Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Nýir tímar renna upp á sviði rannsókna á geðsjúkdómum
en hefðbundnar aðferðir við að finna
meðferð."
Gen og umhverfísþættir
Rannsóknir hafa leitt í ljós að gen,
eða arfberar, ásamt umhverfisþátt-
um, gegna mikilvægu hlutverki í
geðsjúkdómum. I nýrri rannsókn
kom í ljós að tvíburar, sem hafa sams
konar arfbera, voru mun líklegri til
að hafa sömu geðsjúkdómana en fólk
almennt, og benda þessar niðurstöð-
ur til þess að gen kunni að skera úr
um hversu viðkvæmur tiltekinn ein-
staklingur er fyrir geðsjúkdómum.
Með því að þróa lyf er beinast að
genunum sem eru forsendur þessara
sjúkdóma er Psychiatric Genomics
að seilast inn á markað sem kann að
vera gífurlega stór. Samkvæmt
könnun Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) eru geðsjúk-
dómar fjórar af tíu helstu orsökum
fötlunar meðal fólks eldra en fimm
ára. Og þunglyndi er talið vera
helsta orsök fötlunar í Bandaríkjun-
um og öðrum þróuðum löndum.
Umfangsmiklar rannsóknir
Stefna Psychiatric Genomics er að
bera fyrst kennsl á genin og það líf-
ræna ferli sem um er að ræða í geð-
sjúkdómum með því að bera saman
gen í heilbrigðum heilavef og gen í
sýktum heilavef, eins og til dæmis í
þunglyndissjúklingi. Þá verður leit-
að vísbendinga með því að með-
höndla heilafrumur á rannsóknar-
stofu með þekktum geðlyfjum á borð
við Prozac til að sjá hvaða áhrif þau
hafa á arfberana.
Þá verða tölvuforrit notuð til að
kanna gagnabanka þar sem þessi
gen er og finna þau sem um er að
ræða í ýmsum geðsjúkdómum. Þeg-
ar starfsmenn fyrirtækisins hafa
fundið þau gen sem tengjast tiltekn-
um sjúkdómi verða þúsundir efna-
sambanda prófuð á heilafrumum á
rannsóknarstofu til að finna hvaða
efni megi nota við meðferð.
Þegar fundist hafa efnasambönd
er lofa góðu og kynnu að nýtast sem
lyf, mun fyrirtækið að öllum líkind-
um ganga til samstarfs við lyfjafyr-
irtæki sem aðstoða við að gera dýrar
og tímafrekar rannsóknir á mönn-
um, sem nauðsynlegt er að gera til
að fá opinbert leyfi, að sögn Palfrey-
mans.
En það verður ekki auðvelt að
uppgötva genarætur geðsjúkdóma.
Ólíkt sjúkdómum á borð við sigð-
kornablóðleysi, þar sem um er að
ræða eitt vanskapað gen, er um að
ræða fjölda gena í tilfellum flestra
geðsjúkdóma. „Geðsjúkdómar eru
miklu flóknari," sagði Palfreyman.
„Það er ekki ein tiltekin breyting í
einu geni sem veldur vandanum."
Associated Press
Ný tækni og nýjar aðferðir skapa nýjan þekkingargrunn.
slóð líftæknifyrirtækja þar sem
reynt er að nota nákvæma þekkingu
á genum mannsins til að greina or-
sakir alls konar sjúkdóma, frá Alz-
heimers til giktar.
Psychiatric Genomics er hugmynd
Alans Waltons, stjórnarformanns
Oxford Bioscience Partners, sem er
áhættufjármögnunarfyrirtæki sem
fjárfestir í líftækiíyrirtækjum er ein-
beita sér að erfðafræði (genomics).
,Á undanfömum hundrað árum
hafa allar meðferðir uppgötvast fyrir
tilviljun, vegna samblands af heppni
og innsæi, en ekki hefur verið um að
ræða skilning á sjúkdómnum sjálf-
um,“ segir Walton, sem er lærður
efnafræðingur en hefur snúið sér að
áhættufjármögnun og tók þátt í að
stofna sum af þeim líftæknifyrir-
tækjum í Maryland, er náð hafa
mestum árangri, þ.á m. Human
Genomics Sciences Inc. og Gene
Logic Inc. „Með kortlagningu gena-
mengisins höfum við komist í þá
stöðu að geta á rökrænan og kerf-
isbundinn hátt skilgreint virkni
þessara sjúkdóma.“
Ráðist gegn
einkennunum
Michael Palfreyman, forstjóri og
framkvæmdastjóri Psychiatric
Genomics, segir að flest geðlyf á
markaðnum ráðist ekki gegn meg-
inorsök sjúkdómanna heldur virki á
þann hátt að draga úr einkennunum.
Til dæmis, segir hann, skilja vísinda-
menn ekki til fullnustu hvernig vin-
sæl lyf á borð við þunglyndislyfið
Prozac virka í raun og veru.
„Það sem ekki er fyllilega ljóst, er
hvaða breytingar verða í efnabúskap
heilans og útskýra hvers vegna sjúk-
lingnum batnar," sagði Palfreyman.
„Með erfðafræði er hægt að leita
uppi og skilja raunverulegar orsakir
sjúkdómsins. Þetta er allt öðru vísi
N ýtt fyrirtæki leitar
genalækningaleiða
Fyrr á tíð leiddu tilvilj-
anir og snjallar tilgátur
einkum til þess að ný
geðlyf litu dagsins ljós.
Nú þegar genamengi
mannsins hefur verið
kortlagt er leitin hafín
að raunverulegum or-
sökum geðsjúkdóma.
The Washington Post.
FYRIR hálfri öld tók starfsfólk á
berkladeild á sjúkrahúsi eftir því að
mikil breyting varð á geðslagi sjúkl-
inga sem fengu berklalyf, og leiddi
þessi tiMljun til framleiðslu fyrsta
þunglyndislyfsins.
A þessari öld hafa flest lyf, sem
notuð eru til að meðhöndla geðsjúk-
dóma, uppgötvast fyrir tiMljanir
sem þessa. Snjallar getgátur urðu til
þess að vísindamenn prófuðu lyf,
sem nota átti gegn öðrum sjúkdóm-
um, á sjúklingum með ýmsa geð-
ræna kvilla.
Ekki lengur
treyst á lukkuna
En á þeim nýju tímum sem hófust
fyrr á þessu ári, þegar vísindamenn
luku við að kortleggja genamengi
mannsins, reiða líftæknifyrirtæki sig
ekki á svona slembilukkuuppgötvan-
ir. Psychiatric Genomics Inc. heitir
ungt fyrirtæki í Gaithersburg í
Maiylandríki í Bandaríkjunum er
leitar fanga í genamenginu til að
finna genabundinn grundvöll geð-
sjúkdóma, og eru notaðar öflugar
tölvur til að bera kennsl á þau gen er
gegna lykilhlutverki í þunglyndi,
einhverfu, geðklofa og öðrum kvill-
um, og er vonast til að hægt verði að
þróa ný lyf við þeim.
Fyrirtækið í Maryland er eitt af
þeim fyrstu sem stofnuð eru til að
uppgötva genabyggð lyf við geðsjúk-
dómum, en það tilheyrir nýrri kyn-
Breskir sálfræðingar rannsaka
áhrif aldurs á hugarstarfsemina
Andleg hnignun
hefst um fertugt
ÞVÍ er stundum haldið fram að líf-
ið byrji um fertugt. Nú hafa vís-
indamenn uppgötvað að það er
fleira sem hefst þegar þeim aldri
er náð. Andleg hnignun tekur þá
fyrst að gera vart við sig.
Rannsóknir breskra sálfræðinga
gefa til kynna að jafnvel hinir allra
skörpustu taki að gefa eftir and-
lega þegar þeir hafa náð 45 ára
aldri. Og eftir það tekur ekki betra
við; hnignunin er óhjákvæmileg
frá ári til árs.
Viðbragðsflýtir mældur
Þessar upplýsingar koma fram í
rannsókn sem hópur sálfræðinga
er starfa við fyrirtæki er nefnist
„Cognitive Drug Research Ltd.“
og er í Reading á Englandi unnu
að með þátttöku 2.282 heilbrigðra
sjálfboðaliða á aldrinum 18 til 87
ára.
í rannsókninni voru gerðar til-
raunir sem reyndu m.a. á hversu
greiðlega mönnum gekk að koma
fyrir sig nöfnum og andlitum auk
þess sem viðbragðsflýtir við ýmsar
aðstæður var mældur, einbeiting
var könnuð sem og hæfni til að
taka ákvarðanir.
Minni einbeiting,
aukin gleymska
Keith Wesnes, sem stjórnaði
rannsókninni, sagði í samtali við
fréttaþjónustu breska ríkis-
útvarpsins BBC: „Þegar menn
hafa náð miðjum aldri getur
snerpa þeirra hvað varðar tiltekna
andlega starfsemi hafa minnkað
um 15-20% miðað við þegar þeir
hinur sömu voru á þrítugsaldri.
Einbeitingin er ekki hin sama og
áður og menn geta síður einbeitt
sér eða leitt hjá sér truflun en áð-
ur. Viðkomandi fer að sýna örlítil
merki um gleymsku og þannig
kann að detta öldungis úr honum
hvers vegna hann fór inn í ákveðið
herbergi eða hvað einhver heitir.
Menn eru lengur að því að „kalla
Associated Press
Reynslan bætir að nokkru upp minni andlega snerpu.
upp í hugann“ upplýsingar en áður
var.“
Rannsóknin gefur til kynna að
fram undir 45 ára aldur helst and-
leg starfsemi manna að mestu
óbreytt. En þegar þessum aldri er
náð tekur hugsunin að hægja á sér
og sýnist það ferli halda jöfnum
hraða allt þar til viðkomandi verða
gamalmenni.
Ekki er vitað hvers vegna hæg-
ist á heilastarfseminni eftir að til-
teknum aldri er náð. Ein kenn-
ingin er sú að geta frumna í
heilanum til „boðskipta" minnki,
væntanlega sökum breyttra efna-
ferla. Þetta kann svo aftur að hafa
í för með sér að heilafrumur
hrörni sökum þess að þær skorti
áreiti.
„Gamlir hundar"
Dr. James Semple, sérfræðingur
í efnaskiptum heilans sem starfar
við Addenbroke-sjúkrahúsið í
Cambridge, segir að miðaldra fólk
og eldra bæti sér upp andlega
hnignun með því að treysta á
reynsluna. „Gamlir hundar kunna
ráðin og styðjast við þekkt ferli
sökum þess að reynslan er að
störfum í kerfi þeirra. Þeir eru
kannski lengur að því að melta
upplýsingar en þeir kunna að
stytta sér leið.“
TENGIAR
Cognitive Drug Research Ltd:
www.cdr.org.uk