Skírnir - 01.01.1880, Page 63
HOLLAND. — SVISSLAND.
63
Mannslát. 11. Júní dó Yilhjálmur prins af Óraníu, hinn
eldri sou konungs, 39 ára aS aldri. Hann hefir lengstum haft
aSsetur sitt í París, og þótti þar gott að vera. En svo var af
honum sagt, aS þó hann bæri æztu virSinganöfn bæSi í sjóher og
landher, þá felldi hann sig eins litiS viS hertjórnarstörfin sem viS
önnur, er alvöru og kostgæfni heimta, en á aS hafa unaS sjer
þar bezt er glaSast var á hjalla. Hann var krónprins og því vildi
faSir hans, aS hann tæki sjer kvonfang, aS honum mætti verSa
sona auSiS (ríkiserfingja), en þess er getiS í fyrri árgöngum rits
vors, aS prinsinn færSist hjer undan. BróSir hans Alexander er
nú krónpriní aS nafninu til, en bæSi ókvæntur og sökum ýmissa
vanburSa óhæfur til aS taka viS ríkisstjórn eptir föSur sinn. jþví
var fleygt í haust, aS konungur ætti sjer barns von, en nú er
þaS fullyrt.
Svissland.
Frá Genefu. Brautargöngin um St Gottharðsfjall.
Hjer hefir ekkert gerzt til nýlundu, sem varSar þetta banda-
ríki sjerílagi, því brautargöngin um St. GottharSsijalliB, sem innan
skamms tíma flýta ferSum manna og flutningum, eru ekki síBur
fyrir grenndarlöndin fyrir sunnan og norSan enn fyrir Svissland,
og þá alla sem um þau þurfa leiB sína aS leggja, frá hverju
landi sein eru. Vjer gátum þess i fyrra, aS apturhaldsmenn
hefBu orSiB hlutskarpari viB kosningarnar til sambandsþingsins,
og má vera, aB þaB beri til, er bjeBan er engra nýmæla getið,
þeirra er meira kailast sæta. En í Genefufylki hafa þau nýmæli
náS fram aS ganga fyrir atkvæSagreizlu fólksins, aS tiltekin tala
þingkjósanda megi beiBast allsherjar atkvæBa þeim lögum til staS-
festingar, sem þeir efast um aB vel gefist; enn fremur að fyikinu
yrBi skipt í 24 kjördæmi — í stað þriggja, sem áSur var —,
því meS svo felldu móti eSa fyrirkomulagi veitir þeim hægra að
koma sínurn fulltrúum fram við kosuingar, sein fáliSaSir eru, en