Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 35
34 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 35
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BLÓMSTRANDI BÓKAÚTGÁFA
BÓKAÚTGÁFA hefur aukist
jafnt og þétt hér á landi síð-
astliðin ár. Allt bendir til
þess að þetta ár hafi hún náð há-
marki en endanlegar tölur eru ekki
tiltækar. Að minnsta kosti er hin
svokallaða jólabókaútgáfa meiri en
hefur verið.
Aukningin er mest í barnabókum
og einnig heldur útgáfa fræðirita
áfram að aukast. Væntanlega bend-
ir aukin útgáfa barnabóka til meiri
áhuga og lesturs. Oftlega hefur
verið sýnt fram á hversu mikilvæg-
ur lestur er fyrir málþroska barna.
Ljóst má vera að kynni barna af
bókum hafa einnig áhrif á getu
þeirra til þess að tileinka sér efni
námsbóka síðar meir. I þessu sam-
hengi hefur verið lögð áhersla á að
byrja snemma að lesa fyrir börn og
halda því áfram þótt barnið sé sjálft
farið að geta lesið, með því er áhug-
anum haldið vakandi.
Aukning í fræðibókaútgáfu end-
urspeglar hækkað menntunarstig
þjóðarinnar og breytingar í fræða-
samfélaginu. Fólki með framhalds-
menntun hefur fjölgað mikið und-
anfarinn áratug og hefur það hleypt
miklum krafti í íslenskt fræðasam-
félag, sem hefur skilað sér í aukinni
rannsóknarstarfsemi, bæði innan
og utan hinna hefðbundnu háskóla-
stofnana. Samhliða þessu hefur
orðið sú breyting að fræðin skila
sér betur til almennings en áður
þegar fræðirit voru einkum gefin út
á vegum háskólastofnana og oftast
einungis ætluð öðrum fræðimönn-
um til lestrar. Stafar þetta bæði af
breyttu viðhorfi fræðimanna, sem
telja nú mikilvægt að taka þátt í al-
mennri umræðu, og því að
tækniþróun hefur gert útgáfu viða-
mikilla rita með myndum, gröfum,
skrám og öðru ódýrari.
Allt eru þetta verulega ánægju-
legar fréttir úr bókaheiminum. En
þó birtist kannski ánægjulegasta
fréttin í bókalista Morgunblaðsins,
Félags íslenskra bókaútgefenda og
Félags bóka- og ritfangaverslana,
sem sjá mátti í blaðinu í gær. Þar
má sjá svart á hvítu þá þróun sem
hefur átt sér stað undanfarin ár í
bókakaupum landsmanna. Fyrr á
þessum áratug, sem er að líða, voru
erlendar spennusögur og svokall-
aðar æviminningar og viðtalsbækur
nær undantekningarlaust efstar á
sölulistum. Nú er engin slík rit að
finna á meðal söluhæstu bóka. Efst
á lista tróna nú íslensk skáldverk,
íslensk sagnfræðirit og vönduð er-
lend skáldverk. Vonandi bendir
þetta til raunverulegrar breytingar
á menningaráhuga landsmanna.
GEGN ÁFENGISNEYZLU
IMORGUNBLAÐINU í gær var
skýrt frá því, að unglingalands-
liðið í handbolta og fleira ungt fólk
hefði unnið að dreifingu á póst-
kortum með ábendingum til for-
eldra og annarra, þar sem þessir
aðilar eru hvattir til að berjast
gegn áfengisneyzlu unglinga á
framhaldsskólaaldri.
Á blaðamannafundi, sem efnt var
til af þessu tilefni, kom fram, að
talsvert hefði dregið úr ölvunar-
drykkju unglinga í efstu bekkjum
grunnskóla. Hins vegar væru vís-
bendingar um að þegar unglingar
komast á framhaldsskólaaldurinn
aukist áfengisneyzla þeirra veru-
lega. Ómar Órn Ólafsson, ármaður
skólafélags Menntaskólans við
Sund sagði af þessu tilefni: „Það er
geysilega mikil áfengisnotkun hjá
aldurshópnum frá 16 til 20 ára. Hún
virðist hefjast um leið og unglingar
koma í framhaldsskólana og þar
virðist vera mikill félagslegur
þrýstingur.“
Það er ánægjulegt að ungt fólk
skuli standa að framtaki sem þessu.
Áfengisneyzla er böl. Ungt fólk hef-
ur áfengisdrykkju á unglingsárum
og telur að engin hætta sé á ferð-
um. Áratug seinna hefur einhver úr
þeim hópi að öllum líkindum orðið
áfenginu að bráð. Það er ótrúlegt
hvað það getur gerzt á skömmum
tíma, að unglingadrykkja breytist í
ofdrykkju á ungum aldri með öllu
því böli, sem af því hlýst, ekki bara
fyrir þann, sem drekkur heldur alla
hans nánustu.
Dæmin um þetta blasa við hvert
sem litið er. Þær fjölskyldur eru
ekki margar á íslandi, sem ekki
hafa orðið fyrir þeirri raun á einn
eða annan veg, að áfengi hefur ver-
ið drukkið í óhófi af einhverjum
fjölskyldumeðlim.
Þess vegna er ástæða til að fagna
framtaki allra þeirra, sem taka
höndum saman um að berjast gegn
áfengisneyzlu. I eina tíð voru sam-
tök bindindismanna þar fremst í
flokki. Þau fylgdust ekki með tím-
anum, þegar leið á öldina, og lög-
uðu baráttuaðferðir sínar ekki
nægilega fljótt að breyttum að-
stæðum. Nú eru vísbendingar um
að bindindishreyfingin ætli að taka
upp nýjar starfsaðferðir á nýrri
öld. Það er vel, því að fyrir hundrað
árum voru góðtemplarar einhver
öflugasta félagsmálahreyfing á
landinu.
Nýjar kynslóðir hafa lagt tölu-
verða áherzlu á að taka upp nýja
umgengnishætti með áfengi og er
ekki ástæða til að gera lítið úr því.
Það er alls ekki fráleitt að það sé
hægt að kenna Islendingum að um-
gangast áfengi á annan veg en hér
hefur því miður tíðkazt og erum við
ekki eina þjóðin á norðurslóðum,
sem hefur átt við þann vanda að
etja.
Loks er ástæða til að minna á það
um þessa helgi, að áfengi og jóla-
hald fara ekki saman. Og foreldrar
mættu gjarnan minnast þess, að
óhófleg áfengisdrykkja, ekki sízt
um jól, getur haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir sálarlíf ungra
barna.
„Bamabörnin hjálpa til við að skreyta tréð,“ sögðu Sigurður Már
Gestsson og Anna Karelsdóttir.
Vinimir Guðmundur Sigurjónsson, Njáll Vikar og Jónmundur Ingólfsson gátu vel hugsað sér mjúka
jólapakka í ár. Til dæmis fannst þeim baðsloppur alveg koma tU greina.
J ÓL AUNDIRBÚNIN GURINN
stendur nú sem hæst enda ekki
nema dagur til jóla. FuUorðna fólk-
ið er á þönum við jólainnkaupin og
finnst hver mínúta þjóta hjá á ógn-
arhraða og allt of fáir klukkutímar
í þessum síðasta sólarhring fyrir
hátíðimar til að sinna því sem
sinna þarf. Hjá bömunum er þessu
ólíkt farið. Tíminn líður ekki neitt
og virðist næstum því fara aftur á
bak.
En það var líf í tuskunum í sölum
Verzlunarfélags Reykjavíkur þar
sem krakkar á öllum aldri sátu ein-
beittir við risastórt fundarborð og
litu vart upp þegar blaðamann bar
að garði. Fundarhöldin vora þó
ekki stíf þar sem krakkaskarinn
var að föndra jólaskraut, klippa út
bústna snjókarla úr filtefnum, lima
og Iita og skreyta piparkökur í öll-
um regnbogans litum.
„Við ákváðum að bjóða félags-
mönnum okkar upp á þessa ný-
breytni að böm þeirra gætu komið
hingað og föndrað og leikið sér
þessa sfðustu daga fyrir jól sem
em einmitt svo annasamir hjá for-
eldrunum," sagði Alda Sigurð-
ardóttir, fræðslustjóri VR, sem
hefur haft umsjón með krökkunum
undanfama daga. En hvað skyldi
vera efst á óskalista fóndursnill-
inganna? Unnur Björk, lítil fimm
ára snót, var fyrst til að svara: „Ég
veit alveg hvað mig langar í,“
sagði Unnur en fékk tilhlökk-
unarglampa í augun þegar hún
sagði að hann Einar frændi hennar
myndi ömgglega gefa henni Baby
Born-dúkku, „en hann gaf mér líka
einu sinni labbidúkku sem heitir
María.“ Eldri krökkunum leist
ekkert á dúkkur en Iangaði mikil
býsn í geisladiska, fjarstýrða bíla
en alls ekki bækur! „Nei ekki bæk-
ur, égþoli ekki bækur," sagði Frí-
mann Valdimarsson, 12 ára. Frí-
mann var ekki alveg viss hvað
hann langaði þá helst að fá en við-
urkenndi að vera svolítið spenntur
fyrir kassanum sem mamma hans
og pabbi höfðu komið fyrir undir
jólatrénu heima. „Ég er búinn að
skoða pakkann mjög vel en ég er
ekkert búinn að hrista hann.“
Eiga bágt með að bíða
Vinkonumar og jafnöldrumar
Margrét Nana og Kristrún, 11 ára,
þurftu ekki að hugsa sig tvisvar
um hvers þær óskuðu sér mest af
öllu og sögðu í kór: „Sjónvarp í
herbergið mitt,“ og listinn lengd-
ist, „eða GSM-síma eða geisla-
diska,“ sagði Margrét Nana, ,já,
mig langar lika í geisladiskinn
hennar Jóhönnu Vigdísar vinu-
konu minnar,“ tók Kristrún undir
og ljómaði. Þrátt fyrir ólíkar óskir
gátu krakkamir verið sammála
um að þau hlakkaði mikið til
jólanna og ættu pínulítið bágt með
að bíða. Samveran í föndrinu hefði
þó hjálpað til við að stytta biðina
og verið skemmtileg.
„Þetta hefur tekist mjög vel og
við vonum auðvitað að svona lagað
verði til fyrirmyndar öðmm vinnu-
stöðum," sagði Alda og tók aftur til
við að lijálpa litlum fingmm að
hnýta trefil á einn snjókarlinn enn.
Jólaverslun virðist almennt hafa
gengið mjög vel og kaupmenn eru
og þegar allt lokaði klukkan fimm
á daginn og búðimar vom stapp-
aðar þennan stutta túna. Tímamir
hafa breyst og það er krafa al-
mennings að hafa rýmri opn-
unartíma. Með breyttum opn-
unartima hefur vinnnuskipulagið
líka breyst og fólk vinnur á vöktum
- enda held ég að það detti engum í
hug lengur að bjóða starfsfólkinu
sínu upp á tíu eða tólf tíma vaktir."
Mamma fær besta pakkann
Feðgamir Róbert Róbertsson og
Þorri Hrafn spókuðu sig sallaró-
legir í Kringlunni og alræmt jóla-
stressið var víðsfjarri. „Ég er eig-
inlega búinn að öllu,“ sagði Róbert,
„enda fómm við feðgarnir óvenju
snemma í jólagjafaleiðangur í ár
og ætlum bara að hafa það rólegt
og gott á Þorláksmessunni. Ætli
við kíkjum ekki aðeins á miðbæj-
arstemmninguna og höfum það
bara svo gott saman fjölskyldan
heima.“ Spurður hvort hann myndi
gæða sér á skötu í tilefni dagsins
hikaði hann við augnablik en svar-
aði svo harðákveðinn: „Nei, ætli ég
sleppi því nú ekki algerlega.“
Næsti viðmælandi var á allt öðm
máli, Guðmundur Sigurjónsson af
Akranesi, ætlaði að fá sér skötu
„og borða vel af henni.“ Guð-
mundur var ásamt félögum sínum
þeim Njáli Vikari og Jónmundi
Ingólfssyni í jólagjafaleiðangri og
ætluðu að gefa „fáar en góðar gjaf-
ir í ár.“ Spurðir hver fengi falleg-
asta og veglegasta pakkann lá ekki
á svari frá Jónmundi, „það er hún
mamma mín - hún á það skilið."
Sjálfir áttu piltamir draum sem
litlar líkur em á að rætist, þá lang-
ar alla í Playstation leikjatölvu en
hún er uppseld á iandinu. Spurðir
hvort þeir væm ekkert orðnir of
gamlir fyrir slíkt horfðu þeir í for-
undran á blaðamann og svömðu
neitandi. „En fyrst það era litlar
likur á Ieikjatölvu langar mig mest
í baðslopp - hvítan og þykkan,"
sagði Njáll og gaf vinum sínum
samstundis hugmynd að gjöfum,
, já, það væri nú fínt að fá svartan
siIkislopp,“ sagði Guðmundur og í
einni svipan rann það upp fyrir
þeim að mjúkur pakki væri nú ekk-
ert slæm hugmynd eftir allt saman.
Iljónin Anna Karelsdóttir og
Sigurður Már Gestsson sögðu að
jólaundirbúningurinn hefði gengið
með eindæmum vel þetta árið.
„Satt að segja höfum við aldrei
byijað jafnsnemma og í ár en
kunnum því vel og eigum ömgg-
Iega eftir að gera það að hefð að
klára innkaupin snemma svo við
getum notið síðustu daganna fyrir
jól í rólegheitunum," sagði Anna.
Sigurður viðurkenndi að þau hjón-
in hefðu áður fyrr oft verið á síð-
ustu stundu á Þorláksmessukvöld
og breytingin væri til mikilla bóta.
„I dag ætlum við svo að setja upp
jólatréð og bamabörnin koma í
heimsókn og fá að skreyta allt hátt
og lágt.“ Sigurður og Anna eru
líka boðin í Qölmennt fjölskyldu-
matarboð þar sem allir gæða sér á
skötu, „eða svona næstum allir,“
segir Anna, „allra yngstu börnin
halda sig nú mest frá blessaðri
skötunni en við þessi eldri tökum
vel til matar okkar.“
Morgunblaðið/Asdís
Vinkonumar Margrét Nana og Kristrún voru einbeittar við jólaföndrið hjá V.R.
ánægðir með sinn hlut. Haukur
Þór Hauksson, formaður Samtaka
verslunarinnar, sagðist hafa heyrt
í fjölda kaupmanna og allir væm á
sama máli um að verslunin væri
með allra besta móti. „Já, þeir hafa
verið nokkuð brattir. Verslunin
hefur verið jöfn og góð og almennt
mikil og þung umferð í búðunum.“
Að sögn Hauks hefur verslunin
aukist mikið á milli ára, jafnvel
þótt jólavertíðin í fyrra hafi verið
mjög góð. „Ég hef heyrt um allt að
20% aukningu en fer samt varlega
með þá tölu, ætli þetta liggi ekki á
bilinu 5 til 10% þó að ekki sé hægt
að segja til um þetta með fullri
vissu enn þá. Þetta er mjög gott
þar sem við erum að miða við mjög
gott ár í fyrra." Ástæðu þessa taldi
Haukur einkum mega relg'a til þess
að stórlega hefði dregið úr versl-
unarleiðöngmm íslendinga til út-
landa þar sem fmynd verslunar
hérlendis hefði batnað mikið und-
anfarin tvö til þrjú ár. „Verðlag er
betra og verslanirnar em orðnar
stórglæsilegar, allt að því hátækni-
staðir. Þar stöndum við mjög fram-
arlega og við þurfum ekki að leita
til Norðurlandanna til að sjá hvað
íslenskar verslanir em samkeppn-
ishæfar, bæði hvað varðar í verði,
tísku og tæknistigi. Það er mikið
lagt í þessar verslanir enda skilar
það sér tvímælalaust í betri og
aukinni verslun.“
Spurður hvort langur af-
greiðslutími verslana ætti einnig
þátt í aukningunni sagðist Haukur
ekki telja að svo væri þar sem
verslunin dreifðist bara meira yfir
daginn. „Opnunartíminn hefur
lengst mikið og eðli málsins sam-
kvæmt fyllast búðirnar ekki eins
I nógu að snúast þegar
einn dagur er til jóla
Þorri Hrafn Róbertsson undi sér vel í fangi Róberts pabba síns.
*
282.845 einstaklingar eru búsettir á Islandi
Mesta mann-
fj ölgun frá
árinu 1991
Islendingum fjölgaði um 1,48% á þessu
ári sem er mesta fjölgun á einu ári frá
1991. Ibúum á höfuðborgarsvæðinu,
Suðurnesjum, Vesturlandi, Norðurlandi
eystra og Suðurlandi fjölgaði, en fækk-
un varð á Vestfjörðum, Norðurlandi
vestra og Austurlandi.
íSLENDINGUM fjölgaði um 4.128
á síðustu 12 mánuðum eða um
1,48%. Þetta er mesta fjölgun frá
árinu 1991. Árið 1999 fjölgaði fólki
um 1,26%. Síðustu tíu ár hefur fólki
á landinu fjölgað um 27.137 eða
10,6% og er það 1,01% að meðaltali á
ári. Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár
1. desember 2000 voru 282.845 ein-
staklingar búsettir á landinu,
141.593 karlar og 141.252 konur.
Hinn 1. desember 1999 voru íbúar á
landinu 278.717.
Endanlegar tölur um fjölda fæð-
inga, andláta og búferlaflutninga til
og frá landinu árið 2000 liggja ekki
fyrir enn. Bráðabirgðatölur benda
til þess að um 4.300 böm hafi fæðst
ffá 1. desember 1999 til loka nóv-
ember 2000, að rúmlega 1.800
manns hafi látist á sama tíma og að
um 1.600 fleiri hafi flust búferlum til
landsins en frá því.
Höfuðborgarbúum hefur
fjölgað um 29.020 á tíu árum
Árið 2000 fjölgaði fólki á höfuð-
borgarsvæðinu um 3.485 eða um
2,0%. Á Suðumesjum fjölgaði fólki
um 438 eða um 2,7%. íbúum á Vest-
urlandi fjölgaði um 209 eða um 1,5%.
Á Norðurlandi eystra fjölgaði um
109 eða um 0,4%. íbúum á Suður-
landi fjölgaði um 280 eða uml,3%. Á
öðmm landsvæðum fækkaði fólki.
Mest varð fækkun á Austurlandi en
þær fækkaði um 193 eða um 1,6%. Á
Vestfjörðum fækkaði um 168 eða um
2,0%. Fólki fækkaði einnig á Norð-
urlandi vestra um 32 eða um 0,3%.
Síðastliðinn áratug hefur fólki
fjölgað á höfuðborgarsvæðinu um
29.020 eða 19,9%. Fjölgun á Suður-
nesjum er 1.289 (8,5%), Norðurlandi
eystra 339, (1,3%) og Suðurlandi 717
(3,5%). íbúum á Vesturlandi hefur
hins vegar fækkað um 274 (1,9%) á
síðustu 10 áram. Á Vestfjörðum
fækkaði á þessu tímabili um 1.648
(16,8%), á Norðurlandi vestra fækk-
aði um 1.014 (9,7%) og á Austurlandi
fækkaði um 1.292 (9,8%).
Mesta fjölgxinin í Reykjavfk
íbúum fjölgaði mest í Reykjavík
eða um 1.506 (1,4%). í Kópavogi
fjölgaði íbúum um 940 (4,2%) og er
það minni fjölgun en árið 1999.
Á Suðumesjum fjölgaði fólki á öll-
um þéttbýlisstöðum, en mesta fjölg-
un varð í Reykjanesbæ eða um 222.
Á Vesturlandi fjölgaði íbúum á
öllum þéttbýlisstöðum nema Heliis-
sandi. íbúum fjölgaði mest á Akra-
nesi eða um 78.
Á Vestfjörðum fækkaði fólki á
flestum þéttbýlisstöðum. íbúum
fækkaði mest á Patreksfirði eða um
47 sem er 6,0% fækkun. í Súðavík
fækkaði fólki um 15 eða um 12%.
Ibúum fjölgaði mest á Suðureyri eða
um18 sem er 5,7% fjölgun.
Á Norðurlandi vestra fækkaði
íbúum í þéttbýli mest á Hólum eða
um 17. íbúum fjölgaði mest í Varma-
hlíð eða um 14. Á Norðurlandi
eystra fækkaði íbúum á flestum
þéttbýlisstöðum. í Hrísey fækkaði
um 30 og í Grímsey um 5. Á Kópa-
skeri fækkaði um 24 sem er 14,5%
fækkun. íbúum fækkaði mest á
Ólafsfirði eða um 36 (3,4%).
íbúum ijölgaði á Akureyri um 253 -
eða um 1,7%. Á Austurlandi fækkaði
íbúum á flestum þéttbýlisstöðum.
íbúum fækkaði mest á Neskaupstað
eða um 41. íbúum fjölgaði mest á
Djúpavogi eða um 22.
Á Suðurlandi fjölgaði íbúum í
þéttbýli mest á Selfossi eða um 170
(3,8%). íbúum fækkaði mest í Vest-
mannaeyjum eða um 60 (1,3%).
30 búa í fámennasta
sveitarfélaginu
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunhar bjuggu 111.342 í -
Reykjavík 1. desember sl. Næstfjöl-
mennasta sveitarfélagið er Kópa-
vogur með 23.527 íbúa. Þar á eftir
koma Hafnarfjörður (19.644) og Ak-
ureyri (15.396).
Fámennasta sveitarfélag landsins
er Mjóafjarðarhreppur með 30 íbúa.
Þar fyrir ofan era Þingvallarhrepp-
ur ogVindhæhshreppur með 43 íbúa
hvor. fbúar í Öxnadalshreppi era 44
og íbúar í Skorradalshreppi era 47.
Hlutfall íbúa 1. des. 2000 — MOSFELLSBÆR SELTJARNARNES KÓPAVOGUR GARÐABÆR BESSASTAÐAHR. HAFNARFJÖRÐUR 22,5%
1.906 manns fluttu inn
39,4%
Hlutfallsleg fólksfjölgun á ári 1990-2000
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
REYKJAVÍK
1.579 manns fluttuinn
>
Hlutfallsleg skipting mannfjöldans
eftir landsvæðum 1. des. 2000
og breyting mannfjöldans frá 1. des. 1999
NORÐURLAND
EYSTRA
193 'L.
fiuttué I
brott ’—
AUSTURLAND
NORÐURLAND
VESTRA
SUÐURLAND
168 VESTFIRÐIR
fluttu
brott
32 , 109[j>
fluttu
brott
VESTURLAND
5,8%
. ««J
SUÐURNES /;- \