Skírnir - 01.01.1880, Page 148
148
NOREGTJR.
þeir Björnstjerne Björnsson og Henrik Ibsen, sem mörgum eða
flestum lesendum rits vors eru þegar kunnir. J>a5 er ekki ein-
ungis á Nor5urlöndum, a5 þeir eru höfuískáld kallaðir, en ná-
lega me8al allra menntaíra J)jó8a, og flestura leikritum þeirra hefir
veri8 snara8 þegar á þýzku og önnur mál, og leikin hafa Jau
veri8 á J>ýzkalandi og metin J>ar til afbur8a af flestu ö8ru. Af því
sem eptirþá liggur á seinustu árum skal nefna eptir Björnstjerne
Björnsson: leikritin «Kongeni>, «Detnye System» (A8fer8in nýja) og
«Leonarda», og skáldsögurnar «Magnhild» og «Kaptein Mansana»;
eptirlbsen leikritin: «Samfundets Stötter» (Meginstólparþegnfjelags-
ins) og «Dukkehjemmet» (Brú8uheimili8). A8 lýsa hverju um sig,
yr8i riti voru ofvaxi8, en vjer nefuum ritin tilþess, a8 fræBifúsir menn
geti útvega8 sjer þau, ef þeir vildu — en af þeim öllum (þegar vjer
tökum sí8ari skáldsögu Björnssons undan) geta menn sje8, hvernig
þessir menn lita á aldarhætti vorra tíma, og vjer segjum þa8 hiklaust,
a8 menn geta af þeim betur enn ö8rum ritum lært a8 glöggva
sig á höfuSlýtum vorrar aldar: yfirdrepskap, einur8arleysi, flokka-
dingli, muna8argræ8gi, prettum og þrælsótta. — Af yngri mönnum
feta þeir John Paulsson og Kjelland nokku8 í beggja fótspor.
— Af konum sem or8 hefir komizt á ö8rum fremur, nefnum vjer
Camillu Collet. Hún er dóttir Wergelands, skáldsins þjóhfræga,
og hefir gengiB fremst allra í flokki a8 tala máli kvenmanna, e8a
fyrir jafnrjetti þeirra vi8 karlmenn. Eptir hana er me‘8al fleiri rita
skáldsaga, sem heitir «Amtmandens Döttre*. A seinustu árum
hefir hún samiS yms rit Og ritlinga, sem koma vi3 kvennarjett-
indin. Tvö þeirra heita «Fra de Stummes Leir» («Frá herhú8um
þegjanda») og «Mod Strömmen» («Móti straumi») og sýnir hún
í bá8um, hve herfilega öllnm — ekki sízt rithöfundum og skáldum
— sje misgefi8 um svo miki8 og áríSanda efni, sem þa8 sje, a5
líta rjett á og virba sem hæfir e81i og köllun kvennanna, og
unna þeim eptir því skaplegra og rjettsýnislegra kosta og stö8u
í þegnlegu fjelagi. — 1 ymsum árgöngum þessa rits hefir veri8
minnzt á fjelag þeirra manna í Noregi, sem eru kalla8ir «Maal-
strævere» e8a málstreitumenn, en þeir vilja gera lýSmál sitt e8a
sveitamál a8 ritmáli. Nærri má geta, a5 þa8 muni veita erfitt,
a8 svipta dönskunni úr því öndvegi, sem hún hefir svo lengj