Skírnir - 01.01.1880, Síða 15
ENGLAND.
15
mestu kröggum, en kvazt skyldu gera hvaS hann gæti. Hann
þóttist hafa sent son sinu og einn hershöfSingjann til aí> stööva
rósturnar, en lýSurinn hefði keyrt þá aptur. Ilvað hjer er satt
í, mun ekki vitað til íulls, en nú er lítill trúnaður á þaÖ lagöur.
SögumaSurinn (Taimur) kastaSi vopnum sínum og vildi flýja,
þegar út var komiS, en Afganar tóku hann höndum og læstu
hann inni í búsi einu. jþaSan gat hann komizt og náS hesti, og
hleypt svo suður eptir þar til hann kom til næstu herstöSva
Englendinga. HöfuSforingi enska hersins, Roberts, brá nú skjótt
við og ljet nokkrar herdeildir halda aptur noröur eptir og flýta
ferSum að Kabúl. Sjálfur fór hann og með sínar sveitir, en fyrir
þeim, sem fremstar fóru — forhleypisliSinu, lá oss við að segja
— var sá hershöfÖingi, sem Baker heitir. þær sögur komu nú
frá höfuðborginni, aS þar gengi ekki á öSru enn óstjórn og
ránum, og Emírinn gæti við ekkert ráðið. Frá honum kom nú
líka hvert brjefiS á fætur öSru til varakonungsins á Indlandi eða
til höfuSforingjans fyrir her Englendinga, og í þeim lagSi hann
sárt við, ab sjer hefði ekki verið unnt að koma í veg fyrir morðin
í Kabúl, aS hann hefði aldri yfir óheilu búið viS Englendinga,
því þeirra vinur vildi hann vera og þeirra ráBum fram fara, og
þeir mættu reiða sig á, að hann skyldi refsa þeim öllum, sem
illvirkin hefðu unnið, og svo frv. Hafi það veriS ráðið, að stöðva
her Englendinga eða ginna þá til að hlíta hans heitum og fram-
kværadum, þá hefir hann engan tælt nema sig sjálfan. Til at-
faranna hafði Roberts hershöfðingi eigi meira lið aS öllu sam-
töldu enn 6500 manna, og áttu herdeildir Englendinga víða um
fjallvegi að sækja, þar sem landsbúar sátu fjölmennir fyrir og
gerðu árásir á mörgum stöBum. I lok septembermánaSar var
Baker kominn allnær höfuðborginni með forvarðaliðið, og kom
þar til hans Emírinn með son sinn og allmikla sveit manna og
ljezt enn vera hinn vinveittasti, kvað sjer illa vært orBið heima
og sagöist vilja fylgja her Englendinga til borgarinnar. ÁSur
hann fór af stað, halði hann sagt, að hann vildi freista að stöðva
atfarirnar, en hitt þykir nú upp um hann komið, að hann hatí
verið í öllum ráðum með foringjum uppreisnarliðsins um þann
viðbúnaS, er þeir höfðu í borginni og umhverfis hana til að taka