Skírnir - 01.01.1880, Page 9
ENGLAND.
9
herliSi Zúlúakonungs, og var aS búa liS sitt til frarasóknar a8
aSsetursþorpi Cetewayós, sem Úlúndi heitir. þetta var í miSjum
maí, en í lok mánaSarins sendu Englendingar þann hershöfdingja
þangað suSur, sem Garnet Wolseley heitir, og vel hafSi gefizt í
ymsum þrautum, t. d. á Indlandi, og hafSi veriS áSur í Afríku-
nýlendum Breta, sett þar yms vandamál og orSiS þar öllu vel
kunnugur. Han átti bæSi aS taka vib aSalforustu hersins af
Chelmsford og öllum meginráSum landstjórnarinnar, en mönnum
var fariS aS þykja seint sækjast þar sySra, og öllum þótti þaS
vera ill tíbindi, er þaS heyrSist, at) Napóleon prins hefSi beSiS
þar bana, þó engum mætti um þaS kenna öSrum enn honum
sjólfum. Prinsinn hafSi fariS þangaS suSur og gerzt sjálfboSaliSi
í her Englendinga til aS venjast hei’naSi og herstjórn. Hann
var ötull og framgjarn og 1. júnímánaSar beiddist hann aS mega
fylgja njósnarflokki heldur fámennum, og var þaS eptir honum
látiS. Hann fór meS þeim sveitarforingja, sem Carey heitir, og
sagSist honum svo frá, aS prinsinn og þeir fjelagar hefSu fariS
mjög óvarlega, og hann hefSi ekki viljaf þekkjast sín ráS, aS
bíSa eptir meiri fylgd, halda skemmra á burt eSa snúa fyr aptur
til herbúSanna. þeir áSu hjá litlu þorpi, þar sem hátt gras var
umhverfis, og urSu einskis varir fyr enn þeir voru aS leggja á
hesta sína. þá komu svarthöfBarnir upp úr grasinu skammt frá
þeim og þustu at> og ljetu skotin dynja. Fylgdarmenn prinsins
stukku á bak og hleyptu burt sem skjótast, en þaS sóst til hans
seinast, aS hann stóS meS annan fótinn í ístaSinu. Menn ætla,
aS hesturinn hafa fælzt, svo aS hann hafi ekki komizt á bak.
Zúlúar stungu hann þar til bana, en hinir söknuSu hans ekki
fyr enn þeir voru komnir góSan spöl frá þorpinu og sáu, hvar
hestur hans rann mannslaus*). Lík prinsins var fært til Eng-
■*) Eugenía drottning, móðir prínsins, hefir að jafnaði búið í Chisle-
hurst á Englandi, og þar fjekk hún harmatíðindin. Hún varð svo
yfirkomin af harmi, að margir hugðu, að hún mundi ekki af bera,
og það leið á löngu áður hún gat verið a ferli. Hins þarf ekki að
geta, að Victoría drottning, börn hennar, og allt stórmennið vitjaði
hennar og vottaði, hve sáran þátt það fólk tók í sorg hennar. það