Skírnir - 01.01.1880, Side 1
t
Utlendar Frjettir
frá vordögora 1879 til vordaga 1880
eptir
Eirík Jónsson.
---♦<>•-'
Inngangsorð.
t —------
AriB liðna hefir veriS friSarár í vorri álfu, enda hefSi eigi
veriS svo vel búiS um friSarhnútana í Berlín 187 8, sem allir
vildu, eSa ijetust vilja, ef þeir hefSu raknaS og þaS allt losnaS
áriS á eptir sem þá þótti bundiS. En, úr því vjer minnumst á
Berlínarsáttmálann, þá er þaS um hann sannast aS segja, aS
sumar greinir hans eru enn vonar greinir og bíSa efnda — um
þaS ekki aS tala, sem laut aS landstjórnarbótum í ríki sóldáns.
Hitt er og annaS, aS Rússar fengu sinn hlut skerSan í Berlín,
og þaS til mikilla muna, sem mest höfSu lagt í sölurnar og sjer
hugaS til ens mesta árangurs. Sem Rússar hafa sta&iS aS
málunum þar eystra (á Balkansskaga) frá öndverSu, þá geta
menn ekki láS þeim, þó þeir hugsi meS sjálfum sjer: «er þá
loku fyrir skotiS til fulls og alls, aS vjer getum rjett vorn hluta
og sótt þaS fram á ný — eSa betur —, er vjer urSum aptur
aS hörfa í Berlín 1878?» þeir sjá, að bandamenn þeirra frá
dögum keisaraþrenningarinnar (Austuríkismenn) hafa skotiS sjer
fram á varSstöS á Balkansskaga (í Bosníu, Herzegóvínu og Nó-
víbazar), en vita vel, aS þetta ráS er runniS undan rifjum enna
fyrri aldavina Rússlands (þjóSverja), eSa rjettara mælt þess
manns, sem var forseti sáttmálafundarins í Berlín og fór þar
meB miSlanarmálin. Hjer bætist viS, aS þýzkaland hefir gert
Skírnir 1880. 1