Skírnir - 01.01.1880, Síða 97
RÚSSLAND.
97
arans var von aS snnnan. þess þarf ekki a8 geta, að þeir höfðu
menn til njósna og tilkynningar um, hvenær keisarinn og fylgd
hans mundi koma og þar yfir bera, sem honum skyldi á helveg
vísaB. En «eigi veröur ófeigum í he) komi8», og vjelaráÖin brjál-
uSust me8 því móti, a8 boðin sögSu skakkt til um komu keis-
arans, eða þeirrar vagnarunu, sem hann fór á og fylgd hans.
Eptir tilsögninni ljetu þeir keisaravagninn fara fram hjá, en
þa8 voru flutnings e8a farangursvagnar einir sem þá komu, þegar
fyrirsátarmenn ætluðu veiðina bera sjer í hendur. Tækin voru
öll í bezta standi, og trúlega mundi það allt hafa orðið unnið á
keisaravögnunum, sem nú kom fram á farangursrununni, en hún
þeyttist upp og þyrlaðist einsog aska og kom niður í molum og
brotum. En þeim vögnum fylgdu fáir eða engir menn, enda er
þess ekki getið, að hjer hlytist manntjón af. þetta var um kveld
(náttmálaleyti), og sáu menn, sem vant var, Ijós í efri gluggum
hússins, og runnu löggæzlumennirnir þar upp, en sáu þar engan
mann og enga lifandi skepnu aðra enn kött gráan. I öllum
herbergjum brunnu kerti fyrir líkneskjum eða myndum dýrðlinga,
Maríu meyjar, frelsarans, en á einu borðinu fannst járnvirshnoða
og flöskur með vínföngum. Menn uppgötvuðu síðan öll tilfærin,
og sáu, að hjer höfðu hagir menn og kunnandi um fjallað, og
hitt var eins auðsjeð, að þeir höfðu haft nóg peningaráðin. þó
það væri nú gert, sem tíðast er á Rússlandi, að setja fasta fjölda
manna bæði í Moskófu og annars staðar, þykir það þó trú-
legast, að stjórnin hafi ekki enn haft hendur á neinum þeirra,
sem þessum verkum rjeðu eða að þeim unnu, og hitt er ósannað,
að maðurinn, sem um er getið í Frakklandsþætti (Hartmann)
hafi sjerlega verið við þau riðin. þó litlu mætti á bæta, þá var
úrræði stjórnarinnar enn að auka varðgæzluna og strengja, og
æztu forustuna fyrir henni fjekk keisarinn þeim hershöfðingja í
hendur, sem Gúrkó heitir og opt er nefndur í ófriðarsögunni (í
Skírni 1878). Nú var kyrrt til þess í febrúarmánuði þ. á., en
í blöðum sínum — sem enginn vissi hvaðan komu eða hvar þau
voru prentuð — gáfu gjöreyðendur það i skyn, að þeir rnundu
bráðum láta á sjer bæra, og menn skyldu fá að sjá, að þeir væru
ekki dottnir úr sögunni. 17. dag febrúarmánaður freistuðu þeir
Skírnir 1880. 7