Morgunblaðið - 23.12.2000, Qupperneq 46
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÆVAR
GUÐMUNDSSON
+ Ævar Guð-
mundsson fædd-
ist í Hafnarfirði 24.
nóvember 1950.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi 15.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 22. desember.
ars í Síðumúlann, þegið kaffibolla og
verið boðinn vindill, sem reyndar
aldrei var þeginn.
Kæra Guðrún og fjölskylda, megi
Guð styrkja ykkur í þeirri sorg sem á
ykkur er lögð. Farðu í friði, kæri vin-
Ævar Guðmundsson
er ógleymanlegur mað-
•'‘nr. Frá honum geislaði
innri hlýja, mann-
gæska og yfirvegun
byggð á afburða gáfum sem skap-
arinn hafði af miklu örlæti fengið
honum í vöggugjöf, ásamt ríkri
kímnigáfu sem hann fór vel með eins
og allt annað sem Guð hafði gefið
honum.
Englendingar eiga sér máltæki
sem segir að sá sé ekki lávarður sem
þurfi að segja frá því. Fyrstu sam-
skipti okkar Ævars voru á þann veg
að skömmu eftir að hann lauk lög-
fræðiprófi fór hann með mér til Eng-
lands til fundar við lögfræðing þar-
lendrar bókaútgáfu. Ég hafði keypt
af henni útgáfurétt á stórum bóka-
vflokki um lönd og þjóðir og jafnframt
látið þessa aðila sjá um prentun bók-
anna. Allnokkrir hnökrar urðu á
þessum samskiptum því breska fyr-
irtækið stóð ekki að öllu leyti við
gerðan samning. Breski lögfræðing-
urinn var kominn af léttasta skeiði og
bar með sér að hafa marga hildi háð
á vígvelli laga og réttar. Það leyndi
sér ekki að hann taldi sig mundu eiga
í fullu tré við hinn unga lögfræðing
sem mér fylgdi og lét meira að segja
einhver köpuryrði frá sér fara um
æsku og reynsluleysi. Margur ungui-
’* maður hefði líklega fipast og orðið
miður sín við slíkar móttökur og til
þess var leikurinn sýnilega gerður,
en þar brást þeim breska mannþekk-
ingin. Með örfáum orðum leiddi hinn
ungi, íslenski lögfræðingur þann
breska af fullri einurð í nokkurn
sannleika um mannleg samskipti,
með svip þess manns sem er þannig
af guði gerður að vera ósjálfrátt haf-
inn yfir ómerkilegt vopnaskak. Það
var sem hulu væri svipt frá sjónum
Bretans, hann sá hinn unga Islend-
ing skyndilega í nýju og réttu ljósi og
bar eftir það sýnilega virðingu fyrir
þessum starfsbróður sínum. Eftir-
leikurinn varð svo báðum aðilum til
sóma.
'ý Með okkur Ævari tókst strax ein-
læg vinátta sem aldrei bar skugga á.
Hann sá alla tíð síðan um lögfræði-
störf fyrir mig og fyrirtæki mín, jafnt
í blíðu sem stríðu, og hvikaði hvergi
undan þegar yfir mig og fjölskyldu
mína gekk hrina eldrauna og erfið-
leika. Þá sannaði hann eftirminni-
lega að hugtakið vinur í raun á sér
stoð í veruleikanum. Mér er til efs að
ég hefði staðist álagið án hans styrku
stoðar, ekki bara lögfræðilega heldur
einnig og ekki síður andlega. Þar er
Hlómabúðin
öa^ðskom
v/ Possvogski**l<jugcu*ð
Símii 554 0500
Sérfræðingar
í blómaslíreytingum
við öll tækifæri
mikil og ósögð saga ur, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. JL Oddný Guðríður
sem ekki verður rakin Þín er sárt saknað. 1 Eyjúlfsdóttir
hér en að leiðarlokum Jón Ármann. fæddist á Álftár-
gKjr '' k- aðeins nefnd og þökk- stekk á Mýrum 1.
W í* 1 uð. Ég svaf lítið aðfaranótt síðasta apríl 1911. Hún lést í
Ævar var mikill Heilbrigðisstofnun-
gæfumaður í sínu föstudags. Þá um kvöldið gerði ég inni Selfossi 17. des- 1 w\ / 7*^ jfiS
einkalífi og það er mik- mér grein fyrir að vinur minn Ævai- ember síðastliðinn.
ill harmur kveðinn að væri að heyja það stríð sem flesta Foreldrar hennar MrfK J
fjölskyldu hans, ást- skiptir mestu þegar á reynir og gerir voru Eyjólfur Er- mM \ f j
Hb \ ríkri eiginkonu, börn- annað að hjómi einu og hann, sem lendsson, f. 17. ágúst
um, tengdabörnum og mér fannst alltaf vera vinningsmegin 1864, d. 26. maí
l| |§|§|fg||l bamabörnum. Ég votta í flestum málum, væri að tapa. Það 1922, og Halldóra váíeft \ ' ' j'ígr '' i wcF,, 1
§p ftlllSSI þeim innilegustu sam- reyndist að sönnu. Guðrún Jónsdóttir, f.
Hk ■ úð fjölskyldu minnar. Nú sit ég um lágnættið og hlusta á 7. september 1878, d.
HH 111B1SÍ Ævar Guðmundsson Cohen og ótal minningar um Ævar 29. júní 1961. Oddný
er gengin á fund feðra
sinna, langt um aldur fram, en minn-
ingin um þennan einstaka dreng-
skaparmann mun lifa.
Örlygur Hálfdanarson.
Fóstri minn í lögfræði og vinur til
margra ára, Ævar Guðmundsson, er
látinn, langt fyrir aldur fram. Ævar
hef ég þekkt lengi. Kynntist honum
fyrst sem lítill pjakkur á ferðalögum
með foreldrum um landið þvert og
endilangt en síðan betur haustið
1993 þegar ég hóf störf hjá Ævari og
Guðrúnu á Lögmannsstofunni í Síðu-
múla 9. A þeim tveimur árum sem ég
vann í Síðumúlanum tókst með okk-
ur góður vinskapur. Óhætt að segja
að það hafi verið góður tími þessi tvö
ár. Þær voru ófáar stundimar sem
við sátum yfir kaffibolla og ræddum
þau mál sem verið var að vinna í
hveiju sinni eða bara þjóðmálin al-
mennt. Ævar rak lögmannsstofuna
af dugnaði og af honum var margt að
læra. Hann hafði um margt nokkuð
sérstaka innsýn í menn og málefni,
sá á einhvern hátt hlutina frá öðru
sjónarhorni en aðrir og dró ályktanir
út frá því. Það nýttist honum vel í
þeim fjölmörgu og mismunandi mál-
um sem hann sinnti. Það er óhætt að
segja að Ævar hafi verið góður lög-
maður sem sinnti skjólstæðingum
sínum af mikilli kostgæfni og vand-
virkni. Hann var málflutningsmaður
góður og er það mikilsvert að hafa
fengið að fylgjast með honum á því
sviði.
Ævar hafði þann góða sið, sem
hélst alla tíð, að við hittumst einn og
einn föstudag í Síðumúlanum, núver-
andi og fyrrverandi samstarfsmenn
sem og vinir hans úr Armúlanum og
víðar og gerðum upp vikuna í mönn-
um og málefnum og ræddum það
sem efst var á baugi. Þau voru ófá
gullkornin sem Ævar átti til að
lauma inn í umræðurnar þegar sá
gállinn var á honum.
Ævar hafði gaman af því að
ferðast og fór víða. Þónokkrar ferðir
auðnaðist okkur Eddu að fara með
Ævari og Guðrúnu um landið, bæði
akandi sem og á vélsleðum. Eru þær
minningar kærkomnar og verða vel
varðveittar.
Hún er skrítin sú tilhugsun og ein-
hvern veginn óhugsandi að geta ekki
hér eftir sem hingað til, kíkt til Æv-
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
GARÐH EIMAR
HLÚMABÚO STHKKJARBAKKA 6
V SÍMI 540 3320
frá 30 ára viðkynningu þyrlast upp.
Óraunverulegast þykir mér þó að
hann skuli vera dáinn. Upp í hugann
koma ótal gleðistundir með Ævari og
Guðrúnu á ferðalögum af ýmsum
toga; oftast innanlands á öllum árs-
tímum og á margs konar farartækj-
um; í mannfagnaði ýmist heima eða
heiman; á tónleikum með Cohen og
síðan spjallað í vornóttinni þar til
dagur rann.
Allt eru þetta brot sem móta eina
samfellda mynd af Ævari, sjálfskip-
uðum uppþvottastjóra í öllum útileg-
um; heimsmanni á veitingastöðum
og órags fylgdarmanns sem alltaf
var tilbúinn fyrirvaralítið í hvers
konar ferðir sem mér duttu í hug en
átti sjaldan frumkvæðið sjálfur. Nú
sé ég að slíkar ferðir hefðu mátt vera
fleiri, einkum síðustu ár.
Það er ekki vandalaust að lýsa
Ævari og í mikið færst að reyna slíkt.
Stundum fannst mér hann endur-
spegla marga persónuleika og næsta
víst að hann kom mönnum misjafn-
lega fyrir sjónir. Þeir sem kynntust
honum sem félaga og fylgdust með
honum sem umhyggjusömum fjöl-
skyldumanni, sáu hann örugglega í
öðru Ijósi en ýmsir þeir sem einvörð-
ungu þekktu til hans á vettvangi lög-
fræðistarfa hans. Fyrir mér virkaði
hann ávallt dulur og varfærinn í tján-
ingarmáta og oft efasemdamaður.
Hann hafði þó einstakt lag á að vekja
athygli þeirra er nærri honum voru,
oft án þess séð væri að hann legði
mikið af mörkum til þess. Gat hann
þá oft verið nokkuð kaldhæðinn en
stundum fannst mér að kaldhæðnin
væri ákveðin brynja hjá honum.
Skapið var mikið og ekki varð auð-
veldlega farið með hann annað en
það sem hann ætlaði sjálfur. Líklega
flokkaðist þetta undir stíflyndi eða
þijósku og oft dáðist ég að því hvern-
ig honum varð ekki hnikað ef sá gáll-
inn var á honum þótt ekki væri ég
alltaf ánægður ætti ég hlut að máli.
I lögmannsstörfum sínum var Æv-
ar farsæll og óvíða tel ég að málefni
skjólstæðinga hafi verið betur komin
en í höndum hans. Ef eitthvað er
hygg ég að á stundum hafi hann
gengið full nærri sjálfum sér með
eftirfylgni í verkefnum enda lagði
hann sig allan í þau og hafði enda oft
ótrúlegan árangur, ekki síst í flókn-
um málflutningsmálum. Ég tel hann
tvímælalaust hafa tilheyrt þeim til-
tölulega fámenna hópi í stétt okkar
lögmanna sem eru fæddir málflutn-
ingsmenn. Kaldhæðni er því að hann
skuli falla frá án þess að öðlast
hæstaréttarlögmannstitilinn með öll
þau viðamiklu mál sem eftir hann
liggja, bæði í héraðs- og hæstarétti, á
umliðnum árum. Þetta á sér ýmsar
skýringar en sjálfsagt ekki síst í eðli
hans sjálfs. Ekki skorti hann hæfn-
ina.
Þegar hugurinn reikar til Ævars
fer ekki hjá því að samband hans og
Guðrúnar komi upp í hugann enda
hún sjaldnast fjarri í öllum okkar
samskiptum. Samheldni þeirra var
slík að stundum fannst manni þau
hugsa sem eitt. Umhyggjusemi
þeirra hvort við annað var áberandi.
Missir Guðrúnar er mikill, nú þegar
hún á fimmtugsafmælisdegi sínum
fylgir manni sínum til grafar tæpum
mánuði eftir að hann náði sama
áfanga. Guðrún er sterk kona að
upplagi og ekki veitir af í þessum
ósköpum. Ég votta henni, og bömum
og öllum ættingjum Ævars Guð-
mundssonar, dýpstu samúð.
Guðjón Ármann.
ODDNY GUÐRIÐUR
EYJÓLFSDÓTTIR
Guðríður var sjö-
unda í röð 12 systkina, þau voru:
Ólafía, f. 1898; Guðrún, f. 1900;
Jón Tómasson, f. 1902; Margrét
Sigríður, f. 1903; Svava, f. 1906;
Jón Rósmundur, f. 1909; Erlend-
ur, f. 1912; Hallgrímur, f. 1914;
Gunnar Helgi, f. 1915; Þorkell
Ragnar, f. 1918, og Magnea Guð-
rún, f. 1920. Guðrún, Jón Tóm-
asson, Erlendur og Magnea Guð-
rún dóu ung. Öll eru systkinin nú
látin.
Oddný Guðríður fór þriggja
ára í fóstur í Skiðisholt í Hraun-
hreppi. Þaðan fór hún 11 ára að
Helgastöðum í sama hrepp og var
þar eitt sumar. Síðan fór hún að
Svarfhóli í Hraun-
hreppi einn vetur og
svo að Ytri-Skógum
í Kolbeinsstaða-
hreppi í tvö ár. Því
næst dvaldi hún á
Ökrum í Hraun-
hreppi í sjö ár uns
hún flutti til systur
sinnar Margrétar,
að Læk í Holta-
hreppi í Rangár-
vallasýslu. Á Læk
bjó hún óslitið í 50
ár uns hún fluttist
með systur sinni og
mági á Selfoss þar
sem hún bjó í 10 ár. Eftir að þær
systur voru ekki lengur færar um
að halda heimili fluttist hún aftur
að Læk til Pálma systursonar síns
og bjó þar í rúmt ár uns hún fór á
Dvalarheimilið Lund á Hellu.
Oddný Guðríður var alla tíð í
vinnumennsku og sinnti einkum
útistörfum í landbúnaði, auk þess
sem hún létti undir við heimilis-
störf á þeim bæjum þar sem hún
bjó. Hún var heiðruð af Búnaðar-
sambandi Suðurlands fyrir 50 ára
vinnumcnnsku á Læk.
Utför Oddnýjar Guðríðar fór
fram frá Hagakirkju í Holtum
föstudaginn 22. desember.
Okkur systkinin langar í nokkr-
um orðum að minnast ömmusystur
okkar, hennar Guddu eins og hún
var alltaf kölluð.
Þegar hún bjó heima á Læk var
oftar en ekki sem við eldri syst-
kinin skruppum upp á loft til
hennar, svona til að heyra sögur
eða grípa í spil. Helst var það nú
tveggja manna vist og olsen olsen.
Svo gat nú líka verið að hún ætti
eitthvað gott í litlu „Makkintos-
dósinni" sem hún geymdi í efstu
skúffunni í kommóðunni sinni. Það
var ekki ósjaldan að maður næði
að kría út svona eins og einn mola
ef maður bað vel og var mikið
sport að fá að sækja dósina í skúff-
una. Ekki voru nú þessar nammi-
ferðir alltaf vinsælar hjá mömmu
enda urðu þær oft til þess að ekki
var mikið borðað á matmálstímum,
Gudda var í essinu sínu þegar
hún sagði sögur og voru frásagnir
hennar af ýmsum toga. Sögð voru
ævintýri en líka sögur af henni
sjálfri, einhverjum ættingjum eða
öðru fólki og ekki voru þær minna
spennandi. Svo voru alls konar
sögur af hundum, köttum, kindum,
kúm og hestum. Sögur af kapp-
hlaupum undan mannýgum naut-
um og hrútum, æsilegum reiðtúr-
um á viljugum hrossum, sögur frá
því hún var krakki á Mýrunum og
eftir að hún kom að Læk. Minn-
isstæðust verður okkur þó sjálf-
sagt sagan þegar Gudda var á
heimleið af einhverju mannamóti á
rauðri hryssu sem ku hafa verið
frekar illviðráðanleg. Eitthvað
varð til þess að merin, sem var
öskuviljug, tók á sprett. Fékk
Gudda ekki við neitt ráðið og fóru
þær því á harða stökk. Varð þá í
vegi þeirra maður á hestbaki og
skipti engum togum að merin
stökk, með Guddu á baki, yfir
mann og hest. Þótti okkur þetta
merkis saga og ekki þreyttist nú
Gudda á því að segja okkur frá
þessu afreki. Þótti henni það hin
mesta mildi að enginn skyldi slas-
ast. Er Guddu þar rétt lýst því að
hún vildi alltaf öllum vel og að
meiða einhvern var eitthvað sem
hún hefði síst getað hugsað sér.
Átti það bæði við um menn og dýr.
Heima á Læk hafði Gudda sín
föstu verk í búskapnum. Hún sá
um hænurnar, gaf kálfunum og
heimalningum ef einhverjir voru
og sinnti ýmsum verkum í fjósi.
Var hún oftar en ekki í kostulegri
múnderingu, því alltaf var nú verið
að nýta út úr einhverjum gömlum
flíkum sem pössuðu kannski mis-
jafnlega á hana og þar á ofan var
hún svo e.t.v. í stígvélum sem voru
nokkrum númerum of stór en það
gerði nú ekkert til. Svo hljóp hún
við fót, tröðina niður í hænsnastíu,
með eggjafötuna í annarri hendi
og matarfötuna í hinni og söng á
leiðinni ýmis ættjarðarlög eða
sálma og þótti okkur oft hin mesta
skemmtun að fylgjast með henni í
þessum ferðum. Ekki var nú held-
ur neitt slor að fá að fara með
henni inn í hænsnahús og tína egg-
in. í þessu starfi og öðrum var
Gudda oft með krakkahóp á eftir
sér, bæði okkur og einnig aðkomu-
krakka og alltaf fengum við eitt-
hvað að gera. Oftast nær þóttist
maður nú vera að hjálpa til þó svo
að það hafi nú kannski ekki alltaf
verið raunin en aldrei var maður
fyrir.
Eftir að Gudda flutti á Selfoss
með ömmu og afa urðu eðlilega
nokkrar breytingar á allra högum.
Þá var komið við á Skólavöllunum
og stundum fengið að gista. Þar
eins og heima á Læk var spilað og
sagðar sögur en í stað útiverkanna
heima á Læk komu búðarferðir.
Rölt út í Daddabúð eða Guðnabak-
arí eftir mjólk og brauði og fannst
nú Guddu þá einna mest varið í að
fá að spóka sig um með nöfnu
sinni sem hún var alltaf montin af.
Það er skrítið að hugsa til þess
að Gudda sé ekki lengur á meðal
okkar, hún sem alltaf hefur verið
til staðar og alltaf eins. Fastur
punktur í tilverunni, hvort sem
það var heima á Læk, á Selfossi
eða á Lundi. Gudda var sífellt að
hugsa um aðra, eigingirni var ekki
til í hennar fari og alltaf vildi hún
vera að gera eitthvað fyrir aðra.
Núna síðustu árin, eftir að hún
flutti á Lund, prjónaði hún af
miklu kappi og lét ekki skerta
hreyfigetu aftra sér í þeim efnum.
Urðu þar einkum til sokkar fyrir
litlar frænkur og frændur.
Við munum alla tíð búa að því að
hafa notið samvista við elskulega
frænku okkar.
Megi hún hvíla í friði.
Hilda, Reynir, Helga og
Oddný Guðríður.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.