Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐA TRÉ HENTAR BEST?
HEILDARSALA á lifandi jólatrjám á íslandi er um
40.000 tré á ári hverju. Margir hverjir velja sömu
trjátegundina ár frá ári, en aðrir eru óhræddari við
að prófa sig áfram við hvað hentar þeirra heimilis-
haldi best en úrval jólatrjáa er nú orðið nokkuð mikið.
Óhætt er að mæla með því að velja íslensk tré, því að sögn Jóns
Geirs Péturssons, skógræktarfræðings hjá Skógræktarfélagi Is-
lands eru gróðursett 40 ný tré fyrir hvert eitt sem höggvið er.
Vinsælasta tréð, normannsþinur, er þó ekki ræktanlegt á Is-
landi, en að sögn Jóns Geirs eru bundnar miklar vonir við ræktun
annars afbrigðis, fjallaþins, sem væntanlega mun smám saman
taka við af normannsþininum.
Hann segir sífellt vinsælla hjá fjölskyldum að fara saman út í
skóg og velja sitt eigið jólatré og höggva síðan, en fjölmargir
Fjögur vinsælustu jólatré
landsmanna eru normanns-
þinur, rauðgreni, stafafura og
blágreni en hver tegund hefur
sín sérkenni.
staðir skógræktarfélaga á landinu bjóða fólki nú upp á að
sækja sitt eigið tré á afmörku svæði í skóginum. Auk þess
sem þessi háttur gleður eflaust alla aldurshópa, er nýhöggvið
tré jafnframt enn líklegra til að halda barri sínu lengur en
þau sem geymd hafa verið um hríð. Að sögn Jóns Geirs gilda í
raun sömu umgengnisreglur fyrir öll jólatré. Þótt þinurinn
missi ekki barrið gránar hann og slappast ef ekki er hugsað vel
um hann. Einna helst er í lagi að láta furuna þorna, en hún
missir vart barr.
Tréð er best að geyma utanhúss þar til það er sett upp inni í
stofu. Þegar það er gert skal saga vænan stubb neðan af því en
það losar um kvoðutappa sem myndast í sárinu. Trénu skal síð-
an koma fyrir í stöðugum jólatrésfæti sem tekur vel af vatni.
Ekki er verra að stinga nýafsöguðum endanum augnablik í
sjóðandi vatn en því sem næst sama gagn gerir að fylla fótinn í
fyrsta sinn með sjóðandi vatni. Síðan er afar mikilvægt að
tryggja að tréð standi í vatni yfir alla hátíðina og nái aldrei að
þorna.
Normanns-
þinur
Normannsþinur er vinsælasta jólatréð í
Evrópu og framleióa Danir mest af hon-
um af öllum Evrópubúum. Þaó vex þó
ekki á íslandi og er því eingöngu flutt
inn. Þintegundir eru afar heppilegar til
aó nota sem jólatré vegna þess hve
barrheldnar þær eru og eins eru nálar
þeirra mjúkar viókomu.
Tréó hefur fallegan dökkgrænan lit
en helstu ókostir þess eru aó enginn
ilmur er af því og þaó er afskaplega
óumhverfisvænt því nota þarf gríó-
arlega mikió af eiturefnum í fram-
leióslu þess, svo sem illgresis- og skor-
dýraeitur. Ennfremur hafa skógræktar-
fræöingar töluverðar áhyggjur af
innflutningi trjáa því þau geta flutt með
sér ýmsa trjásjúkdóma til landsins.
Hér á landi hefur noröur-amerísk þin-
tegund sem nefnist fjallaþinur verió
ræktuð með þokkalegum árangri. Hann
er heppilegur sem jólatré því hann fellir
Morgunblaóió/Kristinn
ekki barrió, ilmar vel og hefur mjög oft
jafna og þétta krónu. Bundnar eru von-
ir vió aó hægt verói aö rækta hann sem
jólatré hér í stórum stíl og aó hann geti
smám saman tekið viö af normannsþin-
inum.
Stafafura
Stafafuran er þriðja algengasta
jólatréö hér á landi og er næst-
mest hóggvið. Hún er trjátegund
sem hefur ýmsa kosti sem jólatré
enda hefur hún fallegan dökk-
grænan lit og ilmar best allra
trjáa. Stafafura fellir jafnframt
ekki barrið þegar hún þornar og
heldur jafnvel fagurgrænum lit sín-
um. Hún hefur á sér náttúrulega
köngla svo oft þarf ekki mikið
annað skraut en Ijós á hana.
Ef fólk vfll jólatré sem fellir ekki
barrið en vill jafnframt styrkja ís-
lenska skógrækt ætti það því að
kaupa furu.
Hún átti lengi vef undir högg að
sækja sem jólatré vegna þess að
hún er með grófari greinar og
lengri nálar en hin dæmigerðu
grenijólatré. Hún hefur þó unnið
jafnt og þétt á og virðist hafa náð
að tryggja sig í sessi sem jólatré í
stofum landsmanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Kristinn
Blágreni
Blágreni hefur verið nýtt
sem jólatré í litlum mæli til
þessa en farið hefur verið
að planta því markvisst til
jólatrjáræktunar að und-
anförnu enda þykir það
henda afskaplega vel til
þessara nota. Það hefur af-
skaplega faliega krónu og
fagurlega dimmbláan lit og
hefur ósjaldan verið nefnt
hið eina sanna Disney-
jólatré. Það hefur fallega,
þétta barráferð og barrið er
ennfremur mjúkt og stingur
því ekki að sama skapi og
barr rauðgrenisins. Með
réttri meðferð er það vei í
meðaliagi barrheldið og
ilmar jafnframt sérstaklega
vel.
Hcimild: Jdn Geir Pdtursson, Skógræktarritið 1993.
Rauðgreni
Rauógrenió er algengasta íslenska
jólatréö. Þaó er í huga margra hió
eina sanna jólatré, er fíngert og ilm-
andi og hefur hina dæmigeróu jóla-
trjáalögun.
Okostir þess eru þó aö þaö er ekki
sérlega barrheldió og þornar fljótt ef
ekki hugsaó er um aó vökva þaó
reglulega.
Hafa ber í huga aó rauógreni þaó
er kaupa má nú á dögum getur meó
góóri meóferó haldió barri sínu tölu-
vert betur en þau tré sem algengust
voru á heimilum fólks fyrir um fimm-
tán árum. Þá voru trén flutt inn frá
Danmörku og aó öllum líkindum
höggvin í október og flutt í gámum til
landsins. Rauðgreni nú á dögum er
hins vegar í langflestum tilfellum ís-
lenskt og tiltölulega nýhöggvió og
heldur því barri sínu mun betur.
Sag'a j ólatrésins
Það er fátt sem okkur
íslendingum finnst jafn
mikilvægur þáttur í jóla-
haldinu og sjálft jóla-
tréð. Við skreytum það,
röðum undir það pökk-
um, dönsum í kringum
það og dáumst einfaldlega að fegurð
þess. Um allan hinn kristna heim eru
svipaðir siðir haldnir. En hvar á jóla-
tréð uppruna sinn? Uppruna jólatrés-
ins má rekja til miðalda, nánar tiltekið
til Strassborgar, sem í dag liggur á
landamærum Frakklands og Þýska-
lands. A hverju Þorláksmessukvöldi
var sett upp leikrit fyrir framan dóm-
kirkju borgarinnar sem fjallaði um
það þegar mannkynið var rekið úr
Paradís eftir að Adam beit í sann-
leikseplið. Stóðu borgarbúar stöðugt
frammi íyrir því vandamáli að ekkert
ávaxtatré stóð í blóma á svæðinu í
kringum jólahátíðina og ekki var
hægt að notast við þau ber íyrir þetta
mikilvægasta leikrit ársins. Leystu
þeir vandamálið með því
að notast við hið sígræna
grenitré sem með tíman-
um blómstraði í hlut-
verki sínu og varð í raun
táknrænt fyrir jólahald-
ið. Um miðja 16. öld var
sala á grenitrjám orðin ábatasöm í
borginni íyrir jólin og ski-eytti fólk
þau með eplum og fleira skrauti, s.s.
pappírsrósum, smákökum og oblát-
um. Sumarið 1850 voru hins vegar
miklir þurrkar á svæðinu og því voru
epli einungis til af skornum skammti.
Þá fengu handverksmenn sem stund-
uðu glerblástur þá snilldarhugmynd
að skreyta trén með lituðum glerkúl-
um í stað epla og síðar bættust ljósa-
skreytingar við. Þótt löngu sé hætt að
sýna paradísarleikritið í Strassborg
hefur jólatréð breiðst út um allan
heim og á það er litið sem tákn um líf-
ið sjálft á eifiðum vetrartímum. Ekki
síst vegna þessa nefna borgarbúar
Strassborg höfuðborg jólanna.
Uppruna jólatrés-
ins má rekja til mið-
alda, segir Þorseinn
B. Björnsson.