Skírnir - 01.01.1880, Blaðsíða 4
4
ENGLAND.
mundu hafa gert, e8a þeim þykir þörf til bera þeir hafa haft
þau málalok í SuSurafríku, sem sibar mun frá sagt, rekib rjettar
síns á Afganalandi, haldiö flota sínum á verbi í MiSjarSarhafinu,
og meb mestu eptirgangsmunum knúb Tyrkjasoldán og róðherra
hans til að ráða svo bót á ólögum og óþrifnabi landstjórnarinnar,
sem fyrir var skiliS í Berlínarsáttmálanum. þaS voru sjerílagi
Englendingar sem tóku þaS aS sjer, aS gæta til um landstjórn-
arbætur í Litlu Asíu, og því verSur ekki neitaS, aS þeir tókust
hjer næstum óvinnanda þraut á hendur, svo tregir og þrjótir sem
Tyrkir eru, þegar umbótum og þrifnaði er aS þeim haldiS. J>aS
er líka þetta, sem Viggar telja þeira Beaconsfield jarli til
höfuSvíta, er þeir segja, aS Tórýstjórnin hafi lagt þar ensku
þjóSinni þunga og heimskulega ábyrgS á herSar, er ráSherrarnir
hafi af einberri hjegómagirnd og framhleypni fariS svo geyst í
Austræna máliS frá byrjun og iátiS gabbast síBan á Berlínar-
fundinum. Viggum er illa viB stríB, og þeim verSur um ekkert
eins tíBtalaB og þaB, hve miklu fje Tórýstjórnin hafi ausiB út til
flotans og til herferSanna í Afríku og Asiu — en slíkt hafi þó
ekkert annaS eptir sig, enn nýjar og þungar álögur á fólkiS.
þeir Gladstone, John Bright, Hartington og fl. haf'a fariB lands-
enda á milli og «prjedikab krossför» móti Tórýstjórninni; kallaS
aSferS hennar innan- og utan-ríkis samvizkulausa, og sagt aS
ríki og sæmd Englendinga ætti skammt til falls og þrota, ef
Beaconsfield og hans kumpánar yrSu ekki sem fyrst reknir frá
völdum. Svæsnastur varS Gladstone gamli í ummælum sínum
um stjórnina, og stundum kvaS svo aS því, aS jafnvel hans mál-
sinnum þótti nóg um. I einni ræSu sinni sagSi hann, aS þaB
yrBi fremsta skylda Vigganna, þegar stórnina bæri þeim í hendur,
aS kollvarpa því öllu, sem Tórýstjórnin hefBi gert; og þó veit
hann sjálfur eins vel og allir aBrir, aB þeim verSur ekki á öBru
kostur enn aB lialda í sömu höfuBstefnu, þar sem til utanríkis-
mála kemnr, og hinir hafa haldiB. Á einum málfundinum (í
Manchester) lauk John Bright svo máli sínu: «Engir þreyta
betur kapp viS Englandinga í iBnum og verknaSi enn íbúar
Bandaríkjanna í NorSurameríku, en þeir hafa ekki heldur neinn
Beaconsfield eSa Salisbury, sem færir stjórn þeirra afleiSis og