Morgunblaðið - 23.12.2000, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ
^8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000
MINNINGAR
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR,
Lönguhlíð 3,
(áður Granaskjóli 21),
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti að kvöldi fimmtudagsins 21. desember.
Sigurður Jónsson, Kristín Beck,
Guðjón Jónsson, Þorgerður Traustadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför
GESTS KRISTJÁNSSONAR
frá Hreðavatni,
Snorrabraut 56.
Guðríður Helgadóttir,
Guðrún H. Gestsdóttir, Viðar Þorsteinsson,
Sigurlaug Gestsdóttir,
Fanney Gestsdóttir, Páll Pálmason,
Kristján Gestsson, Hjördís M. Agnarsdóttir,
Heiða Gestsdóttir, Jón Kári Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
t
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BENEDIKTS BJARNASONAR,
Hraunbæ 194.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
B-4 Landspítala Fossvogi og L-1 Landspítala
Landakoti fyrir fráþæra umönnun og aðstoð.
Soffía H. Sigurgeirsdóttir
og börn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar þróður okkar og frænda,
ÓSKARS SÆMUNDSSONAR
frá Grundarfirði.
Við erum þakklát Grundfirðingum og öðrum
þeim, sem reyndust honum vinir á vegferð
lífsins.
Þórdís Sæmundsdóttir,
Elín Sæmundsdóttir
og systkinabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
EMELÍU SIGURGEIRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkra-
úss Þingeyinga á Húsavík.
Guð veri með ykkur.
Gunnþórunn Guðrún Þorsteinsdóttir,
María Halldóra Þorsteinsdóttir, Stefán Jakob Hjaltason
og aðrir aðstandendur.
r
4
4
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Í,896 8242
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
■N
J
BERGLJOT
SIGRÍÐUR RAFNAR
+ Bergljót Sigríður
Rafnar fæddist í
Reykjavfk 20. sept-
ember 1922. Hún lést
á Landspitalanum
11. desember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá Bú-
staðakirkju 18. des-
ember.
Ég hrökk við þegar
ég frétti andlát Berg-
Ijótar Rafnar. Eftir
stutt veikindi sem ég
vissi ekki af var þessi
skemmtilega, fróða og
góða vinkona mín farin. Ég man
þegar hún heimsótti mig í Skálholt
síðla sumars með Jónasi bróður sín-
um. Við ákváðum að hittast eins og
svo oft áður í stofunni hennar og
eftirlifandi eiginmanns, Bjarna
Rafnar, drekka kaffi og borða sam-
an eplaköku sem enginn gat gert
eins vel og hún og ræða framhald á
skrifum. Vinir urðum við Bergljót
þegar ég hóf að skrifa um séra Har-
ald Níelsson prófessor, föður henn-
ar, og hún sá svo um að allt skjala-
safn hans, ræður, handrit, bréf og
fleira barst mér eins og það lagði
sig og hann hafði skiiið við það.
Margar stundir sátum við saman
og spjölluðum um þessar heimildir
og handrit og ekki spillti þegar Jón-
as Haralz, bróðir hennar, gat verið
með. Þá var einnig rætt um heima
og geima, pólitík og persónusögu og
ekki komið að tómum kofunum þar
sem þau systkin voru enda þau fróð,
skemmtileg bæði og fluggreind.
Greinilegt var að Bergljót hafði
marga eiginleika foreldra sinna.
Móðir hennar, síðari kona Haralds,
var Aðalbjörg Sigurðardóttir sem
Birting
afmælis- og
minning-
argreina
M0RGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Greinunum er veitt viðtaka á
ritstjóm blaðsins í Kringlunni
1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur
unnt að senda greinamar í sím-
bréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfund-
ar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöð-
ugrein af hæfilegri lengd, en
aðrar greinar um sama einstak-
ling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
Ijóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar em
beðnir að hafa skfrnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era
birtar greinar um fólk sem er
70 ára og eldra. Hins vegar era
birtar afmælisfréttir ásamt
mynd í Dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII-skráa sem í dag-
legu tali era nefndar DOS-
textaskrár. Þá era ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
lifði mann sinn og
starfaði mikið að
félags- og menningar-
málum. Þennan áhuga
erfði Bergljót, tók um
tíma þátt í bæjarmála-
pólitíkinni á Akureyri
og þekkti vel menn og
málefni þar. Það var
sama hvort hún talaði
um stóra málin eða hin
smáu, áhuginn á því að
leggja gott til mál-
anna, finna úrræði og
gefa af sér var sá sami.
Hún var mikil fjöl-
skyldumanneskja og
bamabörnin vora henni kær og
mildð yndi og um þau vildi hún tala
- en hún fylgdist einnig vel með
öðra, landsmálapólitíkinni, og hún
var vel lesin á mörgum sviðum og
betri prófarkalesara hef ég aldrei
kynnst. Bergljót var skapmikil eins
og faðir hennar og hún lá ekki á
skoðunum sínum þegar svo bar
undir.
Réttlætiskennd hennar var rík og
hún sat ekki hjá þegar hún sá eða
skynjaði ranglæti og fals. Samstarf
okkar að útgáfu ræðusafns föður
hennar, „Það er yfir oss vakað“, var
farsælt og aldrei bar skugga á það.
Vinátta okkar og trúnaður átti
sér í raun langa sögu sem rekja má,
ekki aðeins eina kynslóð til baka,
heldur tvær. Með foreldram mínum
og þeim hjónum var mikill vinskap-
ur og samvinna. Bjarni læknir og
Jónas bróðir hans vora skólabræð-
ur föður míns, Péturs Sigurgeirs-
sonar, prests á Akureyri, og vin-
áttusamband varð milli þeirra. Ég
man eftir Bergljótu og Bjarna í
fermingarveislunni minni og stúd-
entaveislunni einnig og þær
mamma og Bergijót vora saman í
saumaklúbbi.
Þannig var að langömmusystir
mín, Kristín Guðmundsdóttir, sem
aldrei giftist, þjónaði fjölskyldu
Bergljótar ævilangt. Fyrst Aðal-
björgu sem átti holdsveikan föður
og síðan heimili Aðalbjargar og
Haralds í Reykjavík.
Segja má að hún hafi verið fóstra
Bergljótar. Heyrt hef ég að hún
hafi alltaf vakað eftir Haraldi á
kvöldin þegar hann kom seint heim
úr fyrirlestrarferðum eða af fund-
um. Móðuramma mín hét Kristín og
systir mín einnig. Yngsta dóttir
Bergljótar ber einnig þetta nafn.
Ég, systur mínar og foreldrar
mínir, Pétur Sigurgeirsson biskup
og Sólveig Asgeirsdóttir, sendum
Bjarna og bömum þeirra Bergljót-
ar og Jónasi bróður hennar okkar
eihlægustu samúðarkveðjur. Góður
Guð blessi minningu þessarar
merku konu og styrki og huggi að-
standendur, fjölskyldu og vini henn-
ar.
Pétur Pétursson.
Heimleið upp brekkurnar ofan
við Þórshöfn í Færeyjum. Úthaginn
er dökkur og steinarnir gráir. Uti í
hafsauga glampa Ijóstýrar og trill-
urnar era á leið til hafnar með takt-
föstu duni.
Ég trítla heldur en geng, því ég
er í helgiskapi og er að koma frá því
að setja bréf í póstkassann. Inni í
mér era aðventa og jól, gamlir
tímar og barnaár. Ég sé vini mína
fyrir mér, sé þá opna bréfin, lesa
línumar og eiga tóm og tíma með
hugsunum sínum og minningum.
Spegla mér í andliti og augum og á
ósnortið andartak í endalausri vídd.
- Svo hringir síminn, hávær og
vægðarlaus langt út á götu. Því
miður hef ég ekki góðar fréttir að
færa, Þóra mín, segir rödd móður
minnar, hún Begga vinkona okkar
er dáin.
Inni í húsinu er þögn. Fyrst að-
eins þögn, myrkur og tóm. Síðan tár
og tregi. Að lokum birta og þökk.
Bergljót Rafnar var kynslóð eldri
en ég og mjög náinn vinur foreldra
minna. Þetta var traust og gagn-
kvæm vinátta sem byggði meðal
annars á því, að þau reyndu aldrei
að breyta hvort öðra né færa sig og
sína í annan ham, og átti sér forna
rót allt frá mennta- og háskólaáram
þeirra Bjama og pabba. Saman
vora þeir bara stórir strákar og
byggðu vináttu sína í tímalausri
vídd. Fjölskyldumar tvær eignuð-
ust þannig athvarf og skjól sem var
mikil nauðsyn í erli og ábyrgð sem
fylgdi lífi þeirra og starfi og oft
skutust þessar fjölskyldur þvers yf-
ir lóðimar í Ásabyggðinni, styttu
sér leið milli snúrastauranna í
kvöldkaffi og notalegt spjall. Bját-
VILBORG
JÓNSDÓTTIR
OGJÓNRÚNAR
ÁRNASON
+ Vilborg Jóns-
dóttir fæddist í
Keflavík 28. ágúst
1955.
Jón Rúnar Árna-
son fæddist í Nes-
kaupstað 19. mars
1951.
Þau létust af slys-
forum 30. nóvember
sfðastliðinn og fór
útfor þeirra fram frá
Keflavíkurkirkju 8.
desember.
Enn eitt dauðsfallið
á Keflavíkurveginum,
nú þrefalt. Hringing snemma á
föstudagsmorgni! Þetta vora Rúnar
og Vilborg! Onotin frá því kvöldið
áður staðfest. Rúnar og Vilborg sem
vora alltaf svo kát og hress, sam-
hent og ánægð hvort með annað og
lífið og tilverana, sem áttu þrjá
mannvænlega syni og tengdabörn
og barnaböm, sem vora nýbúin að
kaupa sér ferð til Mexíkó á næsta
ári í tilefni af fimmtugsafmæli Rún-
ars. Láta einu sinni eftir sér al-
mennilegan munað, eins og þau
sögðu þegar þau litu inn fyrir stuttu.
Rúnar og Vilborg dóu í einu af
þessum skelfilegu slysum ársins.
Slysum þar sem enginn veit hver
næst á um sárt að binda og fyrr eða
síðar snerta alla persónulega, ef
ekki sjálfa, þá ýmist vegna fjöl-
skyldutengsla eða kunningsskapar.
Tilviljun ræður hver fyrfr verður en
tilviljun er tölfræðileg, fyrr eða síð-
ar nær dreifing atburða til allra með
einum eða öðram hætti, nú var það
vensla- og kunningjafólk mitt. Fólk
sem hafði margt til branns að bera,
var sátt við lífið og tilverana, ánægt
hvort með annað og naut þess aug-
ljóslega að vera til. Þeim mun
sárara er að sjá á eftir fólki þegar
þannig háttar til en eigi má sköpum
renna.
Blessuð sé minning þeirra Jóns
Rúnars og Vilborgar.
Guðjón Ármann Jónsson.