Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 38
* 38 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
Adegi
Þorláks
helga
✓ /
„Ikvöld leggja Islendingar lokahönd á
jólaundirbúninginn, á degi Þorláks
/
kelga. Ibúar höfuðborgarsvœðisins
leggja leið sína íþúsundatali niður í
miðbæ og eiga fæstirþangað brýnt er-
indi heldur eru bara að vonast til þess
að sjá vinum og kunningjum bregða
fyrir í mannþrönginni..."
Þorláksmessa er dagur
hefða eins og jólahá-
tíðin öll sem á eftir
fylgir. Hver fjöl-
skylda hefur sína
jólasiði, borðar kalkún, rjúpu
eða hamborgarhrygg á að-
fangadag, ber fram smákökur
með heitu súkkulaði á jólanótt,
fer í messu á aðfangadagskvöld
eða jóladag, setur litlu, rauðu
jólasveinana út í suðurgluggann
og fyrir fallegan misskilning ljós
úr gyð-
VIÐHORF ingdón’ií
______ norðurglugg-
Eftír Hönnu ann, opnar
Katrínu jólakortm
Friðriksson jafnóðum og
þau berast
eða alls ekki fyrr en á að-
fangadag, tyllir englinum efst á
tréð þótt hægri vængur hafi
verið límdur skakkt á hann fyrir
27 árum, borðar laufabrauð og
þrettán smákökutegundir, rifjar
upp þegar hundurinn velti jóla-
skreytingunni um koll svo enn
er sviðinn gluggakarmurinn,
leyfir krökkunum að opna einn
pakka fyrir matinn svo að þeir
verði til friðs og gengur frá eftir
matinn áður en sest er að gjöf-
unum, þar sem höfuð fjölskyld-
unnar les upp nöfnin á pökk-
unum eða hver ræðst að sinni
hrúgu.
Allt á þetta sér bráðnauðsyn-
legan aðdraganda á Þorláks-
messu þótt dagurinn sá hafi oft
mátt sitja undir árásum sem
mesti stressdagur ársins. A
mörgum heimilum er jólatréð
ekki skreytt fyrr en þennan dag
og við hús um allt land klifra
menn upp í tré til að festa þar
ljósin sem þeir ætluðu sér
reyndar að koma upp á fyrsta
sunnudegi í aðventu. Það er allt
í lagi, því þeir eru seinir á
hverju einasta ári og þar með
hefur ný hefð skapast í fjöl-
skyldunni.
Sumir setja sér það markmið
að vera búnir að pakka inn öll-
um jólagjöfunum fyrir Þorláks-
messu, en aðrir vilja helst eyða
deginum í að kaupa gjafirnar.
Auðvitað er búið að rannsaka
um allan heim hverjir það eru
helst sem bíða með jólainn-
kaupin fram á síðustu stundu og
niðurstaðan mun vera sú að þeir
seinu séu upp til hópa karlmenn.
Þetta vissi margur landinn áður
en félagsvísindi voru fundin upp.
Margir borða kæsta skötu á
Þorláksmessu og er ekkert skil-
yrði lengur að vera með vest-
firskt blóð í æðum þótt líklega
sé það fólk ónæmara fyrir lykt-
inni en fólk að norðan, austan
og sunnan eftir að hafa haft
hana í nösum mann fram af
manni. Aðrir láta skötuna eiga
sig og hrylla sig jafnvel við til-
hugsunina um að leggja hana
sér til munns en gæta þess þó
að borða fiskmeti þennan dag.
Flestir gera það líklega án þess
að leiða hugann að því að sá sið-
ur að borða fisk á þessum degi
helgast af því að Þorláksmessa
er síðasti dagur jólaföstunnar.
Þorlákur sá sem dagurinn er
kenndur við var Þórhallsson og
fæddist í Fljótshlíðinni árið
1133. Hann tók prestvígslu og
fór síðan til frekara náms, bæði
í hinnu merku borg París í
Frakklandi og í Englandi, en við
heimkomuna stóð hann að stofn-
un Ágústínusarklausturs að
Þykkvabæ. Þorlákur var biskup
í Skálholti frá 1178 til dauða-
dags 23. desember 1193. Miðað
við sagnir var hann sjálfur
meinlætamaður, en hann var fá-
tækum góður og því að vonum
vinsæll.
Fimm árum eftir lát Þorláks
biskups Þórhallssonar voru lesn-
ir upp á þingi vitnisburðir um
kraftaverk hans. Sama ár leyfði
Skálholtsbiskup að heitið væri á
hann, en heil 787 ár liðu þar til
páfinn í Róm útnefndi hann
formlega sem verndardýrling
íslands, árið 1985.
í kvöld leggja Islendingar
lokahönd á jólaundirbúninginn,
á degi Þorláks helga. íbúar höf-
uðborgarsvæðisins leggja leið
sína í þúsundatali niður í mið-
borg og eiga fæstir þangað
brýnt erindi heldur eru bara að
vonast til þess að sjá vinum og
kunningjum bregða fyrir í
mannþrönginni, nema einstaka
karlmaður sem er enn að leita
að réttu gjöfinni. Meinlætalifn-
aður er fjarri flestum sem stika
verslunargötuna þennan dag, en
vonandi hefur fólk ofarlega í
huga nauðsyn þess að rétta
náunganum hjálparhönd á
jólahátíð. Stemmningin í mið-
bænum er alltaf góð, fólk er í
jólaskapi og kastar kveðju á
aðra sem það heilsar ekki aðra
daga ársins. Sú ánægjulega
breyting hefur líka orðið á síð-
ustu árum að varla sér vín á
nokkrum manni. Á lokasprett-
inum að jólum hafa líklega flest-
ir Islendingar um annað að
hugsa en Þorlák helga Þórhalls-
son á þessum degi. Þótt þeir
leiði hugann að þessum katólska
verndardýrlingi landsins halda
þeir flestir sín lútersku jól og
dansa svo hringdansa með álfum
við þrettándabrennur. Dálítið
skrítin þjóð atarna en sæl með
hefðirnar sínar og að eigin sögn
alltaf öðrum þjóðum hamingju-
samari.
Gleðileg jól!
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Af íslenskum
spámönnum
UPP er risin ný stétt
manna sem hefur það
verk með höndum að
spá fyrir um efnahags-
mál. Hér áður var það
nær aðeins Þjóðhags-
stofnun sem birti slíkar
spár en nú er nær hvert
einasta verðbréfafyrir-
tæki og banki með sína
eigin greiningardeild
sem er mjög fús að
deila hugsunum sínum
með öðrum. Það er já-
kvætt að sem flestir
gefi efnahagsmálum
gaum, en nokkuð lang-
ur vegur er á milli þess
að tjá skoðanir sínar
með almennum hætti og hins að setja
fram geirneglda spádóma sem fólki
er ætlað að trúa. Sannleikurinn er sá
að afskaplega erfitt er að vera sann-
spár og oft er lítið annað á bak við
nefndar spásagnir en ágiskanir. í
raun er dálítið einkennilegt hversu
vissir sumir virðast 1 sinni sök þegar
spámar eru bomar fram en jafn-
framt fljótir að skipta um skoðun frá
mánuði til mánaðar. Spámar hafa
reynst hvikular, ósamkvæmar og oft
og tíðum rangar. Hins
vegar eru þær meira en
leikur að tölum því oft
era nöfn virtra pen-
ingastofnana tengd við
þær. Á næstu misser-
um munu væntingar
þjóðarinnar ráða úrslit-
um um hagþróun. Og
þar stendur hnífurinn í
kúnni. Hættan við téða
spámenn er að fólk taki
mark á þeim og þeir
hafi þannig bein áhrif á
framvindu efnahags-
mála.
Hvikulleiki
Nú í nóvember sendi
ein deildin frá sér greiningu þar sem
talað var um „mikla undirliggjandi
verðbólgu". En mánuði seinna sendi
sama deild frá sér nýja greiningu þar
sem því var lýst að verðbólga væri á
leið niður til jafns við það sem gerðist
í nágrannalöndum. í framhaldi af því
var farið að gæla við vaxtalækkun.
En hvað gerðist á þessum mánuði
sem leið á milli birtinga? Eftir því
sem best verður séð hefur efnahags-
ástandið lítið breyst. Það sem hvik-
Ásgeir
Jónsson
aðist til vora væntingar spámann-
anna sjálfra sem af einhverjum
ástæðum sveifluðust frá svartsýni til
bjartsýni og virðast vilja teyma þjóð-
ina með sér. Einnig gætir ósam-
kvæmni í nefndri desemberspá. Tal-
að er um vaxtalækkun vegna lægri
verðbólgu í einni málsgrein, en í
þeirri næstu er fullyrt að gjaldeyr-
isútstreymi verði vandamál og „því
þrýstingur til lækkunar krónunnar af
þessum sökum“. Þetta era ósamrým-
anlegar staðhæfingar. Það getur ver-
ið að vaxtalækkanir erlendis auki
vaxtamun á milli Islands og annarra
landa og verðbólga lækki hérlendis,
en það gildir einu. Svo lengi sem
krónan er undir þrýstingi eins og
segir í spánni er lítið svigrúm fyrir
vaxtalækkun. Þvert á móti ættu yf-
irvöld að fagna auknum vaxtamun.
Hérlendis er fastgengi millimarkmið
í peningamálastjómuninni og stjóm-
völd hafa skuldbundið sig til þess að
halda krónunni innan ákveðinna vik-
marka, auk þess sem gengislækkun
myndi ýta undir verðbólguna á nýjan
leik. Spámar hafa ennfremur yfir-
bragð nákvæmni sem verður að telj-
ast fölsk. Það er t.d. háttur sumra
greiningardeilda að spá fyrir um
gengi krónunar allt að ár fram í tím-
ann með fjóram markverðum stöfum,
svo ekki skeikar einum eyri. Þessi
framsetningarmáti gefur rangar
hugmyndir um þá spáskekkju sem
við er að etja.
Vandi er um slíkt að spá
Eins og staðan er í efnahagsmálum
þjóðarinnar er erfitt að spá fyrir um
Þekking og við-
skiptafræði
ÞESSI tvö orð era á
margra vöram þessa
dagana og má meðal
annars benda á þekk-
ingardag sem félag við-
skiptafræðinga hélt upp
á hinn 10. nóvember síð-
astliðinn. Það skýtur
skökku við að viðskipta-
fræðingar haldi upp á
þekkingardaginn og að
á mælendaskrá séu ein-
ungis viðskiptafræðing-
ar og stjórnmálamenn.
Þessi uppákoma er þó í
beinum tengslum við þá
trú manna í dag að
þekking sé afurð mark-
aðssamfélagsins þar
sem hagkvæmni er forsenda allrar
nýsköpunar og þekkingarsköpunar.
Hugtakið þekkingarstjómun einsog
það er sett fram í viðskiptafræðum
vísar tii þess hversu vel fyrirtækjum
tekst að nýta og halda utan um þá
þekkingu sem skapast í starfseminni.
Það er því ljóst að sú þekking sem við-
skiptafræðin fjallar um er afmörkuð
þekking sem snýst um viðskipti og
innra skipulag fyrirtækja, þá er jafn
ljóst að þekkingarsköpun á sér víðar
stað en innan fyrirtælg'a sem sækjast
eftir þekkingu á grandvelli efnahags-
legra hagsmuna, framleiðni og
ímyndar.
Fræðimenn sem frumkvöðlar
Önnur hugtök sem stöðugt er verið
að kasta fram era orðin nýsköpun og
framkvöðull. Hvað felst í því að vera
frumkvöðull? Er nýsköpunarhug-
myndin bundin við að finna upp alger-
lega nýja aðferð eða tækni sem er um
leið seljanleg vara eða gæti hún hugs-
anlega falist í nýrri þekkingu á sér-
stökum aðstæðum. Hverjir era síðan
frumkvöðlar, þeir sem smíða ný forrit
og veflausnir fyrir fyrirtæki eða þeir
sem spyrja sig nýrra spuminga og
beita vísindalegum vinnubrögðum til
að komast að niðurstöðum eða nýjum
spumingum varðandi viðfangsefni
sín?
Ef við gerum ráð fyrir að fram-
kvöðlar séu hvort tveggja þeir sem
finna upp nýja tækni og/eða stofna
fyrirtæki auk þeirra sem komast að
nýjum niðurstöðum í tengslum við
ákveðin rannsóknarefni þá mætti
telja til framkvöðla vísindamenn og
stofnendur þeirra fjölmörgu rann-
sóknastofnana sem
sprottið hafa upp sem
vettvangur rannsókna-
starfs á ólíkum fræða-
sviðum, hvort sem er í
tengslum við Háskóla
Islands eða utan hans.
Þessar stofnanir hafa að
stóram hluta fjármagn-
að starfsemi sína með
þjónustuverkefni og
þátttöku í alþjóðlegum
samstarfsverkefnum er
hlotið hafa styrki úr
sjóðum Evrópusam-
bandsins eða öðrum er-
lendum sjóðum. Vanda-
málið við Ijármögnun á
starfi slíkra stofnana er
oft á tíðum að í augum samfélagsins
þá á sú þekking sem þær afla sér með
starfsemi sinni að vera samfélaginu
að kostnaðarlausu líkt og menntunin
sjálf sem fjármögnuð er beint af hinu
opinbera. Þessi vandi er sérstaklega
áberandi á sviði hug- og félagsvísinda,
þar sem oft er erfiðara að sýna fram á
hagnýtingu rannsókna auk þess sem
oft reynist of kostnaðarsamt að koma
rannsóknaniðurstöðum á framfæri
t.d. með útgáfustarfsemi eða fram-
setningu á veraldarvefnum.
Það væri flókið mál að ætla sér að
meta í krónum talið framlag Háskóla
íslands til þjóðarinnar hvort sem við
eram þá að fjalla um atvinnulíf eða
samfélag. Það væri hins vegar fróð-
legt að fá upp umræðu um hversu
mikilvæg hin ýmsu fræði era þjóðinni,
hvemig rannsóknastofnanir er tengj-
ast hug- og félagsvísindum eiga að
geta staðið undir sínu starfi í framtíð-
inni og hvort það sé yfirhöfuð réttlæt-
anlegt að seija þekkingu sem ekki fel-
ur í sér tækni eða atvinnutækifæri.
Það eru eflaust margir sem myndu
vilja geta á aðgengilegan hátt nálgast
greinar og rannsóknarniðurstöður
sem tengjast áhugasviði sínu á ver-
aldarvefnum og að vefurinn gegndi
þar með hlutverki bóka- og skjala-
safna. Það er einmitt þessi þekking-
arbylting sem margir bíða í ofvæni
eftir að skili sér sem vekur spum-
inguna um hvemig viðskipti með
þekkingu muni h'ta út í framtíðinni?
Erum við tilbúin að greiða þekking-
arsmiðum fyrir þann fróðleik sem
þeir setja á vefinn líkt og við greiðum
fyrir vörur sem keyptar era í net-
verslunum?
Stefanía G.
Kristinsdóttir
Átaksverkefni
Þekking er afurð mark-
aðssamfélagsins, segir
Stefanía G. Kristins-
dóttir, þar sem hag-
kvæmni er forsenda
allrar nýsköpunar og
þekkingarsköpunar.
Þessi spuming tengist líka annarri
sem snýr að því hvers konar upplýs-
ingar það era sem era aðgengilegar á
veraldarvefnum og hvort við munum í
framtíðinni ná að nýta okkur þessa
tækni til þekkingarappbyggingar.
Eins og íyrri daginn dregur atvinnu-
lífið vagninn í upplýsingabyltingunni
svokölluðu þar sem búið er að koma
upp fyrirtækjamörkuðum, bönkum
og netverslunum sem gæta fyllsta ör-
yggis og geyma upplýsingar um
kauphegðun viðskiptavina sinna,
kennitölur og fjárhag. Viðskiptaheim-
urinn hefur sett upp ákveðið verð á
sínar afurðir hvort sem um er að ræða
vöra, þjónustu eða viðskiptatengsl.
Þetta forskot hefur síðan leitt til þess
að viðskiptafræðingar halda nú hátíð-
legan þekkingardaginn og mæla þar
fyrir um þrönga skilgreiningu mark-
aðs- og stjómunarfræða á þekkingu.
Þannig hefur upplýsingabyltingin
orðið til þess að auðvelda enn frekar
millifærslur fjármagns á meðan þekk-
ingin eða ftjáls túlkun og skilningsleit
mannsins á veruleika sínum hefur lot-
ið í lægra haldi enda erfiðara að finna
lausn á lífsgátunni en að greina mun-
inn á debet og kredit.
Hvatning
og nýsköpunarverðlaun
Greinarhöfundur hefur á undan-
förnum misseram unnið að átaks-
verkefni um nýtingu rannsóknaniður-
staðna. Markmið verkefnisins hefur
ekki síst verið að vekja athygli á því
nýsköpunarstarfi sem á sér stað í
tengslum við rannsóknir auk þess að
vekja umræðu um nýja möguleika á
miðlun þekkingar, fjármögnun rann-
sókna og samstarfi við aðila úr at-
vinnulífinu. Verkefnið er unnið í sam-
starfi við Nýsköpunarsjóð
Atvinnulífsins og hefur á undanföm-
um tveimur áram getið af sér fyrir-
tækin SportScope, PattemVision og
ReMo sem öll byggja á langtíma há-
skólarannsóknum og þróunarstarfi.
Höfundur er verkefnastjóri
Rannsóknaþjónustu Háskóla íslnnds.