Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 59
Taugaveiki.
251
En getum við þá ekkert gert sjúklingnum til hjálpar?
Það getum við, bæði margt og mikið.
Sóttin er strið milli holdsins og sóttkveikjunnar. Stund-
um verður sóttkveikjan yíirsterkari og sjúklingurinn læt-
ur lífið. En miklu oftar á líkaminnn sigri að hrósa; sótt-
kveikjan hörfar af vigvellinum, hverfur úr líkamanum, og
sjúklingnum batnar. í þessari viðureign líkamans við sótt-
kveikjuna, meðan á sjúkdómnum stendur, tekur blóðið breyt-
ingum, í þá átt, að lífsskilyrði sóttkveikjunnar þverra, og
loks verður henni ólift í holdi og blóði sjúklingsins; þá
hverfur hún, þá kemur batinn. Og þessi líkamsbreyting
getur haldist lengi eftir að sjúkdómurinn er um garð geng-
inn, stundum alla æfi, svo að líkamanum er ekki fram-
ar hætta búin af þessari sóttkveikju, Þess vegna taka fáir
taugaveiki oftar en einu sinni.
Hér er talað um taugaveiki; líkt má segja um marg-
ar aðrar sóttir.
En þetta getum við gert fyrir sjúklinginn : Við getum
hjálpað honum, hjálpað líkama hans í baráttunni við Eberths-
gerlana.
Viðgetumekkitekiðsóttkveikjunaúr líkamasjúklingsins,
ekki læknaðtaugaveikina, en við getum hjálpað sjúklingnum,
létt honum baráttuna, linað þrautir hans og mjög oft komið í
veg fyrir að sjúkdómurinn verði honum að bana.
Hvernig fara Hvað þarf að gera og hvað getum við
skal með gert til að hjálpa sjúklingnum, hjálpalíkama
sjuklingana. hans í baráttunni við sóttkveikjuna? Þetta
þarf að gera: 1.) Spara kraft líkamans, láta
sjúklinginn ekkert reyna á sig; 2) halda við kröftunum
með hentugri næringu, og styrkjandi lyfjum, ef í nauðir
rekur; 3.) draga úr sótthitanum, ef hann er mjög mikill
eða þjáningar samfara honum; 4.) greiða gerileitiinu veg
út úr líkamanum; 5.) vernda veiklaðan líkama sjúklings-
ins fyrir öðrum sóttkveikjum.
1. Sjúklingurinn á að 1 i g g j a; þó honum finnist hann
geta verið á fótum, þá á hann samt að liggja, frá því er