Skírnir - 01.01.1880, Page 111
SERBÍA.
111
Serbura var hiS sama fyrir skiliS og Rúmenum um jafnrjetti
GySinga við kristna menn. Gyfcingar eru hjer fáir aS tölu, og
mönnum þykja þeir ekki eins viSsjárverSir bjer og í Rúmeniu,
svo aS máliS fær hjer greiSari framgöngu. Af því máliS varSar
ríkislagabreyting, þá verSur þaS þing ab vera ferfalt fjölmenn-
ara enn vant er, sem þaS skal ræSa og samþykkja.
Czernagora eða Svartfjallaland (Montenegro).
Um refjar Tyrkja og þráa Albaníubúa. Af Nikizu jarli.
þó svo sje langur tími um liSinn, síSan Svartfellingum voru
sigurlaunin til skilin, eða þau lönd sem á þeirra blutskipti komu
við friðargerSina í Berlín 1878, þá er ekki enn allt til skila
komið, sem Tyrkir áttu aS selja þeim í hendur. Spuz og Pod-
goriza (með samnefndu hjeraði) á norðurtakmörkum Albaníu fengu
Svartfellingar eptir nokkurn drátt af hálfu Tyrkja, en þeir höfðu
líka liS sitt í umsátursstöS um þá bæi og bjuggust til nýrra sókna
meS vopnum, ef setusveitir Tyrkja biSi þar lengur. Annars gengu
hjeraSsbúar nauðuglega á hönd Svartfellingajarli, en meiri hluti
þeirra eru MúhameSstrúar, þó þeir hafi síSan unaS allvel þeim
umskiptum. En á öSrum stað hefir drátturinn orðið lengri, og
þaS var í hjeraði, sem austar liggur meS fram Limfljótinu, eða
viS landsuðurhornið á Czernagoru, og eru þar tveir bæir, sem
heita Plava og Gusinje, en byggðarþorp 10 aS tölu, og tala hjer-
aðsmanna allt aS 4000. Til þess í vor hafa Tyrkir haldið setu-
liði í þessum bæjum, og boriS þaS fyrir, aS Albaniubúar mundu
þegar taka til vopna, ef hjeraðið skyldi selt Svartfellingum í
hendur og liðiS færi á burt. í þessu var mikiS til hæft, sem raun
hefir á gefiS, en hitt þykir til víss vitaS, aS bæði embættismenn
og foringjar soldáns hafa róiS undir og leyft höfðingjum Albana
aS gera samtök sín i bæjunum sem áður voru nefndir og halda
inn í hjeraðið meS vopnaðar sveitir og taka þar vígstöðvar.
Svartfellingar höfSu kært þetta viS stórveldin, og þau látiS sendi-
boða sína veita stjórn soldáns áminningar hvaS eptir annaS og