Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 42

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 42
42 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Taktu pilluna og þegiðu AÐ HAFA hlutverk er hverjum manni nauðsyn og í Háva- málum og víðar kemur fram að vinir og fjöl- skylda er auður mannsins. Þetta eru því engin ný sannindi. Þetta vissu forfeður - ökkar og mörg mál- tæki vitna þar um. Ónýttur mannauður Allir vita að lífaldur Islendinga hefur hækkað hin síðari ár og heilsa manna hefur batnað. Þetta má m.a. rekja til minna líkamlegs erfiðis, fjölbreyttari og hollari fæðu, bættrar heilsugæslu og aukinnar tækni á sviði læknavísinda. Samt sem áður er fólki ýtt út af hinum almenna vinnumarkaði þegar 70 ára aldri er náð og jafnvel fyrr. Margir eru þessu fegnir en aðrir -'tiru þá enn í fullu fjöri og eiga eftir mörg heilsugóð ár. Flestir þessara einstaklinga hafa mikla og fjöl- breytta reynslu og þekkingu. Möguleikarnir til að nýta þennan mannauð hafa verið afar takmark- aðir hvort sem er fyrir einstakling- inn sjálfan eða samfélagið. Hingað til hefur þessi ónýtti mannauður vakið afar lítinn áhuga stjórnvalda, líklega ekki talið þjóðfélagslega hagkvæmt að nýta hann og ekki hefur komið fram nein stefnumörk- un frá samtökum eldra fólks í þá \’eru að mikilvægt væri að hinn al- menni félagsmaður væri virkur í þjóðfélaginu. Forsjárhyggja Umhyggja fyrir öllum sem minna mega sín er manninum eðl- islæg. Ailir sem telja sig vita betur reyna að hafa vit fyrir öðrum og er það af hinu góða sé það hjálp til sjálfshjálpar. Eigi að síður getur of mikil forsjá svæft vilja fólks og áhuga til athafna og fyrr en varir er fólk orðið öðrum háð sérstaklega ef því er talin trú um og/eða fólk finnur að færnin minnkar. Margir líta á aldur fólks sem ávísun á áhugamál, skoðanir og fleira. Því er oft talað eins og eldra fólk sé allt eins og sé um leið öðruvísi en annað fólk. Það sést glöggt á því að þessir einstakling- ar eru álitnir svo mik- ið öðruvísi en aðrir að sérstakan lagabálk þarf til að vernda þá og veita þeim sjálf- sögð mannréttindi í því velferðarþjóðfélagi sem þeir sjálfir hafa byggt upp. Það þótti líka vissara að þetta fólk byggi á afmörkuðu svæði í þjóð- Aldraðir Margir eru farnir að sjá og viðurkenna, segir Sigurbjörg Björgvins- dóttir, að allir þurfa að hafa hlutverk og vera virkir í samfélaginu. félaginu og fengi aðgang að sér- stökum félagsmiðstöðvum til að eyða tímanum þar sem aldurstak- markið var 67 ára og eldri. Líklega svo öruggt væri að börn hefðu ekki möguleika á að fylgjast með starfs- vettvangi foreldra sinna. Að hafa hlutverk í Kópavogi hefur um margra ára skeið verið unnið í félagsstarfi aldr- aðra eftir hugmyndafræði sem hef- ur það meginmarkmið að starfs- menn vinna með eldra fólki en ekki fyrir fólkið. Félagsheimilin, sem eru sérstaklega ætluð eldra fólki, hafa verið opnuð fyrir fólki á öllum aldri til að auðvelda stórfjölskyld- Sigurbjörg Björgvinsdóttir FRABÆR DOMUR 2 „...í sem stystu máli sagt er þetta einstaklega áhugaverð frásögn." „Frásögnin er fjörleg, skemmtileg og bjart yfir henni. Hápunktur ævi- sögunnar er svo að minu viti veikindaárin, hetjuleg barátta við vág- estinn mikla „hvíta dauðann." Þar segir frá lífinu á Vífilsstöðum og hinni hrottalegu lækningaaðgerð er Rannveig gekkst undir rifjahögg á Akureyri. Hafði sú aðgerð nær kostað hana lífið. Hefði vafalaust svo ' orðið ef pensilínið hefði ekki bjargað henni, einum fyrsta sjúklingi á Islandi. Er öll sú frásögn einstök og mun seint líða úr minni lesandans. Þá er ekki síður áhugavert að lesa um fyrstu starfsár SÍBS, byggingu Reykjalundar og dvöl þeirra hjóna þar á fyrstu árum starfseminnar. Endurheimt heilsunnar áttu þau þeirri dvöl að þakka eins og svo margir aðrir...“ „...Stundum er á orði haft að íslenskar konur hafi fyrr á tíð verið hin- ir miklu sagnameistarar þjóðarinnar. Bömin og unglingamir sátu við fótskör þessara kvenna og hlýddu á er þær jusu úr ótæmandi sagna- og ljóðabrunni og fleyttu ffásagnarlistinni milli kynslóða. Mér fannst við lestur þessarar bókar Rannveig vera ein þessara merku kvenna. Hún kann svo sannarlega að segja sögu svo að á verði hlýtt. Þar fyrir utan er það ávallt mannbætandi og kallar á virðingu lesand- ans að fá innsýn í mikla lífsreynslu og örlög sem viðkomandi hefúr vaxið af, þroskast og orðið mikilhæfur einstaklingur.“ Ur ritdómi Sigurjóns Björnssonar í Mbl. 20. des. s.l. Hér verða ekki sögð fleiri orð, en bókin sem fjallað var um er Mynd- ir úr hugskoti, æviminningar Rannveigar I. E. Löve. Sjá nánar www.jolabok.is Eg er forrétt- indamanneskja unni að koma saman, t. d. á fjöl- skyldudögum. Hugmyndafræðin gerir ráð fyrir að færni fólks sé óháð aldri. Þess vegna hefur eldra fólki verið búin aðstaða í félags- starfinu þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín. Þannig hafa fólki verið sköpuð tækifæri til að hafa hlutverk. I stað forsjárhyggju hefur verið ýtt undir frumkvæði einstaklinga og þannig hafa margir eldri Kópavogsbúar nýtt reynslu sína og þekkingu sjálfum sér og öðrum til mikillar ánægju og þjálf- unar. Taktu pilluna og þegiðu I umræðunni undanfarið hefur verið æ algengara að óæskilegt sé að fólk setjist í helgan stein að launavinnu lokinni. Margir eru farnir að sjá og viðurkenna að allir þurfa að hafa hlutverk og vera virkir í samfélaginu. í gegnum fag- legt félagsstarf, þar sem áhugi fólksins birtist í fjölbreytni starf- seminnar, er þetta mögulegt. I grein sem Soffía Egilsdóttir, forstöðumaður félags- og vistunar- sviðs Hrafnistuheimilanna, ritar í Morgunblaðið30. nóv. sl. telur hún að félagsstarf á dvalar- og vist- heimilum sé afar mikilvægt og seg- ir „... þegar vel tekst til sjást ein- staklingarnir blómstra finni þeir farveg fyrir áhugamál sín“ og á hún þar við þátttöku í félagsstarf- inu. í frétt DV 11. des. sl. þar sem rætt er við Ólaf Ólafsson, fyrrv. landlækni, um lyfjanotkun aldr- aðra, en um 75% aldraðra sem dvelja á stofnunum eru á þunglynd- islyfjum, segir Ólafur: ,Astæða þessa er óyndi sem leggst ó aldraða þegar þeir fá ekki að vera virkir í þjóðfélaginu þótt þeir hafi getu til þess. Gegn þessu óyndi er ráðist með lyfjum sem gera aldraða enn óvirkari. Þá má einnig kenna um afskiptaleysi aðstandenda...“ Og Ólafur heldur áfram: „í stað þess að þakka gamla fólkinu fyrir að hafa byggt upp eitthvert mesta velsældarríki heims er stungið upp í það pillu svo það þegi.“ Yfir þessum stóra sannleik hefur verið þagað í mörg ár en kannski er nú mál að linni. Umræðan er hafin Er nú ekki kominn tími til að huga meira að félagslegri þátttöku fólks? Mætti ekki núna fara að við- urkenna að fjölbreytt, faglegt félagsstarf er forvarnastarf, ekki bara fyrir börn og unglinga heldur fyrir fólk á öllum aldri? Væri ef til vill rétt í upphafi nýs árs, að hætta að flokka fólk eftir aldri og við- urkenna í alvöru að traust fjöl- skylda verður aldrei metin til fjár? Umræðan er hafín. Nú verða stjórnvöld og allur almenningur að gera upp við sig hvort skynsamlegt er að fjárfesta áfram í pillunum eða í virkni einstaklinga. Höfundur starfar sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra ( Kópavogi. ÉG er nýkomin heim af tónleikum Kórs Menntaskólans í Reykjavík, kórs skólans míns. Skólans sem við hjónin gengum í forðum, skólans sem börnin okkar hafa gengið í, skólans þar sem ég er nú kennari. Blendnar tilfinningar bærast í brjósti mér: ég er glöð, stolt, sorg- mædd og reið allt í senn. Hvernig má það vera? Hvernig geta tónleikar skólakórs vakið slíka tilfinninga- blöndu í kennarasál sem er yfir höfuð vel til allra nemenda sinna? Tónleikamir heppn- uðust ljómandi vel. Nemendurnir gengu inn prúðir og fallegir og upphófu englaradd- ir sínar. Sumir bragðu einnig fyrir sig hljóðfæraleik. Þessar elskur sem þrátt fyrir tautið í okkur kennurunum um að þær þurfi stund- um að drífa sig meira, lesa betur o.s.frv., eiga hug okkar og hjarta. Ég Kennarar Þegar ég horfði á hóp- inn minn í kvöld, segir Kristín Jónsdóttir, varð ég sorgmædd yfír því hvernig hann er leikinn nú í verkfallinu. fann til gleði yfir hversu mörg andlit ég þekkti í kórnum og ég kenndi saknaðar. Hve langt var ekki síðan við unnum saman síðast. Þegar ég gekk út úr kirkjunni lenti ég við hlið- ina á samkennara mínum. „Það er ekki gott fyrir hjartað að sjá þau,“ hvíslaði ég. „Nei,“ sagði hann og leit niður. A meðan á tónleikunum stóð hvarflaði hugur minn að því hve mik- il forréttindamanneskja ég væri að fá að umgangast og leiða svo föngu- legt fólk í gegnum völundarhús fomra og nýrra bókmennta. Fá að Ijúka upp fyrir því mörgu af því helg- asta í bókmenntaarfinum. Hvaða ís- lenskukennari kannast ekki við gleðitilfinninguna sem hríslast um hann er hann skynjar að honum hef- ur tekist að opna augu hinna „ungu fræðimanna“ fyrir lífsvisku og leyndardómum Njálu, töfrum máls- ins í Egils sögu eða dulúð dauðans og speki Sólarljóða? Ég er stolt af unga fólkinu sem ég kenni og met það mikils. Mér þykir vænt um það. Þegar ég horfði á hóp- inn minn í kvöld varð ég sorgmædd yfir því hvernig hann er leikinn nú í verkfallinu. Hann á þessa meðferð ekki skilið frekar en ég sem hef lagt mig fram í starfi mínu í tuttugu og sex ár; hef meira að segja að dómi fjölskyldunnar stund- um lifað fyrir starfið þrátt fyrir að hafa bor- ið lítið úr býtum. Eftir tuttugu ára starf sem grunnskóla- kennari hafði ég fengið mig fullsadda af erfiði kennslunnar og lyfti mér upp í háskólanámi. Ætlaði ekki í kennslu aftur. Þó fór svo eftir þriggja ára fjarveru að ekkert annað komst að í huga mér en taka upp fyrri iðju en nú sem framhaldsskólakenn- ari. Ekki freistuðu þó launin, heldur má segja að hér hafi átt við: „einu sinni kennari - alltaf kennari". Það er líka erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og ég taldi mig kunna mitt fag; taldi mig færan kennara. Nú hef ég starfað á sjötta ár í framhaldsskóla og sennilega væri hag mínum betur borgið ef ég hefði horfið til fyrri starfa því að sveitar- félögin umbuna kennurunum betur en ríkið. Ég hef meistarapróf í ís- lenskum bókmenntum, kennararétt- indi í grunnskóla og framhaldsskóla, auk þess hef ég sótt sæg af starfs- tengdum námskeiðum og á tuttugu og sex ára starf að baki sem kennari. Laun mín fyrir fullt starf og umsjón með tuttugu og fimm einstaklingum eru 156.987 krónur á mánuði! Þegar þessar línur eru skrifaðar hef ég, ásamt þrettán hundruð öðr- um framhaldsskólakennurum, verið í verkfalli í sex vikur. Engin teikn eru um að samningar séu í nánd. Frá forsætisráðherra, fjármálaráðherra og sjálfum yfirmanni menntamála (yfirmanni mínum) hefur andað köldu til kennara. Stundum hefur jafnvel virst sem þeir fyrrnefndu vildu gera hina síðarnefndu tor- tryggilega í augum þjóðarinnar. Hver trúir nú yfirlýsingum um nýja og glæsta menntastefnu, fjárfest- ingu í menntun unga fólksins, tölvu- væðingu í framhaldsskólunum og bætt kjör kennara? Hver trúir að menntamálaráðherra hafi verið al- vara í því að gera veg skólanna sem mestan eins og mátti á honum skilja þegar hann var í yfirreið sinni í fram- haldsskólunum í vor? Ég er reið yfir þeirri auðmýkingu sem stétt mín og skjólstæðingar hennar hljóta svo óverðskuldað frá þeim sem ættu að bera hag íslenskrar æsku, menntun- ar og menningar fyrir bijósti. Kennarar spyrja sig nú hvert stefni. Margir óttast uppsagnir starfsbræðranna eða hyggja jafnvel sjálfir á að leita á önnur mið. Góður vinur minn í kennarastétt sem nálg- ast það að hætta kennslu sagði við mig rétt áður en verkfall skall á: „Kristín, ég hætti að kenna eins fljótt og ég get. Ég er búinn að fá nóg af niðurlægingu í þessu starfi sem ég þó hef unun af.“ Þannig hugsa fleiri. Að lokum má spyrja: 1. hvort unga fólkið sem ætlunin er að veita framúrskarandi menntun í skólakerfinu þarfnist ekki góðra og hæfra kennara? 2. hvort kennurum, sem gegna því ábyrgðarmikla hlutverki að upp- fræða áðurnefnd ungmenni, beri ekki laun í samræmi við menntun þeirra og störf? 3. hvort ekki sé við hæfi að hefja kennarastarfið á ný til þeirrar virð- ingar sem því ber þegar menntun skal í öndvegi? 4. hvort ekki sé tímabært að hug- leiða þá staðreynd að framhaldsskól- inn hrynur ef hæfir kennarar fást ekki til starfa? Kristín Jónsddttir Höfundur er kennari við Menntaskólann (Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.