Skírnir - 01.01.1880, Side 173
AFRÍKA.
173
sem hann gat náð til, og hafSi meS sjer þann borSbúnaS af
siifri og gulli og önnur dýrindi, sem sonur hans átti aS rjettu
lagi viS aS taka. Til eptirlauna voru honum veittsr 400,000
króna, og mundu þeir peningar skammt hrökkva i fyrri daga.
Hann fór meS sonum sínum tveim, Hussein og Hassan (foringja
EgiptaliSsins móti Rússum) til Napólí (30. júní). Einn af enum
fyrri ráSherrum hans, Redim aS nafni, fylgdi honum í útlegSina,
og úr kvennabúrinn 39 konur meb herbergjasveinum (geldingum)
og öSrum Jpjónum. Konurnar urSu nú karli þyngri á fóSrunum
enn fyr, og honum varS erfiSara svo til þeirra aS gæta, aí> þeim
yrbi ekki kunnugt um frelsi kvenna í vorri álfu og ljetu af því
tælast til nýbreytni. Átta sáu sjer færi aS strjúka á burt úr
kvennabúrinu, og vildu ekki þangaS aptur hverfa, og ljet Ismail
sjer þaS fá því heldur eira, sem hinar allar voru óstýrilátar og
kvörtuSu um óyndi og þóttust viS lítinn fögnuS eða munab búa
móti því sem hoSizt hefSi á Egiptalandi. Heim vildu þær fara,
en Tevfik jarl tók þvert fyrir um apturkomuleyfi bæSi viS föSur
sinn og konur hans, því hann veit vel, aS j?á byrjar þegar ófriSar
og vjelasamtök, er annaShvort eSa hvorttveggja nær aptur lands-
vistinni. Ismail sárbændi lengi soldán, aS mega setjast aS í
MiklagarSi, en því var neitaS, og hinu ekki síSur aS taka viS
konum hans til vistarsetu í borginni. Svo bar til, aS jarl Jmrfti
aS leita sjer lækninga í París, og baS hann þá Redim vin sinn
aS fara meS konur sínar til enna eystri byggSa og leigSi þeim
gufuskip til ferSar. Redim hjelt nú meb farminn fríSa til Mikla-
garSs, en soldán baS hann verSa á burt sem fyrst, en kvazt eigi
vilja hanna J>eim vist á einhverri eyjunni eSa annarstaSar.
Redim sigldi nú til margra eyja, en hjer tjáði ekki aS bjóSa:
«skip mitt er komiS a5 1andi!» því enginn vildi svara nje kjósa.
Seinast leitaSi Redim til Smyrnu og hjer komst kvennabúr jarls-
ins loks af floti og varS fast á foldu. — þær sögur fara af hinum
nýja varakonungi, aS hann sje enginn skörungur aS viti eSa
stjórnsemi, en þó ætla menn aS hann verSi Egiptum heldur föSur-
betrungur enn hitt. Hann byrjaSi meS því stjórn sína, aS hann
hleypti hirSeyri sínum niSur um helming, en hann hefir látiS
skilja á sjer, aS svo rikt taumhald, sem Evrópuríkin hefSu á