Skírnir - 01.01.1880, Blaðsíða 161
AMERÍKA.
161
eitt ríkiS rjeS svo sínum málum, a8 sambandsstjórninni var mjög
óhægt viS aS gera. Annar er sá verkmanna foringi, sem Kellacli
heitir. Hann hefir veriS áSur prestur í Boston, en leggur nú
helzt út af ccbarnarjetti» þessa heims barna. Honum lenti í fyrra
í orSadeilu viö ritstjóra blaSsins San Francisco Chron-icle, sem
Young heitir, og ýfSi hann svo meS meyÖingaryrÖum, aS rit-
stjórinn þreif pistólu sína, og hleypti á hann úr. Hjer varS tví-
sýni á lífi klerksins, því kúlan snart lungun. ViS þetta varS öll
borgin í uppnámi (23. ágúst), en verkmenn þyrptust jþúsundum
saman um varöhaldshúsiS, þar sem Young var inni, og heimtuÖu
hann útseldan. Hins þarf ekki a& geta, aS þeir ætluSust til aS
hjer skyldi skyndidómi (uppfesting) fram fylgt, sem opt hefir aS
boriS í Ameríku. Kearney talaSi til lýSsins og reyndi aö stilla
til friSar, en verkmönnum þótti þó vart annaS í mál takanda
enn gálginn, ef Kellach dæi af sárinu. Vjer kunnum ekki þá
sögu lengri, en uppfestingin fórst fyrir, því foringi löggæzluliSsins
fjekk þau skeyti frá sambandsstjórninni, aS hann skyldi veita
þegar atgöngu, ef í róstur slægi. En oss minnir ekki betur, enn
aS tilræSiS yrSi klerkinum eigi aS bana.
J>aS eru 15 ár síöan, aS sambandsstjórnin lýsti fjölkvæni
ólöglegt, en Mormónar hafa ekki aS því fariö og haldiS hjer
sínum háttum sem fyr. J>aö er þó fyrst nú — eSa á seinni
árum — aö stjórn Bandaríkjanna er farin aS láta fjölkvæni sæta
saksóknum, og hefir hún til þess beizt uppkvæöa af æzta dómi
(í Washington), en þau mæltu svo fyrir, aS framvegis skyldi fjöl-
kvæni bannaö, en sá hjúskapur standa sem þegar væri svo ráSin,
og börn þesskonar hjóna teljast skilgetin og njóta erfSarjettinda.
J>eir sæta nú hegningum, sem af brjóta, en stjórn Bandaríkjanna
hefir þaraöauki sent Englendingum, J>jó8verjum, Dönum, Svíum
og NorSmönnum brjefleg boS þess efnis, aS stjórnendur hvers
landsins yrSu aö vara þegna sína viS fortölum Mormóna eSa
erindreka þeirra, og láta þá vita, aö fjölkvæni væri óhelgaS innan
endimerkja Bandaríkjanna, og hver stjórnin yrSi svo á aS líta,
aB þeir sem legöu á för meS Mormónum til Utah, færu í raun-
inni til aö brjóta lög sambandsins. Hjer var og viS bætt, aS
sambandstjórnin yrSi aö virSa þaS til lítillar velvildar, ef hjer
Skírnir 1880.
11