Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
aði eitthvað á á öðru heimilanna,
stóð hitt opið með ráðum og dáð.
A stjórnmálavettvangi voruð þið
vinirnir á öndverðum meiði en aldr-
ei létuð þið það skyggja á samveru
ykkar og mættu margir taka það til
mikillar fyrirmyndar. Mér er til
dæmis í fersku minni þegar Begga
tilkynnti okkur, að nú færi hún í
bæjarstjórnarframboð fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Man ekki sjálfa um-
ræðuna en sé ykkur öll ljóslifandi
fyrir mér og heyri rödd föður míns:
Bergljót Rafnar er öðlingur í hjarta
sínu, og henni er hægt að treysta,
sama hvað flokkurinn heith-. Pess-
um eiginleikum gædd bjóst Begga
til starfa og eyddi ómældum tíma
og kröftum í þágu félagsmála, þar
sem hún sannaði sí ofan í æ ummæli
vinar síns í næsta húsi.
Begga sýndi vinum sínum aldrei
yfirborðskennt viðmót né lét sér á
sama standa 'um líðan þeirra og
dagfar. Hún var gædd þeim eig-
inleika, að hafa áhuga á manneskj-
unni, sama hver flötur sneri upp, og
þannig öðluðumst við, yngri kyn-
slóðin, hana einnig sem vin. Hún
sýndi okkur ætíð virðingu og virtist
standa á sama þótt við værum á
versta gelgjuskeiði með uppreistri
og alls konar mannalátum. Þau vóru
því ófá, unglingarnir og börnin sem
fengu athygli og yl og áttu athvarf í
Ásabyggð númer fimm.
Nú eru orðin allmörg ár síðan þið
Bjarni kvödduð Syðri-Brekkuna á
Akureyri og lögðuð land undir fót
til að njóta áfram nálægðar barna,
barnabarna og barnabarnabarna.
Annað kom aldrei til greina því að
hugur ykkar, hjarta og daglegt
amstur var óskipt helgað þeim. Við
fengum samt að eiga ykkur áfram.
Okkur var tekið með opnum örmum
þegar við kvöddum dyra í Efstaleiti.
Fundum þar þel og þokka sem ein-
ungis eru milli sannra vina og hafa
ekkert með tíma né rúm að gera.
_ Við sáumst síðast í sumar er leið.
Attum stutta ánægjustund með
spjalli, bolla og ljómandi augum.
Kvöddumst með kossi og innilegu
faðmlagi uppi í íbúðinni, þar sem
hægt er að horfa af svölunum heim
til allra barnanna ykkar og áfram
suður í fjarskann. Handan við nesin
og sundin blá taka við óravíddirnar
sjálfar, og þangað líður nú hugurinn
með djúpum söknuði. Efst í huga er
þó innileg samúð í garð ykkar allra,
er stóðu Beggu allra næst, og þökk
fyrir mig og mína, fyrir samveru-
stundirnar allar, nærveru og enda-
lausa hlýju.
Þóra Þóroddsdóttir.
Zontakúbbur Akureyrar sér á
bak góðum félaga og vini þegar
Bergljót Rafnar kveður. Hún var
ötul Zontakona, skemmtileg og
ósérhlífin. Frásagnalistar Bergljót-
ar nutum við ríkulega þegar hún
tók sig til og lyfti líðandi stund á
flug með hnyttnum sögum, þar sem
þau hún og Bjarni voru aðalpersón-
urnar sem grínið snerist um. Aðrir
fengu sinn græskulausa skammt.
Málshættir, Ijóð og orðatiltæki léku
á vörum hennar. Starfsheiti Berg-
ljótar við inngöngu í Zontaklúbbinn
var húsmóðir með stúdentspróf úr
stærðfræðideild. Þetta var óspart
notað þegar þurfti að reikna út
hagnað eftir flóamarkað sem við
héldum á flötinni framan við Zonta-
húsið. Minningarnar frá þeim góðu
dögum verða enn verðmætari nú
þegar ljóst er að samverustundirn-
ar verða ekki fleiri. Eftir að Berg-
ljót flutti suður sendi hún okkur
hlýjar kveðjur á jólum og var með
hugann við bæjarlífið og starfið hjá
okkur Zontakonum. Sjálf var hún
búin að vinna samfélaginu ómælt
með allri þátttöku sinni í nefndum
og ráðum, bæði á vegum Zonta-
klúbbsins og Akureyrarbæjar. Eg
átti því láni að fagna og við hjónin
að eignast þau að kunningjum
Bergljótu og Bjarna þegar við flutt-
um til Akureyrar og eftir á að
hyggja er trygglyndi þeirra og
stuðningur eitt af því sem hefur
gert Akureyri að svona góðum bæ
til að búa í. Bergljót bauð mér á
fyrsta Zontafundinn fyrir meira en
tuttugu árum, samt er svo stutt síð-
an. Eg sat með henni í stjórn
klúbbsins og lærði margt af henni
þar. Bjarna Rafnar, börnum hans
og fjölskyldum þeirra sendum við
Zontakonur innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Berg-
ljótar Rafnar.
Fyrir hönd Zontaklúbbs Akur-
eyrar,
Kristín Sigfúsdóttir.
JÓN ELÍS
GUÐMUNDSSON
+ Jón Elís Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
janúar 1973. Hann
lést í Mexíkó 9. des-
ember síðastliðinn
og fór útfór hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. desember.
Elsku Jón Elís, við
vitum að þér líður vel á
þeim stað sem þú ert
nú kominn á. Við sökn-
um þín mikið og getum
ekki hugsað okkur lífið
næstu árin án þín. Þú
varst svo stór þáttur í lífi okkar og
bjóst þú nokkrum sinnum á þinni
stuttu ævi heima hjá okkur. Minn-
ingarnar eru svo ótalmargar um frá-
bæran strák fullan af orku og gleði.
Þú varðst alltaf að vera að afreka
eitthvað, jafnvel sem smá polli. Þó
lífið hafi stundum verið þyrnum
stráð hjá þér, þá varstu alltaf sá
yndislegi bróðir sem ég mun minn-
ast alla tíð. Þú varst vinur í raun og
alltaf hafðir þú tíma til að hlusta.
Það sem er mér, og verður, alveg
ógleymanlegt er þegar þú gafst mér
vissa bók og sagðir: „Fjóla, eitt
faðmlag getur breytt deginum fyrir
þann sem þú faðmar og líka hjá þér
og það kostar ekkert." Þessa bók
fékkst þú svo aftur lánaða og notaðir
mikið og hef ég ekki séð hana síðan
en það verður næsta verk mitt að
kaupa þessa bók og hafa hana hjá
mér. Þú gafst öllum svo mikið af þér
og stundum of mikið svo þú varst út-
keyrður og hafðir enga orku handa
sjálfum þér en þannig varst þú. Þú
varst óspar á faðmlagið og ef þú
heyrðir að manni leið
ekkert of vel þá sagðir
þú alltaf: „ Gerðu þig
klára, ég kem og tek
þig í bíltúr.“ Og svo
komstu. Þú varst besti
vinur minn og finnst
mér að hluti af mér
hafi dáið með mér. Við
biðjum Guð að geyma
þig, elsku vinur, og
kveðjum þig með þessu
ljóði:
Nóttin er dimm og ég
skelf
því ekkert heyrist,
í nóttinni býr eitthvað
óþekkt og
ég finn lyktina af óttanum.
Skyndilega skín sólin á andlit mitt
ég finn, já ég finn
hve húð mín lifnar við
Hún sendir geisla sína
inn í augun mín
og hita sinn inn í hjarta mitt.
Þegar sólin skín verð ég aftur lifandi
ég stækka og hugur minn blómstrar
jörðin opnast og ég hleyp um
einsogkálfurávorin.
Éghlæogéggrætafgleði,
þetta er hans ríki.
Hann er loksins kominn,
hann sem gefur svo margt,
hann gefur af gleði en heimtar
ekkert til baka.
Augun eru spegill sálarinnar.
Ef þú leist í mín: Hvað sást þú?
Lífið er leikur, já leikur
sem þeir heiðarlegu vinna.
Ég lít í hjarta mitt:
Erégeinnafþeim?
(Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir.)
Fjóla systir og Pálmi.
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 4fa
Anand tekur forystuna
gegn Shirov
SKAK
T e h e r a r
HEIMSMEISTARA
EINVÍGI FIDE
20.-27.12 2000
í lokahrinu heimsmeistaraein-
vígisins verða tefldar sex skákir. í
fyrstu einvígisskákinni milli þeirra
Anands og Shirov kom upp frönsk
vöm og lauk þeirri skák með jafnt-
efli eftir nokkrar sviptingar. I ann-
arri skák þeirra tefldi Shirov sama
afbrigði og Adams tefldi í einvíginu
á móti Anand um daginn. Anand
var að sjálfsögðu öllum hnútum
kunnugur og kom með athygils-
verða nýjung strax í áttunda leik.
Eftir mistök Shirovs í 14. leik náði
Anand yfirhöndinni, en í framhald-
inu varðist Shirov vel. Eftir mikil
uppskipti kom upp mjög flókið
hróksendatafl og eru menn ekki á
einu máli um hvort endataflið sé
unnið eðajafntefli.
Hvítt: Viswanathan Anand
(2.762)
Svarrt: Alexei Shirov (2.746)
Spænski leikurinn [C78]
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5.0-0 Bc5
Adams lék einnig þessum leik á
móti Anand í annarri skákinni, en
það bar ekki tilætlaðan árangur.
6. c3 b5 7. Bc2 d5
Athygilsverð peðaframrás sem
byggist á hugmyndinni 8. exd5
Dxd5! 9. Bb3 Dd3 og drottningin
heftir framgöngu hvítu mannanna.
8. a4!?
Nýjung. Áður hefur teflst 8.d4
dxe4 9. Rxe5 (9. dxc5 Dxdl 10.
Bxdl exS3 11. BxíS Bb712. b4 e4
13. Be2 0-0 staðan er óljós Row-
son-Benjamin, Edmenton 2000 ) 9.
...Rxe5 10. dxe5 Dxdl 11. Hxdl
Rg4 12. Bxe4 Rxf2 13. Bc6+ Ke7
14. Hd5 Bb6 15. Bxa8 Rd3+ 16.
Kfl Rxcl 17. Ra3 Be6 18. Hxcl
Hxa8 19. Hd3 Bf5 20. Hddl Be3 21.
Hal Bf4 22. g3 Bxe5 23. Hd2, en
þannig tefldist skákin Shirov-Onic-
huk, Þýskaland 2000, og Zhang
Zhong-Onichuk, Bejing 2000, og
hvítur heldur vinningsmöguleik-
um. Þó ætti svartur að halda jafnt-
efli.
8. ...dxe4
Til greina kom 8. ...Hb8, en eftir
9. d4 dxe4 10. dxcö Dxdl 11. Bxdl
hefur hvítur hagstæða útgáfu á
skákinni Rowson-Benjamín hér að
ofan.
9. axb5 Bg4
Ekki 9. ...exf3 10. Dxf3 e4 11.
Bxe4 Re5 12. De2 og vinnur því
ekki gengur 12. ...Bg4 vegna 13.
Bc6+.
10. Bxe4 Rxe4 11. bxc6 0-0
Sjá stöðumynd 1.
Byrjuninni er lokið hvítur er
peði yíir, en á móti kemur að c6
peðið er veikt og eins er svartur
langt á undan í liðskipan.
12. d4
Til greina kom 12. d3 Rxf2 13.
Hxf2 e4 ( ef 13. ...Bxí2+ 14. Kxí2
e4 kemur 15. Ha4! og hvítur stend-
ur betur ) og eftir 14. d4 exf3 15.
E ■? jT
á JJJ A ÍH ÍH !
& %sm & iMi mrn & § §§§(§ 1 i HHI n m
Stöðumynd 1
Rd2 Bd6 16. Rxf3 De8! er staðan í
jafnvægi.
12. ...exd4 13. cxd4 Bb6 14. Rc3
He8?!
Hér missir Shirov af gullnu
tækifæri: 14. ...Rxc3 15. bxc3 Dd5
16. h3 Bh5 17. g4 Bg6 18. Re5 f6!
19. Rxg6 (slæmt erl9. Rd7 Hfe8
20. Rxb6 cxb6 21. c7 Dd6 og svart-
ur stendur betur) hxg6 20. Dd3 f5!
og svartur hefur góð gagnfæri.
15. Be3 Dd6
Nú er 15. ...Rxc3 ekki eins sterkt
vegna 16. bxc3 Dd5 17. h3 Bh5 18.
g4 Bg6 19. Re5 og nú gengur ekki
19. ...f6 vegna 20. c4.
16. d5!
Sennilega hefur Shirov misst af
þessum leik.
16. ...Bxe3 17. fxe3 Had8
Eftir 17. ...Rxc3 18. bxc3 Hxe3
19. Dd4 Bxf3 20. Dxe3 Bxd5 21.
Hfdl Dxc6 nær hvítur að skipta
upp í hagstætt endatafl 22. Dd4!
Bc4 23. Dd8+ De8 24. Dxe8+
Hxe8 25. Hd4 og hvítur hefur mjög
góðar vinningslíkur.
18. Hxa6 Rxc3 19. bxc3 Dxd5
20. Dxd5 Hxd5 21. Rd4
Eftir að storminn hefur lægt
heldur Anand góðum vinnings-
möguleikum. Samt er ekki einfalt
að notfæra sér umframpeðið vegna
þess hversu veik peðin eru á e3 og
c3.
21....g6!
Undirbýr að búa til griðland fyr-
ir biskupinn á e4.
22. Hf4
Eftir 22. Kf2 kemur 22. ...Hd6!
með hótuninni Hf6+.
22. ...Bf5 23. Ha7 Hxe3 24. c4
Hc5 25. Hxc7 He4!
Slæmt væri 25. ...Hxc4 26. Hxf5
Hxd4 ( ef 26. ...gxf5 27. Hc8+ Kg7
28. Rxf5+ og vinnur ) 27. Hfxf7 og
hvítur vinnur.
26. Hxe4 Bxe4 27. He7 Bf5 28.
c7 Kf8?
Nú bregst Shirov bogalistin.
Eftir 28. ...Kg7! 29. Rb5 (29. Rxf5+
gxí5 30. KÍ2 Hxc4 er steindautt
jafntefli ) 29. ...Rf8 30. Hel Hxc4 er
staðan jafntefli.
29. Rxf5 gxfð 30. Hd7 Kg7 31.
Hd4!
■ A í
31. ...Hxc7
Við fyrstu sýn mætti ætla að
svartur ætti ekki að vera í vand-
ræðum með að ná jafntefli, en við
nánari athugun kemur í ljós að
hvítur hefur góðar vinningslíkur
sem byggjast á því hversu veik
peðastaða svarts er á kóngsvæng.
Staðan er það flókin að til að kom-
ast til botns í henni þarf margra
klukkutfma eða jafnvel margra
daga vinnu!
32. Kf2 Kf6 33. Ke3 Ke6 34. g3
f6 35. Kd3 Ha7 36. Kc3 Ke5 37.
Hh4 Hb7!
Svartur mátti ekki hleypa
kóngnum á b4
38. Hf4 Hbl 39. Hf2
Eftir þetta verður taílinu ekki
bjargað. Eini möguleikinn fólst í
39. ...Hhl! 40. Kb4 ( ekki 40. c5 f4
41. Hxf4 Hxh2 42. Hc4 Ha2 og
svartur heldur jafntefli ) 40. ...f4
41. gxf4+ Kd6 með jafnteflismögu-
leikum. Lok skákarinnar teflir An-
and óaðfinnanlega og er fróðlegt
fyrir lesendur að fara yfir lok skák-
arinnar.
40. Kb4 Ke6 41. Kb5 Kd6 42.
Hxf5 Hbl+ 43. Ka4 Hb2 44. Hxf6+
Kc5 45. Hh6 Kxc4 46. Hh4+ Kd5
47. Hxh7 Ke5 48. Ka3 Hb8 49.
Hh5+ Kf6 50. Hh4 Kg5 51. Hb4
Hh8 52. h4+ Kh5 53. Hb5+ Kh6
54. g4 He8 55. Hb4 Kg6 56. Hb6+
Kf7 57. Hb7+ Ke6 58. Hh7 Hb8 59.
g5 Kf5 60. Hh6 Ke5 61. h5 Kf5 62.
g6 Kf6 63. Hh7 Hg8 64. Kb3 1-0
Mót á næstunni
26.12. TK. Jólahraðskákmót
27.12. TR. Jólahraðskákmót
28.12. SA. Jólahraðskákmót
29.12. SA. Jólamót 15 ára og y.
29.12. Hellir. Jólamót
30.12. TR. Skeljungsmótið
30.12. SA. Hverfakeppni
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
Nýtt - nýtt
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frákl. 11-16
2 Kampavírj
kr. 1.530 ,
■K—KmK—
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-16