Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Bóker besta gjöfin Rókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra | bókaútgefenda i FERSKT • FRAMANOi • FRUMLEGT La Espanola Mest seldu oth/ur á Spáni nfíft , munft! Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Opið (il kl. 23 HBBHMHi Hallgrímskirkja Morgunblaðið/Ómar Nú geta jólin komið Það var búið að kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukrans- inum. I kringum þau rfkti þögn. Þögnin var svo mikil að ef einhver hefði verið nálægur hefði hann heyrt kertin tala saman. Fyrsta kertið jf i andvarpaði og V sagði: Ég er frið- / I arkerti. Ljós mitt 4 lu " lýsir en fólkið býr L 1 ** ekki í friði hvert við annað. Fólkinu er Þ alveg sama um mig. Ljósið á fyrsta kert- inu mínu varð minna og minna þangað til það slokknaði alveg. Annað kertið flökti og sagði: Ég Í" ~ \ heiti trú. En ég er f alveg óþarfi. Fólk- " inu er alveg sama um guð, það vill ekkert af honum vita. Það hefur eng- an tilgang að það sé ijés á mér. Krafturinn í kertinu sem nefndi sig trú var búinn. Smá trekkur dugði til. Kerti tvö slokknaði. Með lágri, dapurri rödd tók þriðja kertið til máls: Ég heiti kærleikur. En ég hef enga orku til þess að láta ljós mitt skína. Fólkið er búið að ýta mér til hliðar. Það sér bara sig sjálft og ekki náungann sem þarf á kærleikanum að halda. Að þessum orðum mæltum slokknaði á þriðja kertinu. Lítið barn kom inn í her- bergið þar sem aðventukrans- inn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: Mér flnnst ekki gaman þegar er slökkt á ykkur. Þá svaraði fjórða kertið: Ekki vera hrætt. A meðan það er ljós á mér getum við kveikt á liinum kertunum. Ég heiti von. Það var gleði- svipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskert- inu, trúarkertinu og friðarkert- inu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: Nú geta jól- in komið í alvöru. Þýtt og staðfært úr þýsku: Pétur Björgvin Þorsteinsson. (Höf. ókunnnr.) Safnaðarstarf Helgihald í Bústaðakirkju - beinar útsend- ingar á Netinu FJÖLMARGIR Islendingar búsettir í útlöndum sakna þess um jól og ára- mót að hafa ekki tök á því að sækja aftansöng og hátíðarguðsþjónustur í íslenskum kirkjum, svo snar þáttur sem messurnar eru í íslenskum sið- um yfir hátíðarnar. Þótt ekkert komi í staðinn fyrii- þann hátíðleika sem fylgir því að sækja kirkju yfir hátíð- arnar fleygir tækninni svo ört fram að guðsþjónustur eru sendar heims- horna á milli um Netið. Bústaða- kirkja og Tæknival komu á síðasta ári til móts við óskir þúsunda íslend- inga fjarri heimahögunum með bein- um útsendingum á Netinu á www.kirkja.is og mæltist útsending- in svo vel fyrir að þúsundir fylgdust með. Akveðið hefur verið að senda út jóla- og áramótaguðsþjónustur frá Bústaðakirkju um komandi jól og áramót í samvinnu við Tæknival og Títan. Mikiivægt er að ættingjar og ástvinir Islendinga í útlöndum komi þessum upplýsingum á framfæri og gefi upp slóðina, www.kirkja.is, þar sem hægt verður að sjá og heyra ís- lensku guðsþjónusturnar. Tæknin hefur verið stórlega end- urbætt frá síðasta ári og gæði út- sendinganna verða við bestu skilyrði í líkingu við sjónvarpsgæði. Notaður er nýr hugbúnaður frá Microsoft, Windows Media Encoder 7, sem eyk- ur stórlega bæði mynd- og hljóðgæði frá því sem áður hefur þekkst. Bú- staðakirkja er tengd með 1,5 MB ASDL-línu og tengist þaðan fjar- skiptafélaginu Títan en fyrirtækið hefur nýlega uppfært sambandið út á Netið í 100 MB innanlands og til Evr- ópu. Það mun vera hraðvirkasta tenging við Netið hjá íslenskri net- þjónustu. Guðsþjónustui-nar sem verða flutt- ar í beinni útsendingu eru: Aðfanga- dagur 24. desember: Kl. 11 er barna- messa með léttu sniði þar sem þau yngri koma saman og syngja jólalög- in. Tónlist flutt af ungmennum undir stjóm Pálma Sigurhjartarsonar. Kl. 18 verður aftansöngur. Kirkju- kór og Bama- og Bjöllukórar sjá um tónlist. Fyrir athöfnina flytja félagar úr Kirkjukómum jólalög ásamt hljóðfæraleikurum. Organisti verður Guðmundur Sigurðsson. Jóladagur 25. desember: Kl. 14 er hátíðarguðsþjónusta - einsöngvari verður Jóhann Friðgeir Valdimars- son. Félagar úr kirkjukór syngja jólalög fyrir athöfn. Organisti verður Guðmundur Sigurðsson. Annar dagur jóla 26. desember: Kl. 14:00 Fjölskylduguðsþjónusta - tón- list í umsjá Stúlkna- og Barnakóra Bústaðakirkju. Stjórnandi er Jó- hanna Þórhallsdóttir. Organisti Sig- rún Steingrímsdóttir. Gamlársdagur 31. desember: Kl. 18 verður aftansöngur. Kirkjukór sér um tónlist. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Nýársdagur 1. janúar: Kl. 14 er há- tíðarguðsþjónusta - ræðumaður verður Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Kirkjukór sér um tónlist. Trompetleikari verður Asgeir Stein- grímsson. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. A aðfangadagskvöld og jóladag hefjast útsendingar á Netinu með tónlistarflutningi 45 mínútum fyrir athöfn en aðra daga á auglýstum messutíma. Jólatrésfagnaður í Bústaðakirkju Fimmtudaginn 28. desember verð- ur helgistund í kirkjunni kl. 14:00. Að henni lokinni hefst jólatrésskemmt- un barnanna í safnaðarheimili kirkj- unnar. Þar verður fjölbreytt dagskrá og hver veit nema skemmtilegir gest- ir írá fjarlægum slóðum kíki í heim- sókn og færi okkur glaðning. Helgihald um jól í Digraneskirkju Á aðfangadag jóla verður að venju aftansöngur kl. 18, með hátíðatóni sr. Bjama Þorsteinssonar, prestur í þeirri guðsþjónustu er sr. Gunnar Siguijónsson, Kór Digraneskirkju syngur, en einsöng syngja Guðrún Lóa Jónsdóttir og Þórunn Stefáns- dóttir. Organisti er Kjartan Sigur- jónsson. Auk þess verður boðið upp á þá ný- breytni að aftansöngur verður einnig kl.23. Hátíðatón sr. Bjarna Þorsteins- sonar verður flutt og prestur í þeirri guðsþjónustu er sr. Magnús Bjöm Björnsson sem nýlega er kominn til starfa í söfnuðinum. Kór Digranes- kirkju syngur að venju, og einsöngv- arar era Hanna Björk Guðjónsdóttir og Þómnn Stefánsdóttir. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. Á jóladag er hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hátíðatón sr. Bjama Þor- steinssonar verður sungið, sr. Gunn- ar Siguijónsson þjónar fyrir altari en sr. Magnús Bjöm Björnsson prédik- ar. Kór Digraneskirkju syngur og ein- söng syngur Guðrún Lóa Jónsdóttir. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. Prestar Digraneskirkju. Kolaportsmessa Helgihald þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. I tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu á Þoriáks- messu 23. desember kl. 14:00. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, og Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur flytja samtalspredikun og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni leiðir fyiTrbæn. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Gréta Scheving leiða lofgjörðina. Áður en kolaportsmess- an hefst kl. 14:00 munu okkar frá- bæm kirkjuklukkur Þorvaldur og Gréta flytja jólalög. í lok stundarinnar verður fyrir- bæn og smuming. Tökum á móti helgri hátíð beint inn í hjarta okkar, þá verða jólin góð. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kola- portinu sem ber heitið Kaffiport, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýr- indis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir meira en velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&K. Helgistund í Austurstræti Á Þorláksmessukvöld verður opið hús á Loftstofunni í Austurstræti 20 frá kl. 20:00-23:00. Öllum er velkom- ið að líta þar inn og þiggja hressingu og hvíla lúin bein. í leiðinni er hægt að kynna sér miðborgarstarf KFUM og K (leikmannahreyfing kirkjunn- ar). Klukkan 21:00 mæta öflugar konur í Léttsveit Kvennakórsins undir stjóm Jóhönnu Þórhallsdóttur og syngja jólasálma. Á milli sálma- söngsins mun Jóna Hrönn Bolladótt- ir miðborgarprestur flytja jólaguð- spjallið. Stöldram við í miðborginni á Þor- láksmessukvöld og tökum við boð- skap jólanna í tali og tónum. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Miðborgarstarf KFUM og K. Vandaður tónlistar- flutningur í Hafnar- fjarðarkirkju Við helgihald komandi jólahátíðai- í Hafnarfjarðarkirkju verður vel til alls tónlistarflutnings vandað enda vísar hátíðin nú bæði til 1000 ára kristni þjóðarinnar og 2000 ára kristni í heimi. Við aftansöng á að- fangadagskvöld kl. 18.00 syngur full- skipaður Kór Hafnarfjarðarkirkju. Við miðnæturguðsþjónustu á jóla- nótt kl. 23.00 syngur Kór Öldutúns- skóla undir stjórn Egils Rúnars Friðleifssonar. Kristján Helgason syngur einsöng og félagar úr Kór Hafnai’fjarðarkirkju leiða safnaðar- söng. Við hátíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14.00 syngur Árni Gunnarsson einsöng og leikur á básúnu. Við fjöl- skylduguðsþjónustu annan dag jóla kl. 14.00 sýna böm í barnastarfi Safnaðarstarf og listir hallgrimskirkj a. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.