Ný félagsrit - 01.01.1864, Page 68
68
Nokkrar greinir um sveitabúskap.
Eptir nokkra daga, þá er osturinn hetir dálítib þornaÍ!,
á a& salta hann; 1 pund af osti má salta met) 2 til 4
lóhum af smámuldu salti; fyrst er osturinn núinn vandlega
meÖ saltinu á bábar hlibar, og látinn svo liggja þartil
næsta dag, þá er hann núinn me& snörpum busta eba
meb línklút; þetta er daglega ítrekaö, þartil ab hætilega
þykk og hörö skorpa er komin á hann.
Magur ostur er gjörbur á líkan hátt, nema aö hann
er gjörbur úr undanrenníng einni, og til bragfcbætis látib
í hann kúmen efea negulnaglar. — þab er venjulegt er-
lendis, ab 1 pund smjörs og l1/* til 2 pund af mögrum
osti fáist úr 14 pottum af kúamjólk ab mebalgæbum.
Meö því móti, ab vel se farií) mei) mjólkina, getur
hún veriö gób verzlunarvara innan lands og utan: þegar
lögb er alúb vib ab fá af henni mikib og gott smjör,
góba osta og gott skyr til innlenzkra vibskipta; en meban
þetta er ekki, þá verbur hún ekki nema til heimilis þarfa.
en ekki gób og gild vara til þeirra, sem eru vandlátari en
alþýba manna. En meb þessu móti missir mabur Jíka ab
miklu leyti ábata þann, sem mabur getur haft af mjólk-
inni, ef mabur kann réttilega meb hana ab fara.
Mjólkin er hin helztu afnot kýrinnar, og hefir því
eingaungu verib talab um mjólkina; en kjöt. og skinn er
einnig til nota, þá kýrin er drepin, og mætti því minnast
á þab, hvernig þab yrbi betur notab en ajört er, einkum uni
mebferb á skinninu, en frá því er stutt og greinilega
skýrt í ymsum ritum alkunnum, svo hér gjörist ekki þörf
ab skýra frá því ítarlega1.
') Lítil varníngsbók bls. 71—74, og þau rit, sem þar er til vísab:
Félagsrit VIII. B., Klausturpóstur 1820 og 1821, Ármann á alþlngi
IV. árg., og Bóndi.