Skírnir - 01.08.1908, Side 90
282
Sigurður L. Jónasson.
Því skal ekki neitað, að mér, sem þá hafði komið
frá Englandi með aðrar flugur og fyrirmyndir i höfði,
þótti Sigurður, eins og fleiri landar, er orðið höfðu eftir-
legumenn í Höfn, hafa gefið heldur en ekki á milli frá
því, er eg þekti þá áður. Hafnarlif ísl. námsmanna hefir
lengi verið rótlítið líf fyrir unga menn. Sér í lagi mun
Sigurði hafa svipað til Þorleifs Repps og of margra ann-
ara gáfaðra landa vorra í þvi, að hafa megnan ímugust
á því landi, sem þeir bjuggu í, og sárlítinn samhug við
þá þjóð, sem veitti þeim uppeldi. Ef slíkt á ekki að koma
manni sjálfum í koll, hlýtur hann að vera meira en meðal-
skörungur eða hugsjónamaður. Um drabbaramenni tala
eg ekki, heldur um meðalmenn eða þar yfir. Hinir beztu
mannkostir koma að litlum notum, lifi menn lausu stór-
borgarlífi, heldur rýrna menn ár frá ári og kostirnir hverfa.
Eg þekti nokkra menn í Höfn, sem ekki töldust neinir
efnis- eða atkvæðamenn, en urðu síðar hér heima hinir
nýtustu ogbeztu drengir. Að hneppast ungur »upp í sveit,«
vera sviplega sviftur mentunum, fjörinu, glaðværðunum
»Hafnarslóð á,« það þykja stundum aumleg auðnubrigði.
En Islendingurinn er og verður íslendingur; hann fær sig
sjálfan ei flúið, flýr ekki fortíð sína og sinna, flýr ekki
skyldu sína og skyldusvið. Og kraftar hans kalla og
knýja: heim, heim! Sigurður var engin undantekning,
en vel má svo að orði kveða, að hafi jafn-vel gefinn mað-
ur sem hann var lokið sinni löngu Hafnarvist eins og
fram er komið, hvers er þá von um visnu kvistina?
Eg sé og les í þessu eftirmæli eftir þennan landa vorn,
í Þjóðólfi. Greinin er í alla staði vel og drengilega samin;
kann eg — og eflaust allir kunningjar S., sem enn lifa —
dr. J(óni) Þ(orkelssyni) beztu þakkir fyrir greinina.
Eg heimsótti Sigurð í fyrra vor eitt fagurt kvöld, út
að Brunnshaug, þar sem hann bjó hjá verkfræðingi einum
og konu hans. Þau voru ung og mjög góðlátleg. Sagði
konan mér einslega, að hún hefði tekið hinn gamla heið-
ursmann til sín, þegar hún fekk húsaráð, því að hann
hefði lengi búið hjá foreldrum sínum inni í Myntaragötu