Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 95
Erlend tiðindi.
281
inn á band með sér víða um ríkið, svo að brydda tók á uppreist-
aróeirðum hingað og þangað meðal tyrkneskra hermanna, einkum.
í Makedoníu. Þá varð soldán skelkaður, og 1/sti hann því yfir
fyrir þegnum sínum, að nú léti hann fyrirnefnda stjórnarskrá frá>
1876 ganga í gildi. Það var 25. júlí. Þá sefuðust óeirðirnar. Ogr
var þessum tíðindum tekið með miklum fögnuði um alt ríkið. Stjórn-
arskráin er sögð allfrjálsleg. Kristnum mönnum og Múhameðs-
trúar gert jafnt undir höfði að lögum, prentfrelsi tekið í lög og
kenslufrelsi, bannað að pína sakborna menn til sagna o. s. ft v.
Því næst tók soldán sér ráðuneyti út liði U<ngtyrkja, þar á meðal
tvo kristna menn, og heitir yfirráðgjafinn Kiamil, niikilhæfur mað-
ur og vel metinn.
Tignarbróðir Tyrkjasoldáns, Persakonuugur, hefir hag-
að sér næsta ólíkt í sumar. Hann lét ráðast á þingið með vopn-
uðu liði, skjóta á þinghöllina í Teheran með fallbyssum og brjóta,.
eftir furðu-vasklega en skamma vörn af þingmanna hendi og þeirra.
vina. Tvo hina helztu foringja þingsins sér andvíga lót hann
hengja þegar í stað og örðalaust, og 12 þingmenn aðra síðar.
Ekki þóttist hann ætla sór þó að afnema alla þingstjórn, heldur
efna til n/rra kosninga og stefna saman þingi í haust. En ekkert
hefir úr því orðið enn, og mun lítið þykja í varið kjörfrelsi frammi
fyrir gínandi byssukjöftum. — Að öðru leyti hefir verið töluvert
um óeirðir þar í landi í sumar.
Loftferðalög hefir verið mikið fengist við hin síðustir
missiri víða um heim, einkum með stórþjóðunum; þær hugsa sér
að hafa þeirra mikil not í hernaði og vilja komast þar hver fram
úr annari. Með Þjóðverjum hefir maður sá, er Zeppelin heitir,.
greifi, unnið manna mest að umbótum og framförum í loftsigling-
um. Hann lauk í sumar við sitt fjórða tilraunaloftfar, afarstórt og
vel út búið, og ætlaði hermálastjórn Prússa að kaupa það af hon-
um, ef honum tækist að sigla þvi viðstöðulaust heilan sólarhring
og tiltekna leið, ekki lægra í lofti en 600 faðma. Það hepnaðist
sæmilega. Loftfarið leið frá Bodenvatni í Sviss 4. ágúst norður eftir
Þ/zkalandi alt norður í Mainz, nteð Zeppelín sjálfan innanborðs við
tólfta mann; þangað var ferðinni heitið. Sneri síðan við heim á
leið næstu nótt og staðnæmdist daginn eftir stundarkorn hjá þorpii