Skírnir - 01.01.1880, Page 123
GKIKKLAND.
123
Jeir hafa nú mun meiri peningaráS enn áSnr, enda er þeim nú
betnr trúaS enn fyr þegar lána er leitað, og i fyrra (e5a í hitt
eð fyrra) fengu þeir til láns erlendis 60 millíónir franka. Enskur
ma5ur, Lewis Sergeant aS nafni, hefir rita?) hók, sem hann kallar
nGrikkland hiS nýja-> (New Greece), {iar sem hann iýsir fram-
förum Grikkja síSan Georg konungur kom til ríkis. Honum segist
svo frá, aS alþýSuskólum og «meða]skólum» eSa mentaskólum
hafi fjölgaS nær 'því um helming, og í enum fyrnefndu var harna
eSa unglinga-talan komin upp úr 22. þúsundum í 74,560, en
10,000 nytu kennslu í öðrum skólum, eSa þeim sem ekki voru
á allmennings kostnaSi. Tala stúdentanna viS háskólann í Aþenu-
horg væri nú 1500, eSa næstum belmingi meiri enn fyrir 17
árum. í hókhlöSu háskólans væru 150,000 hindi, og hann ætti
nú bæSi plöntugarð og vms söfn og kennslustofur, þar sem vís-
indaiSkendur auka nám sitt viS verklegar sýningar og tilraunir
(t. d. læknaefni og náttúrufræSingar). Framfarirnar í verzlun,
iSnum og jarbarrækt væri að því skapi; tók höfundurinn það
fram sjer í lagi, hve langt Grikkir færu fram úr öllum þjóð-
unum þar eystra, hvað kaupverzlun snertir og siglingar. Eitt
gufuskipafjelagið á 12 stórskip, sem fara landa á milli, enda færu
farmar hafna á meðal á ströndum gríska hafsins og Svartahafs
mestmegnis á griskum skipum, og sama væri að segja um flutn-
ingana til ítalskra og enskra hafna. þegar Tyrkir fóru á hurt
frá Grikklandi eyddu þeir svo oliuvið Grikkja með eldi, að
eptir stóðu rúmar 2 milliónir olíutrjáa, og þegar Georg konungur
kom til valda, var talan orðin 7'/2 million, en nú er hún 12
millíónir; áþekkur vöxtur er kominn í annan jarðargróða Grikkja,
t. d. korntegundir, kórennur og tóhak. Baðmullaryrkja er þar
og í góðri byrjun.
í fyrra sumar var manntal haft, og varð talan 1,679,775,
og hefir fólkið aukizt um helming síðan Ottó konungur kom til
ríkis fyrir 46 árum.
Georg konungur lagði á ferð heiman í maímánuði til útlanda
með drottningu sína og hörn. Börnin komu hingað til Kaup-
mannahafnar í júnímánaðar byrjun, en foreldranna var von siðar.