Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 43
Trúarjátningarnar og kenningarfrelsi presta.
235
semja ný játningarrit. Kirkjan hafi þó ekki staðið í stað
þessi 400 ár. Kirkjan sé hætt við játningarrit. Norskt
safnaðarfólk telji gömlu játningarnar sér með öllu óvið-
komandi. Alt hjal um að þær séu játning þess hljómi
sem kinverska í eyrum þeirra.
Það sem tyrir oss vakir, sem aðhyllumst kenningar-
frelsi presta, er einmitt þetta: Vér viljum forðast kyr-
stöðuna og afturförina. Vér treystum sannleika kristin-
dómsins til þess að þola alt frelsi. Vér teljum honum
bezt borgið þar, sem hugsunarfrelsið er einlægast. Vér
viljum ekki að neinu leyti binda hendurnar á sannleik-
anum, heldur leysa alla þá fjötra, er mennirnir af grunn-
hygni sinni, en sjálfsagt stundum af góðum hug, hafa
viljað á hann leggja. Og oss stendur stuggur af því, að
kirkjan á nokkurn hátt reyni að hefta hugsunarfrelsið.
Skjöldur hennar er orðinn of óhreinn af hluttökunni í því
óhappaverki á umliðnum öldum.
Og svo er eitt atriði enn: Því meira sem frelsið
verður innan kirkjunnar, því minni verður hræsnin.
Ofrelsið elur hræsnina. Og hræsnin er trúarlífinu eitur.
Eitthvert heit munu prestar þó verða að gangast undir.
En æskilegast væri, að það heit færi að eins í þá átt, að
presturinn lofi því, að kenna samkvæmt heilagri ritningu
eftir beztu samvizku, og jafnframt væri það tekið fram í
heitinu, að vér teljum ritninguna grundvöll og uppsprettu
kenningarinnar. Alvara embættisins og ábvrgðartilfinn-
ingin gagnvart söfnuðinum er prestinum nægilegt aðhald.
Nafnkendur þýzkur maður sagði eitt sinn: »Eg er
barn kirkju minnar, en ekki þræll hennar«.
Barnið hlustar á heilræði móður sinnar og hugfestir
sér þau. En þegar það er orðið fullorðið og það öðlast
æðri og fullkomnari þekkingu en móðir þess hafði fengið,
lætur það eigi heilræði móður sinnar aftra. sér. Það
hugsar sem svo: Þú gafst mér, móðir mín, það bezta
sem þú áttir, þann fullkomnasta skilning á guði, tilver-
unni og lífinu, sem þú hafðir hlotið. Þinn tími var ekki
kominn lengra en þetta í þekkingu sannleikans. En nú