Skírnir - 01.01.1880, Síða 52
52
ÍTALÍA.
neitt áreiSanlegt, sem koma skyldi í haris staB, en peninganna
gat ríki& ekki án veri&. J>aS er sjerílagi um fjárhag og skatta-
mál, að foringjarnir fyrir vinstri flokkunum hafa orðið sundur-
leitir sín á milli, og út úr þeim rekið hver annan frá stjórninni,
en hver hugðist það geta framið, sem hinum hafði ekki tekizt.
En Jregar Jreir höfðu sezt við stýrið, hiutu þeir að sanna játn-
ingu Depretis (sem varð stjórnarforseti eptir Minghettí 1876), að
mönnum yrðu jafnan málin öðruvísi á að líta úr stjórnarsætunum,
enu þau befðu verið frú þingbekkjum mótmælanda stjórnarinnar.
ítölum hefir orðið heldur tíðskipt um ráðherra á seinni árum,
og þegar vjer tökuin þrjú seinustu árin til dæmis, |>á sjest hvernig
vinstri flokkarnir hafa teflt um völdin sin á milli. Yjer nefnum
af foriugjum þeirra sjerílagi (auk margra annara skörunga); De-
pretis, Crispí, Nicótera og Cairólí. í byrjun ársins 1878 verður
Nicótera að víkja úr ráðasæti (innanríkismálanna) fyrir Crispí,
litlu síðar Depretis úr forsetasessi ráðaneytisins fyrir Cairólí, en
í byrjun ársins liðna varð hann að láta Depretis ná aptur for-
setavirðingunni. En ekki er ián lengur enn ljeð er, og að 5—6
inánuðum iiðnum varð Depretis að þoka fyrir Cairólí. J>ó skyldi
hjer ekki staðar nema, því að tveimur mánuðum liðnum, sá
Cairólí sjer ekki annað vænna til úrræðis enn unna Depretis
samsætis í rúðaneytinu. En með því, að Depretis vill fyrir hvern
mun aftaka mylnuskattinn — sem og sagt er að konungi þyki
miklu skipta —, en ráðherrá fjárhagsmálanna, Grímaldí (prófessor
í auðfræði), þóttist ekki geta fundið neitt til uppbóta fyrir ríkis-
sjóðinn, þá gekk hann úr sæti fyrir öðrum manni, sem Maglíaní
heitir og fyr hefir staðið fyrir fjármálum; þessi maður Jiykist
kunna -svo vel fyrir að sjá, að hann skuli hafa 12—13 míllíónir
líra (=§- franka) afgangs, þó myinuskatturinn verði lagður fyrir
óðal. ,í 'þingsetningarræðunni (17. febr. þ. á.) boðaði konungur,
að hann skyldi aftekinn smám saman, en lfku hefir áður verið
farið á flot, og gerði þó öldungadeildin allt apturreka, og svo
ugga margir, að ænn fari. Auk annara nýmæla, sein lengi hefir
verið deilt um á þinginu, er útfærsla kjörrjettar, og er þó ekki
lengra farið, enn að &i hverjum 40 manna verður einn kjósandi
(álíka ,og í iBelg.íu), ,eu ,.s,vo má þykja vel í lagt, þar sem ein