Ný félagsrit - 01.01.1864, Page 92
92
Nokkrar greinir nm sveitabúskap.
um, hvernig mér viríiist aö sveitabóndinn geti á líkastan
hátt, og um leib greinilegast, haldib reiknínga yfir búskap-
arástand sitt, og hvernig sé hægt ab færa sér þá reiknínga
í nyt. — þab kann afe sönnu aí) þykja sunium dálítib flókiö
og óþægilegt fyrst í staÖ, at) semja búskaparreikníngana.
og þarf aí) hafa abgæzlu og eptirtekt á því sem fram fer;
en eg vona aö þeir, sem reyna þaö, fái ómak sitt launab
fyrir nákvæmari þekkíngu á ymsu, sem lýtur aö búskapnum.
Margir menn erlendis hafa raikilega hvatt menn til
aö hafa reiknínga yfir bú sitt, og hafa geíiö reglur fyrir,
hvernig menn eigi aö hai'a þessa búreiknínga; en þaö litla
sem eg hefi séö af þeim reikníngum getur enganveginn
átt viö búskap hjá oss. þaö sem eg skrifa hér er aö
vísu mjög ófullkomiÖ, en „betra er aö veifa röngu tré en
öngu*4 eptir mínu áliti, og eptir minni eigin reynslu er
þetta betra en engin tilraun.
þau atriöi, sem mest kveöur aö í sveitabúskapnum
eru þessi: fyrst um vöxt og gæöi heyaflans, og er þaö
ætlaö fyrstu tveim töflunum aö sýna þetta; þar næst um
notkun heyjanna, sem þriöja taflan sýnir; þá er unt
mjólkina bæöi eptir kýr og sauöfé, og er sýnt í tveint
töflum; og aö endíngu er sýnt niöurlag skuröarfjárins aÖ
haustinu til. þessi flokkur snertir undirstööu búsins og
eptirtekju bústofnsins. — Hinn annar flokkur af töflunum
á aÖ vera til þess, aö maÖur viti svo aÖ kalla á hverjum
degi, hvernig bú hans stendur, og geti meÖ því móti haft
sama yfirlit yfir sinn efnahag, eins og kaupmaöurinn, eöa
sérhver annar, sem hagar ráölagi sínu eptir föstum reglum.