Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 90

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 90
282 Sigurður L. Jónasson. Því skal ekki neitað, að mér, sem þá hafði komið frá Englandi með aðrar flugur og fyrirmyndir i höfði, þótti Sigurður, eins og fleiri landar, er orðið höfðu eftir- legumenn í Höfn, hafa gefið heldur en ekki á milli frá því, er eg þekti þá áður. Hafnarlif ísl. námsmanna hefir lengi verið rótlítið líf fyrir unga menn. Sér í lagi mun Sigurði hafa svipað til Þorleifs Repps og of margra ann- ara gáfaðra landa vorra í þvi, að hafa megnan ímugust á því landi, sem þeir bjuggu í, og sárlítinn samhug við þá þjóð, sem veitti þeim uppeldi. Ef slíkt á ekki að koma manni sjálfum í koll, hlýtur hann að vera meira en meðal- skörungur eða hugsjónamaður. Um drabbaramenni tala eg ekki, heldur um meðalmenn eða þar yfir. Hinir beztu mannkostir koma að litlum notum, lifi menn lausu stór- borgarlífi, heldur rýrna menn ár frá ári og kostirnir hverfa. Eg þekti nokkra menn í Höfn, sem ekki töldust neinir efnis- eða atkvæðamenn, en urðu síðar hér heima hinir nýtustu ogbeztu drengir. Að hneppast ungur »upp í sveit,« vera sviplega sviftur mentunum, fjörinu, glaðværðunum »Hafnarslóð á,« það þykja stundum aumleg auðnubrigði. En Islendingurinn er og verður íslendingur; hann fær sig sjálfan ei flúið, flýr ekki fortíð sína og sinna, flýr ekki skyldu sína og skyldusvið. Og kraftar hans kalla og knýja: heim, heim! Sigurður var engin undantekning, en vel má svo að orði kveða, að hafi jafn-vel gefinn mað- ur sem hann var lokið sinni löngu Hafnarvist eins og fram er komið, hvers er þá von um visnu kvistina? Eg sé og les í þessu eftirmæli eftir þennan landa vorn, í Þjóðólfi. Greinin er í alla staði vel og drengilega samin; kann eg — og eflaust allir kunningjar S., sem enn lifa — dr. J(óni) Þ(orkelssyni) beztu þakkir fyrir greinina. Eg heimsótti Sigurð í fyrra vor eitt fagurt kvöld, út að Brunnshaug, þar sem hann bjó hjá verkfræðingi einum og konu hans. Þau voru ung og mjög góðlátleg. Sagði konan mér einslega, að hún hefði tekið hinn gamla heið- ursmann til sín, þegar hún fekk húsaráð, því að hann hefði lengi búið hjá foreldrum sínum inni í Myntaragötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.