Skírnir - 01.01.1880, Síða 21
ENGLAND.
21
hann hefir ekki þorað aS taka JiaS land bertaki í forboSi indversku
stjórnarinnar, sem Karennee heitir, og liggur á milli fylkisins
Pegu, sem er eitt af enum indversku löndum Breta, og norSur-
endans á Birma. Annars hefSu Englendingar kvaSt sendihoSa
sinn (Brown) áburt frá Mandalay (höfuSborg konungs) og sent
atfaraliS honum á hendur. Nú hefir ekki orSiS af t?eim atförum,
þó opt hafi viS sjálft legiS, enda er sagt, a8 þeir menn hafi nú ná8
taumhaldi í Birma, sem þykir })aS mesta óráS aS vilja bekkjast
til viS Englendinga.
Fólksfjöldinn á enum brezku eylöndum taldist í fyrra um
34,156,000. Á Englandi og Wales lcomu 25,165,000, ú Skot-
land 3,627,000 og á írland 5,363,000. fegar menn bera
saman fólkstöluna 1841, e8a fyrir 38 árum, sjest a8 meira enn
þriSjungurinn hefir viS aukizt á Englandi og Wales, en um hiS
sama þorriS fólksfjöldinn á írlandi, því þá var hann þar 8,
200,000.
Rwle Britamia, rwle the waves! —
Ríktu Bretland af rúnar veldi! —
segir í þjóSsöng Englendinga, og þeim er ekkert hugfastara enn
aS halda uppi veg sínum og valdi um höf heimsins. þeir hafa
líka flota sinn svo fjölskipaban, aS hjer er nógur afli til deildar,
þó í mörg horn eigi aS líta. MeS fram ströndum heima hafa
þeir mörg skip á verSi — og á meSal þeirra 9 bryndreka —
en ta!a þeirra skipa, sem þeir hafa á öSrum varSstöSvum, nemur
eigi minna enn 139. FjölskipuSust er flotadeildin viS strendur
Sínlands (26 skip), en brynskipin hafa þeir flest (6) og ramm-
legust í MiSjarSarhafsdeildinni (alls 22 skip); fyrir henni Hornby
aSmiráll, sá hinn sami sem sigldi inn í MarmarahafiS, þegar
Rússar voru komnir í námunda viS MiklagarS (sbr. Skírni 1878
34. bls.). Auk þessa hafa þeir varSdeiIdir viS Ástralíu, Indland,
Yestureyjar, NorSur- og SuSurameríku, og viS GóSrarvonar-
höfSa, en þær eru allar nokkuS minni (15—9 skip).
Af stórslysumgetum vjer þess, erbrúiná Tay, semjárnbrautin frá
Edínaborg til Bundee gengur yfir, brotnaSi undir vagnaþunganum
sunnudagskveldiS 28. desember, og fór þar allt í kaf, fólk og
flutningur. þetta kveld var kvassviSri geysimikiS, og af þrýst-