Skírnir - 01.01.1880, Síða 124
124
Danmörk.
Efniságrip: þjóðvina vonir; ferð konungs og drottningur til þyri dóttur
sinnar. — þingflokkur og þingmál. — Ný mannvirki. — Uppskera og
landshagir. — Gripasýning. — Háskólahátíðin. — Minningarhátíð Oelilen-
schlagers. — Júbílhátið Madvígs. — Rithöfundadeilur. — Brennivínsgerð
og brennívinsdrykkja. — Fólkstala í Danmörk, á Færeyjum og Grænlandi.
— Nýtt fornritafjelag m. fl. — Mannalát.
<i Saa lœnge dei' er Liv, er der tíaab!» — endist líf endast
vonir! — er orðsháttur, sem Dönum hrýtur opt af vörum, og
hefir átt vel vib þeirra skapferli, svo seiglugóSir sem þeir hafa
reynzt í ymsum þrautum. J>eim er reyndar boriS nú opt á brýn
— einkum borgafólkinu — a5 þeir sje orðnir nokkuB hviklynd-
ari enn áSur, en allt veröur skjótara nú um káttaskipti eSa ný
álit, enn fyr hefir verib, og slíkt má um flestar þjóbir segja. í
einu máli hafa Danir huggaS sig vi8 orSshátt sinn, og munu gera
það í lengstu lög, og þab er Sljesvíkurmálib. J>eir hafa vænzt,
að þjóðbræðrum sínum í Sljesvík mundi leyft a8 hverfa aptur í
þegnlegt samband vi8 dönsku þjóSina, og trúin lifir enn hjá þeim
öllum, sem þjó81ega eru trúaSir, a8 úr þessu muni svo rætast,
þó sí8ar ver8i, sem þeim horfir hugur sjálfum og þeir kjósa fyrir
hönd ættjar8ar sinnar. Og þó virðist hjer fyrir allar vonir komiS.
«Skírnir» sag8i frá því í fyrra, a8 Prússar og Austurríkismenn
hefðu numið úr gildi 5tu grein Pragarsáttmálans, og mun Prússum
hafa þótt leiðri vofu hjer fyrir komiS, og þa8 svo tiúlega gert,
að aldri mundi á henni »bóla» framar. Yjer rainntumst í fyrra á
kveinstafi Dana, en þeim sló bráðurn í þögn, og síðan bera þeir
harm sinn í hjóði. J>ó Kristján konungur hafi opt vottaS það í
ræðum sínum — einkum þingsetningarræðum, a8 hann væntist
sömu lykta á málinu og þjó8 hans, þá hefir hann or8ið a8 vera
hljóðastur allra, og láta ekki á sjer finna, hvernig þær vonir
hefðu sjer brug8izt. I Nóvember ferðaðist Kristján konungur til
Austurríkis a8 heimsækja dóttur sína J>yri, konu bertogans af
Kúmberlandi, en hún hafði þá ali8 barn, og var móðir hennar
komin þanga8 á undan, eða til Gmunden, sem liggur dagleiS frá
Vínarborg. Hjer kom til konungs vors og drottningar heimboð