Ný félagsrit - 01.01.1864, Qupperneq 80
80
Nokkrar greinir um sveitabúskap.
ekki ab óttast fyrir a?) ver gætum ekki selt þab, sem vér
ynnum af þeim, en því máli er ekki ab heilsa ennþá; en
þab má vel koma af því, ab þær eru ekki almennt kunnar,
og getur verib ab þær mætti verba útgengileg vara, ef ver
verbum ómaki til ab gjöra þær þekktar erlendis sem verzl-
unarvöru. En þetta ættum ver ab gjöra, bæbi meb vobir
og hverja abra vörutegund, sem getur orbib oss arbsöm.
Vér getum gjört þab á þann hátt, ab ver gjörum félagskap
og söfnum saman ymsum vörutegundum, sem væri betur
gjörbar úr garbi en þær eru almennt, og máske nokkub
af nýjum vörutegundum, og berum svo í einíngu allan
kostnab og fyrirhöfn, sem af því leiddi; svo ætti ab velja
helztu menn af félagsmönnúm til ab komast í kynni (þó
ekki væri nema meb bréfaskriptum) vib einhvern duglegan og
áreibanlegan brakún eba vöruskiptamann (Mœgler) erlendis.
.senda honum vöruna og láta hann koma henni á framfæri á
þeim stöbum, sem ætti vib. A þann hátt gæti varan
orbib þekkt og komizt í hærra verb meb framtíbinni, en
Mtrla er hægt ab búast vib ágóba fyrstu árin, því varan
er alltíb í lægra verbi meban hún er óþekkt, heldur en þá
hún er almennt reynd ab góbu; en félagsmenn mætti ekki
láta þab letja sig, heldur yrbi þeir ab gjöra þab meb þeim
tilgángi og sannfæríngu, ab þetta sé gagn fyrir þá sjálfa
í l'ramtíbinni og abra útífrá.
Agóbinn er mjög líkur af því, ab vinna úr ullinni
hálfsokka, sjóvetlínga og peisur, einsog ab vinna heilsokka,
ebur þó heldur minni í ílestum árum, og vil eg því leiba
þá reiknínga hjá mér. — þab sem hér ab framan er sagt
er nægilegt til ab sýna, ab prjónlesib er arblítil vinna, og
ennfremur þab, ab munurinn er mikill á því, hvab unnib
er úr ullinni. Til betra yfirlits skal eg draga saman á
einn stab í töflu, hversu mikil verkalaunin eru á einu