Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 14

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 14
200 Vistaskifti. rétt einu sinni? . . . Farðu nú undir eins og skolaðu fram- an úr þér þarna í læknum Eg lagði af stað til lækjarins. Um leið tók eg eftir því, að nærri okkur stóð roskin kona, fölleit og grannleit og hávaxin, með dökt sjal. Eg þóttist sjá, að hún hefði hlustað á það, sem Þorgerður hafði sagt. Hún gekk á eftir mér að læknum og settist niður á bakkanum. — Áttú heima á Skarði? sagði hún. Eg játaði því. — Þú munt vera tökubarn. — Eg er á sveitinni. — Hvað ertu gamall? Eg leysti úr þeirri spurningu. Og hún var hugsi of- urlitla stund. — Nú væri Oli minn á hans aldri, ef hann væri enn á lifi, sagði hún því næst við sjálfa sig. Eg vissi ekki eftir á, hvernig það atvikaðist. En á svipstundu hafði hún teygt út úr mér, hver ætti fötin, sem eg var í, og hvernig farið hefði um þá blesóttu, og eg man ekki hvað fleira. Mér fanst svo mikil ástúð i rómnum og augnaráðið svo þýðlegt, að eg var eins og heillaður. Þorgerður kom til okkar. Hún heilsaði konunni með miklum vinalátum, faðmaði hana og kysti hana marga kossa, þakkaði henni fyrir síðast og lék á als oddi. Hin konan tók öllu kurteislega, en fremur fálátlega, fanst mér. — Svo þú hefir fengið eitt af börnum Gríms sáluga á Grund, sagði hún. — Jú-jú! — Þetta er fallegur drengur. — Finst þér það? . . . Mig langar til að ala hann upp í guðsótta og góðum siðum. En eg er hrædd um, að það ætli að ganga örðugt. Konan svaraði því andvarpi engu. Og nú var farið að hringja. Konan gekk frá okkur til bónda síns, og þau lögðu af stað heim túnið, upp að kirkjunni. Þorgerður þreif í handlegginn á mér, nokkuð fast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.