Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 53
Æmmmm
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 53
í
1
kirkjunnar helgileik. Við aftansöng á
gamlárskvöld syngur Aðalheiður
Gunnarsdóttir einsöng. Við biskups-
messu á nýársdag kl.14.00 syngur
Páll Rósinkrans einsöng við undir-
leik Óskars Einarssonar á flygil.
Orgelleikari er Natalía Chow nema á
jólanótt leikur Öm Falkner á orgel
kirkjunnar.
Dönskjólaguðs-
þjónusta í
Dómkirkjunni
Að venju verður haldin dönsk jóla-
guðsþjónusta í Dómkirkjunni í
Reykjavík á aðfangadag jóla. Á und-
anfömum ámm hefur verið nærri
húsfyllir við þessa guðsþjónustu,
enda margir sem tengjast Danmörku
traustum vináttuböndum hér á landi.
Hefst guðsþjónustan kl. 15.30. Prest-
ur er sr. Þórhallur Heimisson. Það er
danska sendiráðið sem stendur að
jólaguðsþjónustunni, en allir eru að
sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Jólanæturguðs-
þjónusta biskups
í Dómkirkjunni
Biskup íslands, herra Karl Sigur-
björnsson, prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jakobi Ágústi Hjálm-
arssyni, sóknarpresti Dómkirkjunn-
ar, við guðsþjónustu á jólanótt kl.
23:30. Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn
syngja undir stjóm Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur.
Löng hefð er fyrir messum á jóla-
nótt í þessari gömlu kirkju. Dr. Sig-
urbjöm Einarsson stóð fyrir þeim í
biskupstíð sinni með aðstoð dr. Ró-
berts Abrahams Ottóssonar og Kórs
guðfræðinema. Frá 1990 hefur sr.
Jakob Ágúst staðið fyrir messunum
en nú er þessi breyting gerð á að
biskup flytur þessa messu með fjöl-
mennu söngliði úr Hamrahlíðinni.
Það er fagnaðarefni að fá biskup á
ný til að leiða guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni á þessari helgu nótt.
Hátíðarsamkoma í
KFUM og KFUK
Jólasamkoma KFUM og KFUK
verður að venju haldin á annan í jól-
um kl. 20:30 í húsi þeirra við Holta-
veg. Þar gefst félagsfólki úr hinum
mörgu starfsgreinum félaganna
tækifæri til að hittast og eiga hátíð-
lega stund saman. Dagný Bjamhéð-
insdóttir, formaður Vindáshlíðar,
byrjar samkomuna með ritningar-
lestri og bæn. Ólöf Inger Kjartans-
dóttir, tónlistarfulltrúi KFUM og
KFUK, syngur tvísöng ásamt Árna
Gunnarssyni og Kjartan Jónsson,
framkvæmdastjóri félaganna, flytur
ræðu kvöldsins. Velunnarar og allt
félagsfólk er boðið sérstaklega vel-
komið.
Þýsk jóla-
guðsþjónusta
ÞÝSK jólaguðsþjónusta verður
haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag
kl. 14. Þetta er í fyrsta skipti sem
þýskir lútherstrúarmenn og kaþólsk-
ir halda sameiginlega jólaguðsþjón-
ustu í Reykjavík. Séra Gunnar Krist-
jánsson og Pfarrer Jiirgen annast
athöfnina.
Dómkirlq'an. Þorlákstíð í dag kl.
12.10. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson.
Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11.
Fríkirkjan Vegurinn: Hátíðarsam-
koma aðfangadag kl. 17-18. Allir vel-
komnir. Samkoma annan í jólum kl.
20.30 í umsjón unglingakirkjunnar.
Lofgjörð, fyrirbænir, líf og fjör í heil-
ögum anda. Allir velkomnir.
KEFAS: Helgistund aðfangadag kl.
11. Ræðumaður Helga R. Armanns-
dóttir. Þriðjud.: Hátíðarsamkoma kl.
11. Miðvikud.: Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Föstud.: Bæna-
stund unga fólksins kl. 19.30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Jólafagnaður
Verndar og Hjálpræðishersins verð-
ur haldinn á morgun, aðfangadag.
Borðhald hefst kl. 18. Ekki vera ein
(n) á þessu kvöldi, komdu frekar og
njóttu jólafagnaðar með okkur.
Morgunblaðið/ÁsdÍ8 -
Yín til
hátíðarbrigða
Góður matur kallar á
góð vín. Steingrímur
Sigurgeirsson mælir
með nokkrum viðeig-
andi vínum er hann hef-
ur bragðað undanfarið,
jafnt í efstu verðflokk-
um sem þeim neðstu.
NÚ er sá tími árs sem við
gerum hvað best við okk-
ur í mat og drykk og því
kannski við hæfi að
benda á nokkur betri vin (öll af sér-
lista, nema annað sé tekið fram og
fáanleg á Stuðlahálsi) sem myndu
smella að hátíðarréttunum um jól og
áramót. Ekki má heldur gleyma því
að nú eru að sögn vitrustu manna
hin einu sönnu alda- og raunar ár-
þúsundamót. Síðustu áramót voru
einungis „plat“ þótt vissulega hafi
verið gaman að fagna árinu 2000 og
við sem héldum upp á aldamótin þá
fáum nú tækifæri til að endurtaka
leikinn. Ekki slæmt og raunar síð-
asta tækifærið í 999 ár til að fagna
tímamótum af þessu tagi.
Er þá ekki rétt að opna flösku af
kampavíni, hvort sem er í fordrykk
eða á slaginu tólf eftir viku? Versl-
anir eru væntanlega vel birgar af því
um þessar stundir og því vonandi
ekki hætta á að menn komi að tóm-
um hillunum dagana fyrir áramót
líkt og á síðasta ári? Eða hvað?
Freyðandi freistingar
í kjarna eru fáanleg nokkur af-
bragðs kampavín og það er
skemmtileg tilviljun að nú um árþús-
undamót skuli einmitt kampavín frá
einum magnaðasta kampavínsfram-
leiðanda heims vera í reynslusölu,
Krug Grand Cuvée Bnit kostar
vissulega 6.460 krónur, en það er
þess virði. Unaðsleg upplifun fyrir
þá er kunna að meta stór og mikil
kampavín er þegar hafa tekið út góð-
an þroska í kjöllurum framleiðanda.
Eitt árgangskampavín er í kjarna
og það ekkert slor, Bollinger Grand
Anné 1990 á 4.170 krónur, frábær
framleiðandi, stórkostlegur árgang-
ur. Raunar er hið hefðbundna
kampavín Bollinger, sem nefnist
Special Cuvée, einhver bestu kaupin
sem hægt er að gera, kostar 2.290.
Ekki megum við heldur gleyma hin-
um sígildu kampavínum gulu ekkj-
unnar, Veuve-Clicquot og kampa-
vínunum frá Taittinger. Traustir og
vandaðir framleiðendur sem aldrei
klikka. Af sérlista myndi ég svo
mæla með Ruinart Rosé, einhverju
ljúffengasta rósakampavíni sem
framleitt er, kostar 3.970.
Vönduð hvítvín
Einhvern veginn á maður það til
að festast í Frakklandi þegar vönd-
uð hvítvín eru annars vegar. Jú, jú,
það eru framleidd mörg stór og mik-
il hvítvín í fjarlægum heimsálfum.
Nær öll eiga þau það hins vegar
sameiginlegt að vera framleidd úr
þrúgunni Chardonnay og vera nokk-
uð keimlík í stílnum.
Og alltaf þegar maður er farinn að
óttast að standariseringin sé farin að
ná of langt og einn samræmdur vín-
smekkur að ná yfirhöndinni kemur
Búrgund og bjargar manni. Hvítu
Búrgundarvínin eru vissulega fram-
leidd úr Chardonnay en endurspegla
hins vegar ekki þá þrúgu fyrst og
fremst heldur hina landfræðilegu,
jarðfræðilegu og veðurfarslegu
breidd héraðsins. Séu sjávarréttir á
borðum án þess að sósan sé yfir-
gnæfandi, t.d. fiskipate eða rækju-
réttir myndi ég mæla með Chablis
og þá helst Premier Cru eða Grand
Cru frá t.d. Domaine Laroche, J.
Moureau eða La Chablisienne. í
þyngri sjávarréttum og feitari sjáv-
arréttum mætti færa sig sunnar í
Búrgund og vil ég sérstaklega nefna
J. Moreau Chassagne-Montrachet
(2.660 kr.) eða Pierre André Pul-
igny-Montrachet (3.520 kr.).
Önnur frönsk svæði framleiða
ekki síður góð hvítvin og vil ég nefna
Loire-vín Pascal Jolivet (Sancerre
og Pouilly Fumé) sem dæmi.
Fyrir utan Búrgund er það hins
vegar Elsass sem skarar fram úr
með hinar einstöku þrúgur sínar
Riesling, Gewurztraminer og Pinot
Gris. Tvær síðarnefndu þrúgurnar
eiga t.d. vel við paté af flestu tagi,
hvort sem er kjöt og fisk, kryddaðan
mat, reyktan mat að ekki sé minnst
á graflax. Ef þið veljið vín frá fram-
leiðendum á borð Pfaffenheim,
Pierre Sparr, Hugel eða René Muré
ætti ekkert að geta farið úrskeiðis.
Rosaleg rauðvín
En það eru nú fyrst og fremst
rauðvín sem verða á borðum, ef
marka má reynslu fyrri ára og þá
oftar en ekki stór og mikil vín, sem
henta vel með íslenskri villibráð.
Enn og aftur mundi ég vilja mæla
með Búrgundarvínunum, enda hef
ég upp á síðkastið bragðað nokkur
þeirra sem voru hreint út sagt stór-
kostleg. Joseph Drouhin er fram-
leiðandi sem alltaf skilar sínu með
sóma og vínið Vosne-Romanée 1997
(3.220 kr.) sýnir vel hvers vegna vín
þessa héraðs eru jafn eftirsótt og
raun ber vitni.
Ávöxturinn þéttur og mikill, vínið
ungt en engu að síður vel tilbúið til
neyslu. Það ætti að vera gott með
lambi eða nauti engu síður en villi-
bráð. Frá sama þorpi kemur Faivel-
ey Vosne-Romanée Premier Cru
1996 (3.230 kr.), mildara og mýkra,
byggir meira á fágun en krafti.
Krafturinn er hins vegar yfirþyrm-
andi Joseph Drouhin Corton 1996
(4.000 kr) er hins vegar vöðbabúnt,
aflmikið þétt og kryddað. Verðugur
andstæðingur fyrir rjúpuna.
Vínin frá þorpinu Pommard eru
yfirleitt töluvert mýkri og aðgengi-
legri en risarnir af Corton-hæðinni
og myndi ég mæla með vínum frá
framleiðendunum Louis Jadot og
Faiveley.
Og ekki megum við gleyma Bor-
deaux, heimahögum flestra þekkt-
ustu og bestu rauðvína heims. Á sér-
listanum má finna nokkur mjög góð
Bordeaux-vín þótt manni sýnist sem
mörg þeirra fari nú einungis beint á
veitingahús án þess að koma á sér-
lista. En við spilum úr því sem við
höfum. Frá Pauillac kemur klassískt
Bordeaux-vín, Chateau Pibran 1996,
stílhreint og gott en nokkuð dýrt á
4.360 krónur. Le Petit de Mouton-
Rothschild (6.030 kr.) stendur hins
vegar vel undir verði, safaríkt og
djúpt vín sem þolir þó nokkra
geymslu. Chateau Pichon-Longue-
ville-Baron 1991 er hins vegar vín
sem ætti að neyta núna. Þetta er eitt
af stóru vínunum í Pauillac en 1991
var erfiður árgangur sem eldist
hratt. Hins vegar líklega það vín á
listanum sem kemst næst því að
vera búið að taka út sinn þroska og
sýnir hvernig eldra og þroskað
Bordeaux-vín lítur út. Pibran og Le
Petit myndu þola öfluga villibráð og
sósur en Pichon njóta sín best með
t.d. önd eða nauti. Hins vegai- er
einnig hægt að panta Pichon 1994
(sama verð) sem er mun stærra og
meira vín.
Eitt af mínum uppáhaldsvínum á
listanum er St. Estephé-vínið Cha-
teau Les Ormes de Pez (3.580 kr.)
sem ekki hefur svikið mig enn.
Magnað með hreindýri. Þá eru mjög
góð kaup í Graves-víninu Larrivet-
Haut-Brion (2.920 kr.).
Þriðja franska héraðið sem er ís-
lensku villibráðinni verðugt er
Rhðne. Stærstu vínin koma af
Hermitage-hæðinni og ég vil sér-
staklega nefna tvö: Paul Jaboulet
4
Hermitage La Chapelle 1992 (3.540
kr.), djúpt, þroskað og mikið vín,
angan af þurrkuðum ávöxtum, rús-
ínum og tóbaki. Vínið Delas Hermit-
age Les Bessard (3.880 kr.) er hins
vegar þungt, eikað og kryddað, mik-
ið og stórt vín. Bæði tvö fullkomin
með allri villibráð og raunar flestu
rauðu kjöti, lambi ekki síður en ’
hreindýri eða rjúpu.
En við megum nú ekki alveg skilja
við rauðvínin af sérlistanum án þess
að minnast á Nýja heiminn. Ástr-
ölsku Shiraz-vínin eru frábær þegar
best lætur og hér er nú fáanlegt
Rosemount McLaren Vale Show
Reserve Shiraz 1996 (2.740 kr.)
Magnað vín, þar sem sultukenndur,
rauður ávöxtur blandast saman við
leður, tóbak og krydd. Mikill massi.
Eða þá vínin frá meistara Grant
Burge sem er ein bjartasta von ástr-
alskrar víngerðar. Þar má nefna .
Rónarþrúgublöndu Holy Trinity eða
hið stórkostlega Barossa Mesach
Shiraz (6.400 kr.) sem stundum hef-
ur verið kallaður „hinn nýi Grange“.
Frá Kalifomíu eru Sonoma-vínin
frá Gallo traustur og góður kostur
(Frei Ranch Zinfandel er sérlega
skemmtilegt með villibráð) en frá
Napa vil ég benda á Joseph Phelps
Cabernet Sauvignon (3.110 kr.) sem
er á mjög góðu verði miðað við gæði.
Þó nokkru dýrara en samt líklega
hvergi annars staðar í heiminum
hægt að fá á betra verði er Opus One
1996 (9.440 kr.), Napa-vínið sem
varð til í samvinnu þeirra Roberts
Mondavi og barón Philippe de
Rothschild. Þetta vín átti að verða ,
eitt af bestu vínum veraldar og það
er það svo sannarlega. 1996 er með
betri Opus-árgöngum, endalaus ilm-
og bragðlög þar sem þykkur sól-
berjasafinn er áberandi í bland við
ferskar og þurrkaðar kryddjurtir,
tannínin í munni fremur mjúk og
vínið nálgast það verða tilbúið til
neyslu þótt vafalítið muni það halda
áfram að batna í 5-10 ár til viðbótar
séu geymsluskilyrði rétt. Því ber
undantekningarlaust að umhella í
karöflu og sé það gert ættu 2-3 tímar
að duga til að mýkja það aðeins.
Annað vín með svipað sögu en
nokkuð styttri er Almaviva. Það var
dóttir Philippe baróns, Philippine de
Rothschild barónessa, sem tók
höndum saman við Concha y Toro-
fjölskylduna í Chile í svipuðu sam-
vinnuverkefni og Opus One.
Vínið heitir Almaviva og fyrsti ár-
gangurinn var 1996. Næsti árgangur
á eftir, 1997, er nú seldur hér og það
vín kostar 6.510 kr. Þessir fyrstu ár-
gangar lofa verulega góðu upp á
framtíðina, djúp og mögnuð vín, þar
sem Médoe-áhrifin leyna sér ekki.
Víná
viðráðanlegu verði
En auðvitað eru ekki allir reiðu- ,
búnir að leggja á sig ferð upp í Heið-
rúnu á Stuðlahálsi, sérpanta eða
borga mörg þúsund krónur fyrir
eina ílösku. Það er hins vegar engin
ástæða til þess að örvænta því að
nokkur vel viðunandi vín má fá á hin-
um almenna lista ÁTVR. Hið ágæta
suður-afríska Drostdy-Hof Cabern-
et Sauvignon kostar til dæmis ekki
nema 990 kr. hið chilenska Canepa
Cabernet Sauvignon er tíkallinum
ódýrara á 980 kr. og hið spænska E1
Coto kostar 990 kr. Sé örlitlu bætt
við má fá Lindemans Shiraz Bin 50
(1.290 krjsem er vandað og traust
vín, sem vel má hugsa sér með villi-
bráð og það á einnig við um Rosemo-
unt Shiraz (1.290 kr.) og Penfold’s
Koonunga Hill (1.390 kr.). Örlitlu '
dýrari er hið ágæta Cabemet vin
WolfBlassá 1.440 kr.
Mjög góð kaup eru í nær öllum
vínum frá Chile og vil ég auk fyrr-
nefndra vína nefna Montes Cabern-
et Sauvignon (1.090 kr.) sem er mik-
ið vín fyrir peninginn og sama má
segja um stórabróðurinn Montes
Alpha Cabernet á 1.390 kr. Ekki eru
1.090 kr. mikið fyrir Cabernet frá
Santa Carolina. Og Santa Rita
Maipo Cabemet (1.270 kr.) stendur
fyrir sínu.
Frá Spáni mætti mæla með öðmm ^
traustum kosti, Torres Gran Coron-
as Cabernet á 1.250 kr.
Séu menn reiðubúnir að bæta enn
örlitlu við mæli ég með Kaliforníu-
vínunum frá Beringer, einhverjum
ömggasta og besta framleiðanda
Bandaríkjanna. Hvort sem er Zin-
fandel (1.540 kr.) eða Cabernet
Sauvignon (1.920 kr.).
J