni og ætti að uppfylla allar óskir og kröfur áhangenda sinna hér á landi. Þýðing Friðriks Rafnssonar er afbragðs góð. Það er engum blöð- um um það að fletta að náið sam- starf hans við höfundinn er dýr- mætt, bæði þeim og okkur lesendum. Hins vegar eru óvenju margar innsláttarvillur í bókinni ef mið er tekið af því sem gengur og gerist í bókum Máls og menningar. Þröstur Helgason Nýjar bækur • Nýjustu fréttir er „saga fjölmiðl- unar á íslandi frá upphafi til vorra daga“ eftir Guð- jón Friðriksson. Bókin er afmæl- isrit Blaða- mannafélags Is- lands í tengsium við 100 ára af- mæli félagsins 1997. í formála út- gáfunefndar seg- ir meðal annars: „Markmið þessarar viðamiklu út- gáfu er fyrst og fremst að halda til haga fróðleik og vitneskju um það mikilsverða starf, sem blaðamenn og annað fjölmiðlafólk hefur unnið í ís- lensku þjóðlífi og ekki síður hlutverk og stöðu innlendra fjölmiðla í sam- félaginu hverju sinni. Hér er rakin saga blaða- og frétta- mennsku á Islandi allt frá útgáfu fyrsta íslenska tímaritsins árið 1773 fram til síðustu hræringa og tækni- byltinga í samfélagi nútímafjölmiðl- unar. Efniskaflar ritverksins eru á sjötta tug talsins, hátt í eitt þúsund myndir og heimildarskrá er upp á nær 1.500 tölusetta liði.“ í útgáfunefndinni sátu; Björn Vignir Sigurpálsson, Lúðvík Geirs- son, Sigurjón Jóluinnsson, Þorbjörn Guðmundsson, Kári Jónasson, Sig- urður Hreiðar og Vilborg Harðar- dóttir. Bókin er 340 blaðsíður í stóru broti. Iðunn gefur út. • Lífs míns sól er titill ljóðabókar sem Björn Guðni Guðjónsson hef- ur gefið út. í bókinni eru nær 50 ljóð og kvæði, öll ort á síðustu Guðjón Friðriksson Listamaðurinn Joyce BÆKUR Þjdd skáldsaga ÆSKUMYND LISTA- MANNSIN S eftir James Joyce. Sigurður A. Magnússon íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík 2000. 240 bls. ÆSKUMYND hstamannsins sem fyrst kom út árið 1916 var þriðja skáldverk James Joyce og hans fyrsta skáldsaga. Áður hafði hann sent frá sér ljóðabók og smásagna- safnið I Dyflinni. Sú síðamefnda kom út á íslensku árið 1982 í þýðingu Sig- urðar A Magnússonar sem síðar réðst í það mikla verkefni að þýða Odysseif, frægasta og mesta verk Joyce. Vai- þar frækið afrek unnið því þýðingin er afburðagóð. Sigurður heldur nú áfram og sendir frá sér fyrmefnda skáldsögu, Æskumynd listamannsins, og er þar með langt kominn með að þýða höfundarverk stórskáldsins írska í heild sinni. Hér er á ferðinni persónulegasta verk Joyee, bók sem byggist að vem- legu leyti á sjálfsævisögulegum þátt- um og persónulegri reynslu höfundar sem hann þó umbreytir og færir í skáldlegan búning með söguhetjunni Stephen Dedalus, en meginviðfangs- efni skáldsögunnai’ er vitsmunalegur og listrænn þroski hans. Lesandi fylg- ist með lífi Stephens frá barnæsku þar til hann verður ungur maður, og þess má geta að Joyce heldur sögu Stephens áfram í Ódysseifi, en þar leikur hann annað aðalhlutverkið ásamt Leopold nokkmm Bloom. Ef hægt er að tala um gmndvall- artogstreitu í verkinu þá er það milli tilfinningalífs Stephens, hans innri vemleika, og ytri aðstæðna. Stephen þráir frelsi til að „móta í smiðju eigin sálar óskapaða samvisku kynstofns- ins“, eins og hann orðar það sjálfrn- undir lokin, en til þess þarf hann að gera uppreisn gegn ríkjandi gildum æskuára sinna, sem einkennast einna helst af blindri þjóðemisást og strangkaþólskum kreddum. Bókin hefst á fyrstu minningum Stephens sem endursagðar em á hálfgerðu barnamáli, sem einnig era tærasta birtingarmynd impressjónískra stíl- bragða sögunnar, og henni lýkur þeg- ar hann tuttugu og tveggja ára gamall er um það bil að leggja land undir fót og yfirgefa ættjörðina. Reyndar má staðsetja frásagnar- aðferð bókarinnar mitt á milli ofur- raunsæis I Dyflinni og þeirrar ná- lægðar við hugarheim persónanna sem einkennir síðar Ódysseif. Þannig gætir í Æskumýnd listmannsins vísis að þeirri frásagnaraðferð sem Joyce gerði fræga og kennd er við vitund- arflæði. Þar er átt við þá sérstöku stíl- tveimur árum. Að sögn höf- undar kviknaði áhugi hans snemma á vísna- gerð og voru bræður hans og frændur snjallir hagyrðingar. Sjálfur lét hann þó af allri vísna- gerð þegar kom fram á fullorðinsár en tók aftur upp þráðinn fyrir tveimur árum og afraksturinn gefur að líta í Lífs míns sól. Útgefandi er Björn Guðni Guð- jónsson, umbrot annaðist Björk Guðmundsdóttir, forsíðumynd gerði Elín Anna Þórisdóttir og prentun for fram í Svansprenti. Bókin er 59 bls. tækni þar sem leitast er við að birta hugsun og skynjun sögupersónunnar sem flæði sem ekki er miðlað af „ut- anaðkomandi sögumanni". En þótt Joeye beiti ekki beinlínis þessari frá- sagnaraðferð í Æskumynd lista- mannsins er um að ræða þriðju per- sónu frásögn sem á stundum fer mjög nálægt vitund söguhetjunnar og skapar höfundur með því frásagnar- máta sem dregur lesandann inn í at- burðarásina og upp að persónum verksins. Bókinni er skipt í fimm hluta sem hver greinir frá ólíkum atburðum í lífi Stephens og nær sínu dramatíska há- marki í lokin. I þeim fyrsta fylgjumst við með því þegar Stephen hefur skólagöngu og því hvemig hann verð- ur fyrir aðkasti skólafélaga sinna vegna þess að nafn hans hljómar annkannanlega í eyram þeirra. Sér- staklega eftirnafnið en það er að sjálf- sögðu vísun Joyce til þúsundþjala- smiðsins Dedalosar í grísku goð- sögunum. Hið fyrra vísar til kristna píslarvottsins heilags Stefáns. Er þetta reyndar lýsandi fyrir frásagn- araðferð Joyce sem er lærð og skír- skotar vítt og breitt í menningarsög- una. En inn í þessa frásögn af skólagöngu Stephens fléttast pólitísk umræða bókarinnar, en sögutíminn em miklii- umbrotatímar í frskum stjómmálum. Sjálfstæðissinninn Charles Stewart Pamell lést 6. októ- ber 1891, og er það á táknrænan hátt fyrsta dagsetningin sem Stephen minnist í bókinni. Nærvera Pamells er mjög áberandi í fyrri hlutanum og segja má að pólitísk deilumál sögunn- ar kjamist í rifrildi um Pamell sem faðir hans á við Dante Riordan, frænku Stephens, þegai' hann fer heim til sín úr skólanum í jólafrí. Fað- irinn heldur því fram að Pamell sé í raun að frelsa írland og losa það und- an oki prestanna, en Dante telur að málum sé öfugt farið. Rifrildið hefur mildl áhrif á Stephen og þegar fram líða stundir þarf hann sjálfur að taka afstöðu til þessa deilumáls sem allt að því klauf þjóðina í tvennt, og sem reyndar þjakar hann enn þegar við hittum hann á ný í Ódysseifi. Þegar lengra er komið inn í söguna víkur þó pólitískur bakgrannurinn fyrir trúarlegum vangaveltum sem haldast í hendur við kynferðislega vakningu sögupersónunnar. Þar á milli eiga sér stað mestu átök sögunn- ar, syndahugtakið vegur þungt og Stephen fyllist iðran eftir samvera- stundir sínar með vændiskonum. Hann ákveður að gera yfirbót og tog- streita líkama og anda er meginefni þriðja hluta bókarinnar. Hann íhugar að ganga veg kirkjunnar en lista- mannsdraumamir verða ofan á og hann tekur að móta skáldskaparfræði sín. Þessi skáldskaparfræði hafa reyndar eignast sjálfstætt líf utan skáldsögunnar og allt að því orðið að viðteknum hugmyndum um fagur- fræði módemismans. En seinni hluti bókarinnar, sem er mun erfiðari yf- irferðar en sá fyrri, greinir sem sagt frá vitsmunalegri vöknun Stephens og vaxandi þörf hans til að skilja sig frá umhverfi sínu og aðstæðum. Æskumynd listamannsins er þroskasaga og ásamt Raunum Werthers unga eftir Goethe og Gjöf- inni eftir Nabokov er óhætt að telja hana með mestu bókum sinnar teg- undar. Það er reyndar engum ofsög- um sagt að orðspor Joyce í nútfrna- bókmenntum er allt að því yfirþyrmandi, og þótt hann sé sann- arlega fjöregg bókmenntarannsókna í háskólasamfélaginu væri það sorg- legt ef almennir lesendur létu það vaxa sér í augum því hér er á ferðinni listaverk sem erindi á til allra sem unna góðum bókmenntum. Sigurðui- hefur áunnið sér fágætan skilning á höfundinum og þýðingin ber þess öll merki að hér er vanur maður í Joyce á ferð. í rauninni er ekkert meira um það að segja annað en að óska Sigurði til hamingju og varpa fram spuming- unni um hvort hann sé nú reiðubúinn að takast á við síðasta verk Joyce, og hugsanlega erfiðasta þýðingarverk- efni sem fyrirfinnst í bókmenntasögu aldarinnar, Finnegan’s Wake. Björn Þór Vilhjálmsson Tilvalin jolagjof 1.995 kr. Moulinex gufustraujárn 1400 W, álbotn Gufuþrýstingur 15g/min HUSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Er myndlist betri fjárfesting en verðbréf? 3 Rauðarárstíg 14-16 -a: nrr sími 551 0400 s: li og Kringlunni sími 546 0400 —1 www.myndlist.is 1 AKT 6ALLEIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.