Skírnir - 01.01.1880, Side 79
ÞÝZKALAND.
79
Schwerin 95, f Sachsen-Weimar 126 — og í öðrum rikjum hjer-
umbil 109. Uppástuogunni var visaS til nefndar, sem átti að
búa frumvarp til endurbótar a enum almennu atvinnulögum, en
það mátti skilja af umræSunum, aö þjóðverjum er sem fleirum
þjóðum farið aS ofbjóSa óbófsnautn áfengra drykkja og aS þeim
þykir mál komiS aS stemma stiga fyrir öllu því böli, sem af
henni leiSir
I Berlín hefir veriS haldin í vor alþjóSleg «fiskisýning» og
stóS hún enn er hjer var komiS sögu vorri (í miSjum maímán-
uSi). Hjer voru komnir sýnismunir — fiskategundir, veiSarfæri,
agntegundir. æxlunartiltærur, o. s. frv. — frá fjarlægustu löndum
heimsins, en ótal mart sýnt á uppdráttum eSa meS eptirmyndum
(smágerSum) t. d. aSferS viS fiskiveiSar, veiSivjelar, fiskverkun,
bátar, þilskip og fl. Hjer var mart frá Sínlandi og Japan og
þótti mesta nýnæmi. í brjefum til danskra blaSa höfum vjer
sjeS þaS tekiS fram, aS lítiS sem ekkert hafi sent veriS af fiski-
tegundum frá íslandi eSa tilfærum fslendinga.
Mannalát. 1 "<. júní í fyrra dó Karl Rósenkranz, pró-
fessor í heimspeki viS háskólann í Königsberg (79 ára gamall).
Hann var einn af lærisveinum Hegels, og þótti skara fram úr
flestum af þeim flokki. Hann var líka orSlagSur listafræSingur,
og eptir hann liggur «Sas;a ská)dskaparins» í þrem bindum (1832
— 33). Auk fleiri rita (t. d. «SálarfræSi») hefir hann samiS æfi-
sögu Hegels (1844), bók um Goethe og rit hans (1847) og ura
Diderot og hans rit (1866), og stóS fyrir útgáfu Kants rita (í 12
bindum, 1838 — 40) ásamt öSrum manni, W. Schubert aS nafni.—
8. ágúst dó í Stuttgart annar heimspekingur. þaS var Hermann
Eman úel Fi cli te, sonur heimspekingsins nafntogaSa (82 ára g.).
Hann hefir veriS prófessor viS ymsa háskóla á þýzkalandi og
eptir hann eru rit í sálarfræSi og siSafræSi. Hann ritaSi líka
opt og harSlega í gegn þoim, sein á seinni tímum hafa neitað
GuSs tilveru og ódauðleik sálarinnar.