Skírnir - 01.01.1880, Side 58
58
SPÁNARYELDI.
meí) stórkostlegasta móti, bæfci af landsbúum og af ö<5rum þjóöum.
J>ess er getiS, að einn auímaSur (í Alicante) hafi gefiS 2 milli-
ónir franka. MikiS or5 fór líka af samskotum Frakka, og þó
einkum af «bazar» e8a bráSasölubúSum listamanna í París, er
þeir settu í Trocaderóhöllinni, en kaupin hlupu þar upp til margra
millíóna.
Yjer gátum þess í fyrra í «Yi?aukagrein» ritsins, a8 Alfons
konungur hefSi fest sjer aptur konu. þa? var Kristín dóttir
Lúövíks erkihertoga i Austurríki. Seint í nóvember lagbi hún af
stað, og var móSir bennar í þeirri fylgd, og sá erkihertogi, sem
Rainer heitir, auk fleira stórmennis. Prinsessan kom tii Madrídar
24. nóvember og fjekk vist í höll þeirri fyrir utan borgina, sem
Pardó heitir. BrúSkaupiS fór fram 29. þess mánaSar, og skorti
hjer ekki meir viöhöfn, hefSarsiíi og hirSprýSi eptir konunglegri
dýrS fyrri alda, enn í hi?i fyrra skiptiS, þegar konungur giptist
Mercedesi frændkonu sinni. Sjálfri konungsfylgdinni til kirkj-
unnar er svo lýst: fremstir riSu lúSurþeytarar og hljóSfæraslagar,
en eptir þeim gengu fjórir kallarar berandi ríkisdjásnin. þá
komu 24 hestar af arabisku kyni me? forkunnarfögru söSulreiSr
— um beizlin ekki að tala — og leiddu þá hestasveinar kon-
ungs. Eptir þeim komu 14 vagnar dýrbúnir, en í þeim sátu
«stórgæ?ingar» Spánar, og þar næst a?rir 11 a? tölu me? fyrri
alda sniSi, og óku þar í prinsar og prinsessur, stórmenni hirðar-
innar og hirSkonur ísabellu drottningar. Eptir þessa runu kom
riddarasveit af varðliði konungs, og var þa? forreiðarsveit brúð-
gumans og móSur hans. Hennar vagn fór á undan, dreginn
af 6 bestum bleikálóttum, en fyrir vagni konungs gengu 8 gæð-
ingar mjallhvítir frá Andalúsíu. Hestar þeirra voru með eykreiði
sem gljáði af gulli og gimsteinum, en höfðu höfuðtyppi af strúts-
fjöðrum. Yagn konungs var dreginn purpuraflugjeli, en uppi á
bonum sat mikil kóróna gullbúin. í honum sat við hlið konungs
Rainer, erkihertoginn sem fyr er nefndur, en i vagni ísabellu
drottningar voru dætur bennar þrjár. A eptir vögnum þeirra
og að báðum hliðum reið enn mikill flokkur fylgiliða konungs og
hershöfðingja. Skömmu áður hafði brúðirin ekið til kirkjunnar
með mikilli skrúðfylgd, og var þar með henni móðir hennar,