Skírnir - 01.01.1880, Page 105
RÚSSLAND.
105
rúflna, og slíkt ættu 80 millíónir manna vel a3 geta borib, en
ríkiS skuldaSi líka höfuSbankanum ærna peninga, og þaS útsvar
kynni aS veita afarþungt, ef bankinn kveddi þurfta sinna, því flestir
bankar aSrir í bjerubum og sveitum væru fjeskorti háSir. Hann
kvaS Rússum jafnósýnt um aS finna ráS til tekjuauka og til hins
aS draga úr útgjöldunum.
Drottning keisarans, Maria dóttir LoSvíks annars af Ilessen-
Darmstadt, andaSist 3. júní þ. á. Hún hafSi veriS brjóstveik í
langan tíma, og ferSaSist í haust til Cannes á Frakklandi til aS
forSast vetrarkuldann. Hjer fjekk hún lungnabólgu, sem læknarnir
ætluSu muudi leiBa hana til bana, fen benni ljetti þó aptur, og
þá eirSi hún ekki lengur vetursetunni, en baS færa sig heim til
sín, og kom til Pjetursborgar meS mjög veikum burSum í byrjun
febrúarmána&ar. Eptir þetta var hún rúmföst öSrh hverju. Hún
fæddist 8. ágúst 1824 og giptist 17 vetra aS aldri (28. apríl 1841).
Hún hefir leift sjer bezta alræmi fyrir bjartagæzku o£ örlæti viB
þjáBa og þurfandi.
Rúmenía.
Nýmæli um þegnrjettindi Gyðinga og ókristinna manna. — Dm erindi
Bratianós til Vínar og Berlínar.
Kosningarnar til þingsins fóru fram í fyrra vor og var svo
taliS, aB meiri hluti beggja deilda væru alkenndir frelsisvinir. En
stórveldunum þótti — sem fleirum út í frá — dauflega raun gefa
um frjálslyndi þingmanna, er þeir urfeu svo tregir aS veita Gyð-
ingum þegnlegt jafnrjetti, sem Rúmenum var gert aB skyldu í
Berlínarsáttmálanum, og færSust undan því meB öllu móti. þaS
var misskilningur eptir ymsum blaBasögnum, þegar rit vort hermdi
i fyrra, aS þetta mál væri í kring komiS. BoB stórveldanna var
aS eins birt á þinginu (gamla), og því var tekiS meS fögnuSi,
þar sem hitt vai á undan komib, aS Rúmenía skyidi vera alfrjálst
riki. En nýmælin sjálf sættu breyting grundvallarlaganna, og því
skyldu þau rædd og samþykkt á nýkjörnu þingi. í þingsetn-
ingarræBunni baB jariinn þingmenn gera hjer greiSustu skil, og