Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 58
■250
Taugaveiki.
földust, líkust bólusetningu; enn er þó vanséð, hvers virði
hún er.
Þekking manna á taugaveikinni eykst ár frá ári.
Widals rannsóknin hefir meðal annars leitt í ljós, að til
eru tveir sjúkdómar, sem haga sér að öllu leyti eins og
fremur væg taugaveiki, en hafa hvor sína sóttkveikju,
koma ekki af Eberth’s-gerlum. En báðir þessir taugaveikis-
bræður eru sjaldgæfir, í samanburði við sjálfa taugaveikina.
»Mér datt ekki í hug, að það gæti verið taugaveiki,«
— þau orð hefi eg margsinnis heyrt, þegar eg hefi komið
á sóttarheimili og sóttin verið taugaveiki.
Menn ættu aldrei að láta þessa veiki detta úr huga
sínum.
Ef einhver veikist og fylgir sótthiti og er óljóst hvað
um er að vera, þá er að muna þennan afar algenga sjúk-
•dóm, taugaveikina; þá er rétt að láta sér fyrst og fremst
detta í hug, að það geti verið taugaveiki, eða þá »eitthvað
smittandi,« eins og gamli maðurinn sagði.
Um lœkningu Geturðu læknað taugaveiki? Eg hefi oft
á veikinni. orðið fyrir þessari spurningu. Allir lækn-
ar verða fyrir henni. Og allir hljóta að
svara á sömu leið: Nei; við getum ekki læknað tauga-
veiki; við þekkjum enuin lyf, engin ráð til að drepa sótt-
kveikjuna, Eberth’s-gerlana, í líkama sjúklings eða ná
þeim út úr líkamanum. Og við höfum ekki til örugt mót-
eitur gegn sjúkdómseitrinu, sem Eberth’s-gerlarnir setja
úr sér í líkamann. Það hefir að vísu verið reynt undan-
farin ár, að beita við taugaveikina líkri aðferð og nú er
höfð við barnaveiki; taugaveikis-eitri (úr Eberth’s-gerlum)
hefir verið spýtt í hold á hesti, stærri og stærri skömtum;
þá verður til móteitur í blóði hestsins. Síðan er blóð tekið
úr hestinum, þeytt, og blóðvatninu spýtt inn í taugaveikis-
sjúklinga. Þannig löguð blóðlækning hefir, eins og allir
vita, gefist ágætlega við barnaveiki. Hún hefir ekki gefist
, eins vel við taugaveiki; en þar er hún enn á tilrauna-
skeiðinu og óvíst hver endirinn verður.