Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 4
4
liér i lainli. Snemma gekk hin fagra frelsissól okk-
ar Islendínga í æginn, í hið mikla djx'ip heimskunnar
og hjátrúarinnar og ánauðarinnar; nú ér Tonanda
að nýr dagur sé runninn með alþíngi hinu nýa, en
vér vitum, að oss ber að vinna meðan dagur er, og
j>að þeim mun hraustlegar og kappsamlegar, sem
nóttin hefur verið lengri. Verkefnið er mikið; margt
og mikið liggur óunnið; en eigi okkur að verða
nokkuð ágeingt, liljótum við að hafa það í sívakanda
minni: að margar hendur vinna létt, verk, ekki að
eins i likamlegum, heldur öllu fremur í andlegum
efnum. Sá fær litlu afkastað, sem einsamall er að
bjástra ogberjast; hann þreytist íljótt og leggur ár-
ar í hát og lætur reka á reiðanum; en ef menn
halda saman og eru samtakaí áreynslunni, þáverða
þeir hraustari og hugbetri og þá geingur lángtum
meira Undan þeim. Hvergi á þetta betur heima enn
hjá andlegu stéttinni, því verkefni prestanna er mik-
ið margbrotiö; þeir eru allt af að reysa mikla hús-
ið’, sem þó verður aldrei fullgjört, andlega kirkju
Krísts; en þeir eiga ekki einúngis að leiða hræður
sína á Guðs götu og veg sáluhjálparinnar með kenn-
íngum sínum og eptirdæmi, heldur er þeim einnig
falin á Iiendur barna uppfræðing í flestum greinum,
og með mörgu móti geta þeir verið sóknarbörnum
sínum til fyrirmyndar í allri menníngu, framkvæmð
og atorku; en margar eru mótspyrnurnar og erfið-
leikinn margfaldur,.sembver einstakur á við að stríða,
ef hann ætlar að stunda embætti sitt, og standa í
stöðu sinni einsog vera ber.
3>að er grátlegt að hugsa til þess, live lítil sam-
tök liafa verið og eru enn þá ineðal prestanna liér
í landi, því það er eins og þeir víða hafi ímigust
og agnúa hver á öðrum og vilji halda sér sem lengst
hver frá öðrum, og skjaldgæft mun það vera, að