Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 41 UMRÆÐAN Er viðhaldið þér of dýrt? í FLESTUM fyrirtækjum er kostnaður vegna viðhalds of mikill. Til þess að reyna að minnka við- haldskostnað hafa fyrirtæki reynt margt og gengið misjafnlega. Sumir hafa spurt sig: Af hverju er svona erfitt að ná góðum tökum á við- haldskostnaði hjá mér? Hvemig get ég minnkað viðhaldskostnað minn? Aðrir leiða ekki hugann að því að það sé hægt að stjóma viðhalds- kostnaði hjá þeim, það era yfirleitt þeir sem em hvað mest hrjáðir af því sem kalla má skyndibilanir, þ.e.a.s. ófyrirsjáanlegum bilunum sem gerast oft og hafa í fór með sér mikið framleiðslutap og meiri við- haldskostnað en ef menn hefðu hug- að að sínum viðhaldsmálum. Mai-gar leiðir em færar til þess að ná stjórn á viðhaldskostnaði en ýmislegt ber að varast þegar fai-ið er af stað í endurskipulagningu viðhalds. Hver er stefnan? Þegar fyrirtæki ætla að takast á við viðhaldskostnað sinn þá er mjög algengt að mðst sé fram af mikilli elju og áhugasemi en það gleymist að setja raunhæf markmið og skipu- ieggja í samræmi við þau. Dæmi eru þess að fyrirtæki sem hafa ætlað að lækka viðhaldskostnað hafi endað með að borga mun meira vegna við- halds en áður, vegna þess að sparn- aðinum var beitt á vitlausum stöð- um, þegar það gerist verða óvæntar Rekstur Til þess að ná sem bestri yfírsýn yfír við- haldið, telur Bjarni Ell- ert ísleifsson, að væn- legast sé til árangurs að nota viðhaldshugbúnað. bilanir tíðari og framleiðslutap verð- ur meira. Eðli óvæntra bilana er að ekki er hægt að skipuleggja viðgerð með fyrirvara, það þarf að kalla til mannskap, fá varahluti og fleira í þessum dúr sem gerir viðgerðina dýrari en hún annars hefði orðið. Á þessu má sjá að það er ekki nóg að skera niður framíög til viðhalds inn- an fyrirtækja til þess að ná niður kostnaði heldur þarf fyrst að skoða hverju menn em tilbúnir að fórna til þess að ná kostnaðinum niður. Hvað vilja fyrh-tæki leggja áherslu á í rekstri sínum, framleiðni eða öryggi (þetta tvennt fer mjög oft saman í viðhaldsmálum)? Yfirleitt er hægt að skera niður viðhaldskostnað tölu- vert með því að skipuleggja viðhald vel. Til þess að geta skipulagt við- hald vel þurfa menn að hafa góða yfirsýn yfir hvernig viðhaldi innan fyrirtækisins er háttað og geta borið saman eitt tímabil við annað og ekki síst borið sam- an sambærilega þætti reksturs hjá sér þannig að það sé hægt að bregðast við ef við- haldskostnaður er mjög mismunandi. Hvernig get ég fengið næga yfirsýn? Það er meira en að segja það að ná góðum tökum á viðhaldskostn- aði. Það fyrsta seni þarf að gera er að fá góða yfirsýn yfir viðhaldið, þ.e.a.s. sjá hvernig viðhaldskostnaðurinn er að dreifast, hvar flestar bilanir em, hvaða bilanir eru að kosta fyrirtæk- ið mest, bilanir sem kosta fyrirtæk- ið mest í viðgerð era ekki endilega þær bilanir sem era fyrirtækinu dýrastar! Til þess að ná sem bestri yfirsýn yfir viðhaldið er vænlegast til árangurs að nota viðhaldshug- búnað, vegna þess að þar er safnað saman gögnum sem era notuð til að bera saman og skoða árangur við- halds á ákveðnu tímabili og einnig eru bornir saman sambærilegir þættir rekstursins. Ef gera ætti þennan samanburð án þess að hafa viðhaldshugbúnað myndi það krefj- ast mikillar vinnu og þolinmæði. Þegar fyrirtæki velja sér viðhalds- hugbúnað þá era þau að velja sér verkfæri sem getur gefið þeim þá yfirsýn sem þarf til þess að geta komið stjórn á viðhaldskostnað sinn og einnig skipulag viðhaldsmála inn- an fyrirtækisins. Það er eins með viðhaldshugbúnað og öll önnur verkfæri sem menn fá í hendurnar að það fer eftir því hversu vel menn beita verkfærinu hver árangurinn verður, ef menn leggja alúð og tíma í undirbúning þá er árangurinn oft meiri en menn áttu von á. Einnig er vert að geta þess að fyr- irtæki þurfa að gæta vel að því hvernig við- haldshugbúnað þau kaupa og fullvissa sig um það að viðhalds- hugbúnaðurinn upp- fylli þær kröfur sem þeir þurfa að gera til slíks hugbúnaðar. Um þessa hluti er hægt að fá ráðgjöf. Skráning lykill að góðum árangri Virkni viðhaldshugbúnaðar fer al- gjörlega eftir því hvernig menn beita honum. Eitt það mikilvægasta til að ná fram þeim markmiðum sem fyrirtæki setja sér, spamaði í við- haldi og öryggi í rekstri, er sam- viskusamleg skráning allra bilana og mælinga í viðhaldshugbúnaðinn þannig að saga skráist um þann búnað og tæki sem er viðhaldið í fyrirtækinu. Af hverju eram við að skrá allar þessar upplýsingar inn í viðhaldsforrit, við eram með góða viðhaldsdeild innan íyrirtækisins og starfsmennirnir þar vita þetta allt saman? Það er ómetanlegt fyrir fyr- irtæki að hafa góða starfsmenn en munu þeii’ vera alla tíð? Muna þeir alltaf eftir öllum bilunum, öllu sem hefur vei-ið gert við öll tæki og bún- að innan fyrirtækisins? Það er mjög ólíklegt og jafnvel þótt svo sé gefur það ekki þá yfirsýn sem þarf til þess að geta séð hvar viðhaldskostnaður- inn er að falla til og hvað á að leggja áherslu á þegar tekið er á viðhalds- málum. Hvemig á að nota þær upp- lýsingar sem safnað er saman í við- haldsforritinu? Þegar verið er að skoða hvemig bilanir skiptast, hvað er að bila og ekki síst hvernig það er að bila og af hverju þá er nauðsyn- legt að geta flett upp skýrslum sem fjalla um ákveðin tæki og búnað sem er verið að skoða og út frá við- haldssögunni ákveðið hvernig skuli viðhalda tækjum og búnaði í fram- tíðinni, hvað er að virka og hvað má betrambæta. Grandvallarskilyrði til þess að þetta sé hægt er að eiga sögu tækja og búnaðai’ á aðgengi- legu formi þar sem menn geta kom- ist að niðurstöðu, út frá viðhaldssög- unni, um hvemig best sé að bregðast við. Þekkingin situr eftir Hér að ofan hef ég fjallað að- allega um hvernig við náum við- haldskostnaði niður með nákvæmri skráningu en það er margt annað sem góður viðhaldshugbúnaður skil- ar inn í fyrirtæki eins og t.d. það að þjálfun starfsmanna í viðhaldsdeild- um verður auðveldari, þekkingin fer ekki frá fyrirtækinu þegar starfs- menn hætta, eignaskráning verður fyrir hendi með sögu eigna og margt fleira sem er of langt mál að fara út í hér. Ég vona að þessi greinarskrif mín hafi vakið til umhugsunar um hvernig hægt er að taka á viðhalds- málum, vegna þess að það er mín reynsla að menn gefa þessum mála- flokki of lítinn gaum og halda að þetta sé eitthvað sem er óviðráð- anlegt, meðan raunin er að með skipulagi og góðri yfirsýn er hægt að spara töluverðar upphæðir í við- haldi, stórauka framleiðni og öryggi í rekstri. Höfundur er vélfræðingur. Bjami Ellert Isleifsson Bíldshöfða 16-110 Rvík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.ver.is Laus staða eftirlitsmanns við véla- og tækjaskoðanir í Reykjavík Laust ertil umsóknar starf eftirlitsmanns við véla- og tækjaskoðanir í Reykjavík. Starfið felst í eftirliti með ýmiskonar tækja- búnaði, aðallega kötlum og þrýstihylkjum, ásamt fræðslu, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Leitað er að sjálfstæðum, framtakssömum, einstaklingi, konu eða karli með staðgóða tæknimenntun, t.d. tækni- eða vélfræðimennt- un, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun getur þó komið til greina. Starfsþjálfun er í boði við upphaf starfs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Sölvason, deildarstjóri vinnuvéladeildar, í síma 550 4600. Laun eru samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 15. janúar 2001. Fréttagetraun á Netinu v'gj> mbl.is JfioreunlíIaMb ___Blaðþera vantar • í Garðabæ, Espilund Afleysing á Digranesheiði í Kópavogi Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu TILBOB/ÚTBOS Hveragerðisbær Tillaga að deiliskipulagi lóðar fyrir skóiphreinsistöð í Hveragerði Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér með tiilögu að deiliskipulagi lóðar fyrir skólp- hreinsistöð í Hveragerði, samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997. Svæðið, sem tillagan nærtil, afmarkast af Suð- urlandsvegi í norðri, af Varmá í austri, af Öxna- lækjarlandi í suðri og línu sem er u.þ.b. 300 metra vestan við Varmá í vestri. Deiliskipulagstillagan verðurtil sýnis á bæjar- skrifstofum í Hverahlíð 24, frá og með föstu- deginum 29. desember 2000 til föstudagsins 26. janúar 2001. Reim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna, eigi síðar en mánudaginn 12. febrúar 2001. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, Hveragerði. Hver sá sem eigi gerir athuga- semdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Skipulags- og bygginarfulltrúi Hveragerðisbæjar. ÓSKAST KEVPT Málverk óskast Fyrir fjársterka aðila höfum við verið beðnir að útvega góð verk eftir Þórarin B., Jón Stefánsson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur og Ásgrím Jónsson. Eigendasaga fylgi. Einnig óskast Guðbrandsbiblía fyrsta útgáfa. Bókavarðan ehf. — Antiquariat, Vesturgötu 17, Reykjavík, s. 552 9720, netfang sagan@simnet.is. Farsími 862 3734. Opið til 21.00 alla þessa viku. FÉLA6SLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI S68-PS33 Blysför og fjölskylduganga í Elliðaárdal 28. des. kl. 19:30. Brottför frá Mörkinni 6. Allir vel- komnir, hugljúf jólastemning, syngjum álfalögin. Ekkert þátt- tökugjald en blys eru seld á 300 krónur. Munið að sækja miðana í ðra- mótaferðina í Þórsmörk í síð- asta lagi 27. des. Gönguferðir, leikir, varðeldur og flugeldar. Allir velkomnir. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. S. á skrifstofu 568 2533. KIRKJAN lállicrsk fríkirkja Aðfangadagur: Guðsþjónusta kl. 18.00. Olaf Engsbráten predikar. Knútur H. Ólafsson syngur einsöng. Jóladagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14.00. Friðrik Schram predikar. Annar í jólum: Samkoma I nærveru Frelsarans kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. www.kristur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.