Ný félagsrit - 01.01.1864, Qupperneq 74
74
Nokkrar greinir um sveitabúskap.
tólgar, því 1 pund af mör kostar 20 sk. en 1 pund af
kjöti 7 sk., hvort þaB er heldur magurt eöur feitt; veröur
því kæfan af kjöti eingaungu ddýrari, en allt eins feit og
góíu þetta er áríhanda atriöi hverjum þeim, er kæfu
gjörir, því sé hún mögur, er hún ekki hæf í smjörs staS,
og er þó eins ódrjúg og hún er drjúg annars; þaö gjörir
hana líka bragbbetri, ab látib sé í hana pipar, negulnaglar
og „allrahanda“ (Allehaande), annabhvort allt þetta ehur
nokkub af því.
Fyrir því er reynsla, aö úr 52 pundum af kjöti fást
30 pund af kæfu, sé kjötife aí> mestu feitt og hryggur frá
skilinn. Sé kæfan gjörö þribjúngi ódrýgri til vibbits en
smjör, og þessvegna þribjúngi ódýrari, þá kostar 1 pund
af henni 182/a sk., en 30 pund 5 rd. 80 sk.; en 52 pd.
af kjöti kosta 3 rd. 76 sk.; er þá ávinníngurinn ab gjöra
kæfu úr kjöti af einum saub: 2 rd. 4 sk., auk þess hagn-
abar, ab eignast þannig vibbit vib þurrum mat, þegar ekla
er á smjöri og þab er ekki ab fá.
13. Mebferb á mör og tólg.
Margir eru þeir nú farnir ab verba, sem vanda verkun
á tólg sinni, og kosta kapps um ab hafa hana hreina og
hvíta, en aptur eru margir sem ekki gjöra þab, og er þab
fyrir allmörgum af rángri ímynduri, ab þeir halda ab betra
sé ab ýlda mörinn nokkub, ábur en hann er bræddur,
ebur sem kallab er ab láta liann feyrast, eba „freyra“,
sem menn kalla sumir. En þetta er til mikilla skemda
á tólginni; hún verbur þar fyrir blökk og óútgengileg, og
lángtum óharbari og ódrýgri til Ijósa. Hugarburbur þessi
er til mikils skaba, því þeir, sem þetta gjöra, spilla ekki
einúngis fyrir sjálfum sér, heldur og einnig fyrir þeim,
sem vanda vöru sína. Abferb þessi væri þó heldur af-