Ný félagsrit - 01.01.1864, Page 126
J 26 Um fjárhag Islands og sjófci.
fjárhag þess. Sá reikníngur sýndi, aí) 1840 vanta&i
tekjurnar til ai) jafnast vii) títgjöldin hérumbil 3400 dala,
og var þó ekki reiknuö leiga af seldum konúngsjör&um
nema frá 1836 (1400 rd.), skólasjóimrinn ekki nema til
6250 dala, en til útgjalda aptur á móti talin öll eptir-
laun, sem þá voru hérumbil 2200 rd.1. Um sama leyti
rita&i sira Tómas Sæmundsson skorinort um fjárstjórn
Dana yfir eignum Islands2, og í Nýjum Pélagsritum var
byrjai) um sama leyti aí) sýna ofaná helztu galiana á
reikníngum stjórnarinnar. Eigi ab síiiur var haldib fram
hinu sama reikníngsformi þar tii 1845, og var engin
endurbót þar á í nokkurn máta. Samt sem áöur unnu
mótmælin þab á, ab stjórnin fór ab setja nibur þab sem
hún taldi skotib tii Islands þarfa, og taldi þab nú hérumbil
8000 rd.; þarmeb var þab og farib ab verba viburkennt
af hendi stjórnarinnar, ab reikníngar þessir sýndi ekki
verulega fjárhag Islands, því þeir væri allir sundurlausir
ár frá ári, eba sýndi aldrei eptirstöbvar ár frá ári; þar
ab auki væri bæbi tekjur og útgjöld í reikníngnum, sem
sumt kæmi Islandi ekkert vib, og sumt væri í raun og
veru tekjur Islands, þó þab kæmi fram í reikníngunum
eins og útgjöld3. þab var einnig viburkennt, ab Island
ætti ab rittu lagi leigur af því fé, sem kæmi fyrir seldar
konúngsjarbir á landinu, eins og afgjald hinna óseldu kon-
*) Ný Félagsrit X, 53 — 56. þar er orbrétt prentabur allur reikn-
íngur landfógetans.
2) þrjár ritgjörbir bls. 141—142.
3) Til dæmis um þetta var andvirbi seldra konúngsjarba. Af þvf
þetta fé var goldib inn í ríkisskuldasjóbinn, þá var þab taiib
hinum íslenzka jarbabókarsjóbi til útgjalda, og á árunum 1841 —
1846 voru 34,798 rd. taldir Islandi til útgjalda í þessu skyni.
En hver einn sér, ab þetta fé er í raun og veru tekjur landsins,
því þab er andvirbi fastleignar þess, sem er sett í penínga. sbr.
Ný Félagsr. X, 60.