Skírnir - 01.01.1880, Side 178
178
VIÐAUKAGREIN.
þeir verSa, aS skipa svo til, a& trygging faist fyrir, aS Gandamak-
sáttmálinn verSi ekki rofinn, og viija fá j>ann til höfðingja, sem
a8 þeim einkamálum gengur. þegar síSast frjettist voru j>eir aS
semja viS einn af bræSrum Jakúbs Khans, sem Abdurrhaman
heitir, en þóttust þó ekki vita, hversu honum mætti trúa. Suma
grunaSi jafnvei, aS hann væri aS undirbúa nýja uppreisn gegn
Englendingum. — AFrakklandi befir stjórnin látiS loka skóium
og kapellum kristsmunka, og eru margir þeirra farnir aS búast
til burtferSar af landi. j>ó æsingalega hafi veriS látiS í blöSum
klerka og einveldissinna, þá hafa þó engar róstur hlotizt af at-
förunum. Nú (í byrjun júlímánaSar) hafa þingdeildirnar annaS
vandamál meS höndum, en þaS er uppgjöf allra saka viS hina
landflæmdu menn, eSa sökudólgana frá 1871. Fulltrúadeildin
hefir aS undirlagi og fyrir frammistöSu Gambettu veitt sitt sam-
þykki til, aS hjer skuli nálega engir undan skildir, en öldunga-
deildin hefir ekki viljaS á þab fallast, en fariS fram á, aS þeir
skuli teknir úr tölunni, sem sekir hafa orSiS um morS og brennu-
ráS. Nú er veriS aS miSla málum, og þykir von aS saman dragi
meS báSum þingdeildum. Menn vilja hafa máliS útkljáS fyrir
14. dag júlímánaSar, en nú er lögtekiS, aS sá dagur skuli vera
þjóShátíS Frakka, í minningu þess, aS ParísariýSurinn brauzt inn
í hinn alræmda varShaldskastala, sem Bastille (Turnakastaiinn)
var kallaSur, en þar voru þeir menn inn settir, sem sakaSir urSu
viS konungdóminn (1789). Dagurinn varS þá iausnardagur margra
manna, og nú þykir ekkert, betor til hátíSarhaldsins falliS, enn
aS sem fiestir sakamenn þjófeveldisins eigi á honum þegnu frelsi
aS fagna.