Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 23
Trnarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
215
Konstantínopel 381 og sé frekari útfærsla samþyktarinnar
i Niceu. En sögulegar rannsóknir síðustu ára virðast
benda til þess, að hún sé þó ekki einu sinni svo gömul;
hún sé hvorki samþykt í Niceu né í Konstantínopel,
heldur hafi hún náð viðurkenningu nokkuru síðar, og frá
því um 500 varð hún skírnarjátning í grísk-kaþólsku kirk-
junni1).
Þriðja trúarjátningin er sú, sem kend er við Aþanas-
í u s kirkjuföður (Athanasianum). Hann var uppi á 4. öld
(f 373). En trúarjátning sú er ranglega við hann kend.
Hún er nú talin til orðin í byrjun miðaldanna, sérstak-
lega undir áhrifum af kenningum Agústínusar kirkjuföð-
ur, sem þá voru orðnar svo að segja alvaldar í kirkjunni.
Sú trúarjátning öðlaðist smátt og smátt viðurkenning í
rómversku kirkjunni, en gríska kirkjan hafnaði henni
gersamlega. Þessi trúarjátning er miklu lengri en hinar
tvær, sem áður er um getið. Hún fjallar aðallega um
þrenningarlærdóminn og persónu Krists. í henni er lögð
miklu ríkari áherzla á rétttrúnaðinn en áður hafði gert
verið, og leyfi eg mér að koma hér með íslenzka þýðing
á henni. Hún mun með öllu ókunn almenningi hér á
landi. En þar sem nú er verið að halda því svo fast að
mönnum, að allar trúarjátningarnar eigi að vera merki
vort, kirkjumannanna, virðist mjög eðlilegt að lofa mönn-
um að líta merkið. Annars kostar geta þeir ekki þekt
það. Hitt væri engin furða, þótt ýmsir fengju þann skiln-
ing við lesturinn, að í raun og veru ætti það ekki að
vera neitt sérlegt keppikefii, að rígbinda skoðanir og kenn-
ingar presta nú á tímum við ákvæði þessarar játningar.
A vora tungu er hún þá á þessa leið:
Sérhver sá, er hólpinn vill vera, verður um fram alt að halda fast
við hina almennu (kaþólsku) trú. Og hver sá, sem ekki varðveitir hana
heila og ómengaða, mun vafalaust að eilífu glatast.
En þetta er hin almenna ('kaþólska) trú, að vér tignum einn guð
í þrenningunni og þrenninguna í einingunni, þannig, að vér hvorki rugl-
’) Sbr. Prof. tbeol. J. Jacobsen: Om Symboler og Symbolforplig-
■telse. Köbenhavn 1906.