Skírnir - 01.01.1880, Síða 31
FRAKKLAND.
31
þaS ev í stuttu raáli ura þjóSveldi Frakka að segja, að því
hefir miðað svo áfratn síðan í fyrra, að mörgura þykir, sem það
hafi komizt á hraðari ferð enn góðu gegnir. það er alkunnugt
uro Frakka, að þeir eru bráðir á sjer, og ætla, að mart megi
verða bráðgerðara enn orðið getur, ef vel skal fara. þetta
kemur Ijósast fram í stjórnarbyltingunum, og þær hafa orðið
fleiri hjá Frökkum enn öðrum þjóðum í vorri álfu. þeir hafa
viljað gjörbreyla svo mörgu með lagaatkvæðum, sem lög og
skrár gátu ekki snert, af því það var rótgróið í lífi og venjum
þjóðarinnar. þeir hafa flestum þjóðum fremur þá reynd fyrir
sjer, að svo mart hefir íarið forgörðum, sem reist var af nýju,
af því að þeir hljópu í gönur, sem með óttu að fara eða þess
að njóta. þess vegna minnti Thiers þá svo opt á, að þeir yrðu
að gæta bófs, ef þjóðveldið ætti að geta staöizt, þeir yrðu að
gefa svo tóm frelsi og framförum, að allur endurskapnaður stjórn-
arfarstns ætti rætur festar í liug þjóöarinnar og tilfinningum.
Meðan Thiers naut, við, fylgdi honum allur meginhluti þjóðvalds-
manna, eða miðflokkur þingsins, en frekjuflokkurinu, eða uhinir
yztu vinstri handar», var þá miklu fáliðaðri enn nú. «SkírDÍr»
hefir i undanfarandi árgöngum sýnt, hvernig í bökkum hefir
barizt nteð þjóövaldsmönnum og einveldisflokkunum á þinginu —
en að baki fiokkanna stendur fólkið, sem hverjura þeirra fylgir.
Eptir að Thiers var látinn, höfðu vinir hans Jules Simon, Du-
faure, Waddington og fl. taumhaldið hjá þjóðvaldsmönnum, og
var það ósk þiirra og áform að gera hófsflokkinn svo fjölskipaðan,
að stjórnin hefði hjer nægan styrk til allra meginmála á þinginu.
þetta brást svo, að miðflokkar beggja deilda sundruðust í tvo
hluta, og urðu Gambettu liöar í enum vinstra. En hitt skiptir
þó meiru, er frekjuflokkurinn hefir ávallt aukizt, og í honum eru
nú 70—80 manna. Fyrir þeim er læknirinn Clémenceau, sem í
fyrra er nefndur í riti voru (46. bls.), og hafa hægri handar
flokkar, 'einkum keisaraliðar, á stundura veitt þeitn fylgd í at-
kvæðagreizlunni (sbr. Skírni 1879, 46. bls ), þegar einhverju
skyldi fram fylgt, sem enum hófsmeiri þjóðvaldsmönnum þótti
mikið undir að reka aptur. Eitis og vjer sögðum fyr, þá stendur
líka fólkið — bæði kjósendur og þeir sem ekki kjósa — á bak