Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 49

Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 49
Taugaveikin. 241 hver næmur sjúkdómur er barátta milli lifandi sóttkveikju og lifandi mannslíkama. Um viðureign Eberth’s-gerlanna við mannslíkamann vitum við ýmislegt af reynslunni með fullum sanni. Við vitum: — 1) Menn geta fengið taugaveiki á öllum aldri. Ungfullorðnu fólki og stálpuðum börnum er hættast við veikinni. Smábörn fá hana mjög sjaldan, gamalt fólk sjaldan. — 2) Þó að manneskja fái sóttkveikjuna í sig, t. d. í mat eða drykk, þá er ekki víst að hún veikist, það getur verið að sóttkveikjan komist ekki inn í hold og blóð, eða mótstöðuþróttur líkamans svo mikill, að hún geti ekki lifað þar. — 3) Þessi mótstöðuþróttur líkamans er meiri, ef manneskjan hefir einhverntíma áður haft tauga- veiki. Þess vegna er það sjaldgæft að sama manneskja fái veikina tvisvar eða oftar á æfinni, en þó ber það við. — 4) Mótstöðuþrótturinn er minni en ella, ef líkaminn er veiklaður, af örbirgð og áhyggjum, drykkjuskap eða ann- ari vanheilsu — slíkum manneskjum er hættast við næm- um sóttum. — 5) Að jafnaði líður hálfur mánuður frá því er Eberth’s-gerlarnir koma í manneskjuna og þar til er hún veikist. Þessi meðgöngutími veikinnar er þó mislangur, stundum ekki nema ein vika, stundum þrjár vikur, en langoftast hér um bil hálfur mánuður. Það er oft sagt að taugaveikin smitti helzt þegar sjúklingnum fer að batna. Það er rangt, kemur af því, að menn vita ekki um meðgöngutímann. Nú skulum við bregða okkur með þessa vitneskju inn á fáein sveitaheimili, þar sem ein manneskja er ný- lögst í taugaveiki á hverju heimili um sig, og við skulum fyrst gera ráð fyrir að engri varúð, engri sóttvörn sé beitt og sjá hvernig fer. 1. heimili. Ung hjón (bæði haft veikina), vöggubarn, tvævetrungur, vinnumaður, vinnukona, sjötug kerling. Þrifaheimili. Vinnukona fer orlofsferð á jólun- um á heimili þar sem stúlka liggur í taugaveiki, og legst sjálf í taugaveiki rétt eftir nýárið. Gamla konan hirðir 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.