Skírnir - 01.01.1880, Blaðsíða 49
ÍTALÍA.
49
rikismálanna, Miceli a?) nafni, og komu þeir á hans tuud, þing-
fulltrúinn Rómanó (tengdason hershöfðingjans), Menottí Garíbaldí
Og Imbríaní prófessor, einn binn stækasti fjandmat ur Austurríkis
á ítaliu. J>ar var þá og fyrir Depretis ráðherra, og einn maSur
úr stjdrnardeild innanríkismálanna. Ráðherrarnir settu hinum
fyrir sjónir, hve ósæmilegt og hættulegt það yrði, ef stjórnin ljeti
þaS vi8 gangast í návist sinni, sem yrði öðru ríki til hneyxlis
og styggðar — og það án ailra orsaka af þess hálfu. J>eir
Imbríaní tóku hjer allvel undir, en hali hann góðu heitið um fána-
burðinn, þá hefir bann gengið á orð sín, því í líkfylgdinni báru
gestirnir frá Tríest og Tríent bæSi fánann og blómsveigana.
Hjer fór þá svo í bága, að löggæzlumeunirnir urðu að blutast til
á kirkjugarðinum og taka af þeim fánana, og urðu mestu spjöll
að þvi handalögmáli. Imbríaní gerði það nú til hefnda við stjórn-
ina, að hann gaf út ritling, þar sem hann sagði frá því, er ráð-
herrunum hefði farið um munu við það tækifæri, sem fyr er
getið, og vildi með því sýua heigulskap og tvíveðrung stjórnar-
inuar. þeir befðu sagzt vera beint á sama máli og «Italia irre-
denta», og þeir bæru sjer engu síður enn fjelagar þess borgirnar
Tríent og Triest fyrir brjósti. það væri líka um Austurríki
sannast að segja, að það egndi Ítalíu til ófriðar á hverjum deg-
inum með herauka sínum eptir herlögunum nýju. Imbiíaní segist
og svo frá, að þeir hafi leyft fána og sveigaburðinn. þó bætir
hann því víð, að boð hefðu komið frá Cairóli, stjórnarráðsforset-
anum, að hann gæti ekki tekið þátt í líkfylgdinni, úr því ráð mætti
gera fyrir, að lijer mundi eitthvað óspaklega fram íara. Ráð-
herrarnir lýstu þetta tilbúning einn (i stjórnarblaðinu Gazetta
ujjiciak), og Menottí Garibaldi studdi mál þeirra og kvað þá
bera bezta þel til Austurríkis og tortryggja það i engu. Hverir
hjer hafa haft satt að mæla, verður ekki fullyrt, en flestir eru
þó á því, að ráðherranum hafi farizt líkt orðin og Imbríaní
hermdi. í Austurríki varð þessi saga að miklu umtalsefni, og
sum blöðin sögðu, að þetta ætti að verða ráðherruin Umbertós
konungs svo til varnaðar, að þeir hefðu bjeðan í frá betri gætur
á orðum sínum, eða þá á því að minnsta kosti, við hverja þeir
Skírnir 1880.
\