Skírnir - 01.01.1880, Page 114
114
Tyrkjaveldi.
Efniságrip: Um ráð stórveldanna til fullnaðar sáttmálans í Berlín;
ráðleysi, reiðileysi og óskil Tyrkja. — Frá Litlu Asíu og Sýrlandi.
— Frá Rúmelíu hinni eystri. — Af Bolgörum-
þegar hjer var komiS sögu vorri (í fyrra hluta júnímánaSar),
hafSi stórveldunum samizt um ab senda erindreka á fund í Berlín
16. júní, og láta þá aS nýju taka til Austræna málsins, e8a gera
enda á þeim óskilum, sem til þessa hafa orðiS á efndum Tyrkja
viS Grikki. Enn fremur höfðu Englendingar (hinir nýju ráðherrar
af Viggaflokki) sent nýjan erindreka til MiklagarSs, Goschen, en
hann hafSi á leiÖinni haft tal af ráÖherrum utanríkismálanna í
Paris og Vín, og sýnt þeim sín erindabrjef, eÖa áskorunarbrjef
til soldáns aÖ ráöa því öllu til fullnaðar bæði innanrikis og viö
aðra út í frá (t. d. Svartfellinga), sem honum var gert aö skyldu
í Berlínarsáttmálanum 1878. Stórveldin komu sjer líka saman
um að senda hvort um sig lík eða samhijóða skeyti til Mikla-
garðs, og bjóða erendrekum sínum aÖ ganga ríkt á eptir, aÖ nú
yröi viö skipazt af Tyrkja hálfu. Má því kalla, að það sje enn
fyrir hendi, sem sögulegast er, ef það tekst sem ráðið er, aö
koma austræna málinu að betri niðurstöðu og firra vora álfu
þeim vandræðum, sem lengstum hafa staðið af óskilum Tyrkjans
og reiðileysi. Vjer látum oss því nægja að fara stutt yfir viö-
burðina hjá Tyrkjum, og tilgreina það markveröasta, sem sýnir,
að fulla nauðsyn ber til þeirrar tilhlutunar af hálfu stórveldanna,
sem þeir eiga nú von á. Fjárhagur og öll landstjórn er í sama
óstandi sem fyr, og þegar erindrekar stórveldanna minna ráðherra
soldáns á landstjórnar bætur, þá verður þeim skjótt til svara og
segja: «við höfum enga peninga, og hvaö er svo hægt að gera?»
þeita er satt, en orsakirnar hafa verið og eru enn, auk svo margs
annars, óhófleg fjársóun soldáns og hirðarinnar, en peningagræðgi
og prettir þeirra, sem með embættin fara, eða til valdanna kom-
ast. Menn reikna t. d., að ríkistekjurnar nemi þ. á. hjer um
bil 280 milljónum króna, en af þeim gengur meir enn 21 millión
til soldáns, bræðra hans og hirðar. Hvernig þeir skara eld að